bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Merkileg umræða á www.bmwm5.com https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1927 |
Page 1 of 2 |
Author: | arnib [ Wed 09. Jul 2003 19:34 ] |
Post subject: | Merkileg umræða á www.bmwm5.com |
Þetta er ekki alveg nýtt og ferskt, þannig að það gæti verið að þetta sé re-post! En allavega. BMW AG hefur tekið sig til og ákveðið að því langi að eiga sjálfur lénið www.bmwm5.com og krefjast þess að aðstandendur þess láti lénið af höndum! Þetta er mjög gróft í ljósi þess að www.bmwm5.com er búin að vera til í mörg ár, og ótrúlega stór hópur fólks hangir þar dagsdaglega, allt áhugamenn um BMW M5! Meira... |
Author: | Logi [ Wed 09. Jul 2003 20:35 ] |
Post subject: | |
Ég var einmitt búin að sjá þessa umræðu hjá þeim og mér finnst þetta virkilega LÉLEGT hjá BMW!!!!!!!!!!!!!!! |
Author: | Haffi [ Wed 09. Jul 2003 20:41 ] |
Post subject: | |
ammz ég sá þetta fyrir nokkru ... soldið súrt og þeir eru ekkert að efla sér vinsælda með þessu. |
Author: | Schulii [ Wed 09. Jul 2003 23:04 ] |
Post subject: | |
Þetta er hið versta mál... veit einhver hvernig staðan er á þessu núna?? |
Author: | oskard [ Wed 09. Jul 2003 23:43 ] |
Post subject: | |
bara sama og með bmwpower.com |
Author: | Kull [ Thu 10. Jul 2003 00:15 ] |
Post subject: | |
Já, þetta er ansi lélegt af BMW AG. Gustav er búinn að leggja mikið á sig að byggja upp þetta lén og síðan vilja þeir bara hirða það. Því miður tekst þetta oft hjá svona stórfyrirtækjum þannig að ég yrði ekkert hissa ef hann myndi missa lénið til þeirra. En maður verður að vona að þeir sjái hvað þetta er slæm auglýsing og hætti við. |
Author: | arnib [ Thu 10. Jul 2003 00:36 ] |
Post subject: | |
Jám, BMW gæti vel unnið þetta og lagalega séð held ég að þeir séu ekki að gera neinn skandal. Það sem mér finnst aftur á móti svo bagalegt, og eins og einhver segir líka þarna á spjallinu, BMW er að ekki að ráðast á einhvern smá titt sem er að reyna að græða á því að nota nafnið þeirra! Þeir eru að ráðast á stóran hóp aðdáenda sinna!!! |
Author: | bjahja [ Thu 10. Jul 2003 02:24 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: Þeir eru að ráðast á stóran hóp aðdáenda sinna!!!
Nákvæmlega. Ég sá þetta þarna um daginn og ég skil ekki hvað BMW er að pæla ![]() Kannski hafa þeir farið í fýlu útaf neikvæðu tali um Chris kallinn og E60 bílana. |
Author: | Gunni [ Thu 10. Jul 2003 09:34 ] |
Post subject: | |
Málið er bara að þeir eiga BMW nafnið og kanar eru svo steiktir að það má ekkert þar. Þetta var eins með bmwpower.net (nú dtmpower.net) að það átti að súa þá og einhver læti þannig að þeir þurftu að breita nafninu í dtmpower. En t.d. er umboðinu hérna er skítsama þótt við notum BMW í nafninu á klúbbnum, og það á aldrei nokkurntímann neitt eftir að verða gert í því. |
Author: | bebecar [ Thu 10. Jul 2003 09:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er nokkuð súrt - ég held að farsælast væri fyrir BMW að fá lénið með einhversskonar samvinnu við Gústaf og þannig þá að hann sé sáttur. En lagaleg séð eiga þeir tilkall til lénsins á grundvelli laga um vöruheiti. Þetta er reyndar samskonar mál og með Apple.is hér heima. |
Author: | arnib [ Thu 10. Jul 2003 09:52 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: En lagaleg séð eiga þeir tilkall til lénsins á grundvelli laga um vöruheiti. Þetta er reyndar samskonar mál og með Apple.is hér heima.
Og kröfunni þeirra var nú reyndar hafnað, amk í fyrstu atrennu ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 10. Jul 2003 10:13 ] |
Post subject: | |
Af lénakompaníinu - ekki af dómstól. Þetta fer fyrir dómstóla og það er ólíklegt að kröfunni verði hafnað þar. Lénsúthlutarkompaníið gat ekki hafnað á þeirri forsendu að ACO er enn að selja Apple... Dómstólar eru bundnir af lögum um skráð vörumerki. |
Author: | gstuning [ Thu 10. Jul 2003 10:22 ] |
Post subject: | |
Má ég þá ekki fá mér www.my-bmw.com ?? Þetta er stytting á www. my- Big Mom & Wife .com Eða ef ég á 2 epli má ég ekki fá mér www.apple-2.com Kemur apple ekki við á neinn hátt, og my-bmw.com kemur bmw ekki við á neinn hátt, Bara lélegt af svona stórum kompaníum að vera að troða sér alltaf í annara manna mál, sérstaklega þegar er verið að ráðast á sitt eigið fólk, þetta er verra en að tapa pening að tapa kúnnum |
Author: | bebecar [ Thu 10. Jul 2003 10:30 ] |
Post subject: | |
Ég held þú megir nota samsett orð eins og apple-2 t.d. en ekki lén sem eru með skráðu vörumerki eins og BMW M5, eða BMWPOWER MPOWER o.s.frv.... |
Author: | gstuning [ Thu 10. Jul 2003 11:45 ] |
Post subject: | |
En það var gæji sem átti einu sinni www.microsoft.com og vildi ekki láta það af hendi og hann þurfti þess ekki, hann var ekki með heimasíðu en hann átti það, microsoft keypti svo nafnið á slatta pening, Gustav getur alveg haldið í nafnið, það er ekki hægt að banna þér að eiga nafn. Hann ætti bara að taka haug af pening og bjóða öllum uppá bjór, ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |