bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvernig væri það að við...? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=190 |
Page 1 of 1 |
Author: | Propane [ Wed 16. Oct 2002 19:32 ] |
Post subject: | Hvernig væri það að við...? |
Bara hugmynd: Hvernig væri það ef við myndum reyna að fá díl hjá norrænu næsta sumar um hópferð til danmerkur, og þaðan gætum við keyrt niður til þýskalands og farið í hóp-verzlunarleiðangur. Gætum komið við í austurríki og sviss td. Það gæti verið gaman ![]() ![]() |
Author: | GauiJul [ Wed 16. Oct 2002 19:35 ] |
Post subject: | |
Ég væri sko bara til í það Vinahópur minn er reyndar að spá í svona ferð en það mætti bara slá þeim saman, Hefur einhver hugmynd um hvað svona ferð mundi kosta? |
Author: | Bjarki [ Wed 16. Oct 2002 19:38 ] |
Post subject: | |
Þetta væri náttúrlega bara snilld. Fara með bílana á heimaslóðir og keyra þá á bestu hraðbrautum í heimi! Að keyra um Þýskaland á góðum BMW með góða tónlist það er vægast sagt mjög skemmtilegt. Í sambandi við verð þá er það mjög breytilegt, bara hvað maður vill vera flottur á því ég fór í svona ferð fyrir tveimur árum reyndar með bílaleigubíl, þá fékk ég ekki BMW sótti um það en fékk Saab 9-3 dísel. Þá var ég með félaga mínum í 3 vikur mjög mikið í Ítalíu en flugum til Frankfurt. Það kostaði 210þ fyrir mig, við vorum með tjald en nenntum eiginlega aldrei að gista í því, gistum semsagt mjög oft á hótelum. Fórum til Rómar, Feneyja, Rimini, Garda, BMW safnið í München svo eitthvað sé nefnt. Maður gleymir svona túrum seint. |
Author: | Djofullinn [ Wed 16. Oct 2002 19:41 ] |
Post subject: | |
Úff hvað maður væri til í þetta!! |
Author: | Propane [ Wed 16. Oct 2002 19:41 ] |
Post subject: | |
Þetta er víst eitthvað í kringum 40þ kall, farið sko. Maður gæti reynt að hafa samband við einhver sniðug fyrirtæki til þess að skoða, mér þykir hæpið að við fengjum að kíkja á BMW verksmiðjuna, en einhver breytingarfyrirtæki kæmu kannski til greina. |
Author: | Svezel [ Wed 16. Oct 2002 19:57 ] |
Post subject: | |
Færum með bílanna út á stálfelgum og shabby og kæmum heim á fleiri hundruð hestafla tryllitækjum með racing kittum....I´m game ![]() Þetta gæti verið snilld |
Author: | Kull [ Wed 16. Oct 2002 20:48 ] |
Post subject: | |
Já, ég væri pottþétt til í þetta. Hef mikið verið að spá í svona ferð en hef ekki fundið neinn sem vill koma með þannig að svona hópferð væri alveg frábær. Ef þið farið á http://www.bmwm5.com og skoðið Articles, þar eru greinar um ferð sem nokkrir gaurar fóru til Þýskalands og komu við hjá ýmsum tjúnerum. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |