bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hmmm...hver var svona óheppinn?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=19303
Page 1 of 3

Author:  Freyr Gauti [ Tue 02. Jan 2007 12:59 ]
Post subject:  Hmmm...hver var svona óheppinn?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr ... id=1244751

Author:  ValliFudd [ Tue 02. Jan 2007 13:15 ]
Post subject: 

Áts.. Steini.. koma með slúðrið?

Author:  íbbi_ [ Tue 02. Jan 2007 13:16 ]
Post subject: 

félagi minn á bílin, þetta var 02 325 blæja, skylst að hann sé mikið skemmdur

Author:  ValliFudd [ Tue 02. Jan 2007 13:21 ]
Post subject: 

Quote:
Vísir, 02. jan. 2007 13:06

Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl

Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði. Var þar á ferðinni skotkaka sem komið hafði verið fyrir inn í BMW-bifreið með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögregla á Selfossi segir ekki vitað hver var þarna að verki en biður þá sem orðið hafa varir við umferð eða mannaferðir í Gagnaheiði eða við eða í nágrenni hringtorgsins á Eyravegi við Fossheiði að hafa samband í síma 480 1010.

Author:  Sezar [ Tue 02. Jan 2007 13:22 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
félagi minn á bílin, þetta var 02 325 blæja, skylst að hann sé mikið skemmdur


ÆÆ! Siggi Maniac?
Hvernig er með tryggingarnar, það er víst ekkert auðvelt að fá brunatjón bætt eða hvað?

Author:  Alpina [ Tue 02. Jan 2007 13:23 ]
Post subject: 

Hreint makalaust hvað fólk er illa innrætt

Author:  Sezar [ Tue 02. Jan 2007 13:26 ]
Post subject: 

Flottur bíll virkilega
:(
http://www.bilasolur.is/CarImage.asp?sh ... AGEID=4582

Author:  ValliFudd [ Tue 02. Jan 2007 13:29 ]
Post subject: 

Sezar wrote:
íbbi_ wrote:
félagi minn á bílin, þetta var 02 325 blæja, skylst að hann sé mikið skemmdur


ÆÆ! Siggi Maniac?
Hvernig er með tryggingarnar, það er víst ekkert auðvelt að fá brunatjón bætt eða hvað?

Ef maður tryggir rétt jú... Það fer allt eftir því hvort maður er að spara á réttum stöðum...

Author:  íbbi_ [ Tue 02. Jan 2007 14:53 ]
Post subject: 

þetta var nefnilega alveg lygilega flottur bíll,

Author:  ömmudriver [ Tue 02. Jan 2007 15:37 ]
Post subject: 

Nær kaskó tryggingin virkilega ekki yfir þetta :? :shock:

Author:  Steini B [ Tue 02. Jan 2007 18:47 ]
Post subject: 

Djöfull er ég feginn að minn sé alltaf inni yfir næturnar... :shock:

Author:  ///Matti [ Tue 02. Jan 2007 18:52 ]
Post subject: 

Oj leiðindi maður,flottur bíll :? Datt fyrst í hug að þetta væri gamli minn..

Author:  iar [ Tue 02. Jan 2007 20:25 ]
Post subject: 

Óheppnir hjá Mazdakrafti.is að frétta hlutina ekki svona beint frá fjölmiðlum. :-D

Slæmt með bílinn samt. Vona að hálfvitarnir sem gerðu þetta náist.

Author:  Jón Ragnar [ Tue 02. Jan 2007 20:46 ]
Post subject: 

ÁTS!

einn sá flottasti E46inn hérna

Author:  MrManiac [ Tue 02. Jan 2007 22:10 ]
Post subject: 

Þetta var verulega sárt og kaskótrigging nær sennilega ekki yfir þetta. Það er verið að kanna þetta allt samann.
Enn bílinn er vægast sagt ónýtur að innan

Gat skorið í blæjuna og inn fór tertan.
Image
:cry:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/