bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 11. May 2025 15:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 14:12 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hvað finnst ykkur um eftirfarandi síðu?


http://my750.com/introduction.htm

Ég hef nú bara átt þennan eina BMW sem ég er núna á. En það eru tveir aðrir í fjölskyldunni og ég þekki marga sem hafa átt BMW.

Menn eru oftast sammála um það að það klikki ýmislegt smálegt í þeim en á heildina litið séu þetta frábærir bílar, sérstaklega með tilliti til hagkvæmni, endingar og aksturseiginleika.

Ég fyrir mína parta er þvílíkt ánægður með M5 bílinn... maður sinnir honum reglulega og þetta bara rúllar og rúllar. Eitt og eitt smálegt sem þarf að laga annaðslagið en ekkert til að kippa sér upp við.

Mjög margir eru í því að bögga mann fyrir að eiga þetta, Bilar Mikið Wíða o.s.frv og almennt virðist fólk halda að þetta séu algjörir gallagripir - ég bara trúi því ekki að fólk haldi þetta almennt, en það er ljóst að það er fólk sem þekkir ekki annað en Toyota bíla sem við vitum öll að bila lítið en eru líka svo hundleiðinlegir flestir að að lyfjaskammturinn einn myndi fara langt yfir mögulegan rekstrarkostnað á hvaða BMW sem er ;)

Endilega kommentið á þetta, maður þarf að berjast gegn rógi.

Og svo myndi ég vilja fá komment frá ykkur á 7 línunum, sérstaklega 750 bílunum því þá bíla þekki ég nánast ekkert.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 15:14 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 23. Sep 2002 13:06
Posts: 175
Location: Iceland
Ég hef á þrjá bmw og ég er sammála þér með áreiðanleika og endingu, það sem bilar oftast er eitthvað smáræði sem tengist rafmagni. En allt annað rúllar og rúllar :) Í BMW eru ábyggilega þrjátíu sinnum flóknari hlutir og er í toyotu þannig að.... þetta er eins og að bera saman reiknivél og tölvu. Gera það sama en öðruvísi. Reyndar bara heyrt slæma hluti um V12 vélina.

_________________
Don't Follow me, you won't make it.
Stebbi. BMW 523iA E39 (áður 318iA og 518i ss)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 15:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég hef lesið mjög mikið um þessa bíla og með réttu viðhaldi eiga þeir að endast og endast. En svo eru þessar 12cyl vélar þekktar fyrir vandamál og jafnvel að gefast upp í 170þ km!! Þegar 8 cyl vélarnar komu svo þá urðu þær líka til mikilla vandræða. Þess vegna vildi ég bara 730 eða 735 með gömlu góðu M30 6 cyl vélinni sem er ekki þekkt fyrir neitt annað en áræðanleika. Sjálfskiptingarnar eru líka þekktar fyrir að gefa sig en með réttu viðhaldi er ekkert mál láta þær endast og endast. Þetta eru náttúrlega flóknir bílar og mikið sem getur bilað í þeim, endalausar sjálfstýringar og rafmagnsdót. Það verður alltaf dýrara að reka svona bíl heldur en einhverja Toyotu.
Minn bíll gengur eins og klukka en þó er eitt og annað sem þarf að taka í gegn en ekkert sem er ekki bara eðlilegt viðhald.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 15:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég þoli ekki þegar fólk er eitthvað að spyrja mig hvernig mér líki bíllinn minn og svo er næsta spurning "er þetta ekki alltaf bilandi" eða "er hann ekkert búinn að bila".

Ég segi nú bara svo sé ekki (því hann hefur ekkert bilað!) og bendi fólki á að prófa BMW áður en það dæmir heildina eftir örfáum druslum.

T.d. átti frændi minn ömurlegt eintak af E36 320 '96 módel og bölvar BMW eftir kynnum sínum af honum. Ég leyfði honum að prófa minn og hann varð agndofa yfir því hvað þetta eru miklir snilldar bílar.

Eina sem hefur pirrað mig er að einhver hefur sett skítugan rúðuvökva í rúðupissið sem varð til þess að spíssarnir voru að stíflast hjá mér, en ég reddaði því.

BMW eru auðvitað bestu bílar í heimi, það vita það bara ekki allir ennþá :wink:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Well well well
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 16:23 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:21
Posts: 59
Location: Kópavogur
Sælir félagar,

Þið sem hafið ekki heyrt neitt nema vont um V12 þá getiði allavega sagt núna að þið hafið Næstum ekki heirt neitt nema vont vegna þess að ég hef barasta ekkert vont um hana að segja ég er búinn að eiga minn í nokkra mánuði og búin að keyra hann 20.000 km , búin að spirn við 2 aðra 750 Bimma og tók þá báða, ég nota Mobile 1 olíu og hann hreyfir ekki olíu, á þessum tíma sem ég hef átt bílinn hef ég ekki þurft að gera neitt við Vélina, eina sem ég hef gert er að skipta um bensíndælur og bremsuklossa og þetta flokka ég bæði sem eðlilegt viðhald, en fyrst að þið hafið ekkert nema vont heyrt um þessar vélar þá segi ég bara 7, 9 & 13 og vona að minn haldi bara áfram eins og hann er vanur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 16:27 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Jaaaa, það er einmitt málið. Ég hef ekki heyrt neitt vont um þessa bíla hér heima. Ég veit vel að þeir eru viðhaldsfrekir en við hverju á maður eiginlega að búast??? Þetta er nú með flóknustu bílum síns tíma.

Það eru þessar hefðbundnu smotterís bilanir sem eru í mörgum þessum bimmum.

En það virðist vera að margir erlendis hafi slæma reynslu af þeim. Það er reyndar eitt fyndið að margir eru SAMT hrifnir af þeim þrátt fyrir slæma reynslu rekstrarlega!

Kannski fúnkera þeir bara betur í kuldanum hér heima? :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 16:38 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 23. Sep 2002 13:06
Posts: 175
Location: Iceland
Ég hef alltaf langað í 750 bíl en er að stækka smám saman við mig áður en ég fer í hann, því ég veit að þegar ég mun kaupa mér einn slíkan, þá mun ég vilja annað. Ég las einhversstaðar að maður eigi að geta sett tíkall upp á rönd á V12 mótorinn og hann á ekki að hreyfast. Bara snilld.

Eitt við 7 seríuna sem ég veit að er algengt er að það komi göt á hljóðkútinn og hann kostar 100þ kall hjá Bull & Lygi. Svo eru bremsudælurnar víst eitthvað slappar.

Ég hef heyrt margar útgáfur af BMW skammstöfuninni er besta er ábyggilega: Best Motors in the World :)

_________________
Don't Follow me, you won't make it.
Stebbi. BMW 523iA E39 (áður 318iA og 518i ss)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 16:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Það var nú eiginlega bara fyndið að lesa þessa grein um allar bilanirnar. Það var alltaf það sama að, sem segir að verkstæðið sem gerði við bílinn eða strákurinn sjálfur veit ekkert í sinn haus eða kaupir notaða og lélega varahluti. En samt vorkennir maður náunganum - hann er að eyða aleigunni í bílinn :D
En 750 þarf samt mikla umhugsun (maður sest ekki bara í bílinn og keyrir eins og með japönsku bílanna án hugsunar)
V12 vélin er stór og mjjjöööög flókin vél og leyfir ekkert fúsk! Ef maður vill eiga svona bíl þarf maður að gera sér grein fyrir að maður getur voða lítið unnið í bílnum sjálfur og bílinn þarf mikillar umhugsunar (sem er bara gott mál :D )
Annars hef ég heyrt um tíða olíuleka á 750 en ekki beint slæma umfjöllun.

p.s. Gauijul: hvað kostaði bensíndæla í þína glæsikerru?

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 17:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Þetta eru bara vitleysingar sem hafa bara átt Hondur á undan 750 bílunum sínum og halda að þeir þurfi ekkert að hugsa um þá! Eða þeir hafa bara hitt á slæm eintök, þegar fólk hugsar illa um svona flókin bíl þá að sjálfsögðu fer markt að klikka í honum. Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið :D

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Bensíndæla
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 17:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:21
Posts: 59
Location: Kópavogur
Gummi 750 wrote:
Það var nú eiginlega bara fyndið að lesa þessa grein um allar bilanirnar. Það var alltaf það sama að, sem segir að verkstæðið sem gerði við bílinn eða strákurinn sjálfur veit ekkert í sinn haus eða kaupir notaða og lélega varahluti. En samt vorkennir maður náunganum - hann er að eyða aleigunni í bílinn :D
En 750 þarf samt mikla umhugsun (maður sest ekki bara í bílinn og keyrir eins og með japönsku bílanna án hugsunar)
V12 vélin er stór og mjjjöööög flókin vél og leyfir ekkert fúsk! Ef maður vill eiga svona bíl þarf maður að gera sér grein fyrir að maður getur voða lítið unnið í bílnum sjálfur og bílinn þarf mikillar umhugsunar (sem er bara gott mál :D )
Annars hef ég heyrt um tíða olíuleka á 750 en ekki beint slæma umfjöllun.

p.s. Gauijul: hvað kostaði bensíndæla í þína glæsikerru?


Sælir

Bensíndælurnar eru 2 og að sjálfsögðu þurfti ég að skipta um báðar, ég lét þá hjá Tækniþjónustu Bifreiða fixa þetta fyrir mig og þetta kostaði eitthvað á milli 30 og 40 þús (notaðar Dælur en samt mjög góðar teknar úr tjónabíl og svínvirka) en bremsuklossarnir með skynjaranum kostuðu um 9 þúsund í B&L og ég var innanvið klukkutíma að skipta um þá, það er algjör brandari hvað það er einfalt að skipta um þessa klossa.

Ég gerði reyndar smá feil, fyrst kom viðvörun hjá mér um að ég þyrfti að bæta við bremsuvökva og ég gerði það og svo nokkrum dögum síðar kom viðvörun um að bremsuklossarnir væru að verða búnir, ég hefði auðvitað átt að skipta bara um klossana strax þegar viðvörunin um að bremsuvökvinn væri orðinn lítill því að þá hefði ég sloppið við að kaupa nýjann skynjara, vildi bara taka þetta fram svo að þið hinir gætuð sparað ykkur það, bremsuklossar eru ekki það dýrir að það borgi sig ekki að skipta þeim út tímanlega :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 22:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Auðvitað eru margir 750 bílar sem eru að standa sig vel, ég hef lesið um bíla sem hafa farið upp í 300.000 (480.000 km)!!! Án stórra vandræða en að sjálfsögðu með réttu viðhaldi.
En tölfræðilega séð í samanburði við aðra 700 bíla þá koma 750 bílarnir ekki vel út það er mál mála.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Oct 2002 23:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:04
Posts: 42
Location: Reykjavík
í USA er/var bensínið svo lélegt að BMW-arnir þoldu það ekki sérsktaklega ekki 750/740 og fengu þeir sem voru 1. eigendur að bílnum nýja vél í sumum tilvikum........

Svo er náttúrulega spurning hvort fólk sem borgar $80k fyrir bíl vilji nokkuð að þeir séu að bila :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 15. Oct 2002 18:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
Einhvetíman hafði ég ekkert að gera þannig að ég sktifaði smá pistil um bílinn minn´. Ó já eg er ekki sá besti í stafsetningu þannig að.......



Bíll

Bmw 325i 4dyra 1986 módel.

Saga
Bíllin var fluttur inn 1997 og skráður 20 maí á íslandi.
Ég (Stefán Sölvason ) Kaupi bílinn í nóvember 1997 , bíllin var þá í ótrúlega góðu ásigkomulagi innan sem utan, enda ekki ekinn nema 108.000 km. 5 árum síðar og 80.000 km þá gæti ég ekki verið ánægðari með gripinn.

BMW ( bilar meir en vanalega??)
Það sem er búið að bila í bimmanum.
Ég skipti um spinnur að framan í 110þkm 20000kr
Hljóðkútur 10000.
Tímareim lega og strekkjari 123 þkm 15000kr
Bremsuklossar allan hringin. 20000
Tölvan í bílnum gaf upp öndina í um l50000km á runtinum í reikjavík kl 2 um nótt á laugardags kveldi. Bíllin var stopp í 6 mánuði, Kostaði tölvan 120000kr í BogL en fékk hana í þýskalandi á 40000 kr og ég fór með bílinn á verkstæði í bilanaleit15000kr.
Stýrisendi 160 þkm 5000 og bensínþrístijafnari 2000 kr


Í 163þkm ætlaði ég að laga olíuleka á aftari pakkdós og gerði. Þurfti að taka gírkassa undan, ég endaði á að rífa alla aftur fjöðrun úr bílnum keypti nýja kúplingu pressu og
legu. Master og slave sílendrana fyrir kúplinguna, allar fóðringar í aftur fjöðrun, keipti einig sérstaklar fóðringar á spyrnurnar að aftan til að geta stilt chamber og toe. Svo aftur dekkin séu svona I I en ekki svona / \ Bmw og bens veiki.
Enda kosnaður í kringum 80000kr allir varahlutir keiptir í USA , bíllin var stopp í 13 mánuði , en hann fór líka í heilmálun.
Eftir sprautun var hann keirður heim inn í skúr og settur saman en hann bilaði og gekk ekki hálfan gang. Hann var dreiginn í hafnafjörð til Tækniþónustu Bifreiða og kostaði það um 40000 þúsund.

Samtals um 230þ kr á 5 árum er ekki mikið. Nýr bíll fellur meira í verði en það á einu ári

Aukahlutir,
Augabrýr á ljósum, Rieger GTS spoiler kit ( Framm, aftur stuðarar og hliðar kitt)
Kw variant2 Coilover Kepnis fjöðrunar kerfi (get stíft demparana og hækkað og lækað bílinn frá 40mm lækun að framan í 80mm lækun og 30-60mm lækun að aftan.Bílin er núna lækaður 60/45.
Álfelgur AEZ Paron 7.5x16 að faraman 215/40/16” dekk. Paron deep rim 9x16 að aftan 225/40/16” dekk.
BMPD sport petalar, UUC motorwerks gírhnúi, UUC Shortshift kit 55% (55% stittra á milli gíra.
Auto Meter Búst/vakúm mælir. Auto meter Olíu þrístings mælir. Auto Meter Olíu hita mælir. Auto Meter AIR/FULE ratio mælir.
Búið að kaupa Turbó kerfi í bílinn og er það að fara í hann í september.
Framtíðar breitingar eru óendalega miklar og ekki til nægir penigar á íslandi til að framkvæma þær allar.

Image

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 15. Oct 2002 18:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Ég skil ekki svona vælukjóa persónulega. Hann kaupir notaðan bíl sem er ekinn eitthvað um 117000 km. Bíllinn hefur átt talsverða verkstæðissögu (54 sinnum hjá fyrri eigendum) og greinilegt að þetta er mánudagsbíll eða bara að fyrrum eigendur hafi farið illa með hann ( t.d. lélegt viðahald, bensín eða eitthvað annað). Hann ekur sjálfur á bílnum 62000km og það er greinilegt að eitthvað er að bílnum mjög snemma. Kannski var mælirinn bara skrúfaður niður....
Af hverju seldi hann ekki bílinn strax? Ég held að flestir hefðu losað sig við hann. Eitthvað hefur valdið því að hann átti þennan bíl áfram.
Svo finnst mér þetta negative value hjá honum alveg fáranlegt. Eins og það sé ekki hægt að selja bílinn strax fyrir einhvern smá pening án þess að gera nokkuð við hann.
Svo eru margar af þessum "viðgerðum" einfaldlega reglulegt viðhald eins og bremsuvökvi. Dæmi Viðgerð 59 kaupir ný dekk. viðgerð 61 Dekk sett undir 900dollarar ehheehhe
Pioneer spilarinn hans er alltaf að bila (ekki bmw spilari).
viðgerð 75 skiptir um peru viðgerð 76 skiptir um peru.
Margt af þessu er bara eðlilegt viðhald á hlutum sem gefa sig. En hann tekur það samt ekki allt með í lokaupphæð sem er eðlilegt.

Svo er hann alltaf að reyna að fá eitthvað út úr umboðinu. COME ON bíllinn er úr ábyrgð, þú ert 7 árum of seinnnnn.

Þessi náungi er eins og þeir sem kaupa sér hlutabréf í einu fyrirtæki sem fellur síðan fljótlega aftur í verði og skilja síðan ekkert í því af hverju þeir tapa og fara grénjandi í Séð og Heyrt.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 15. Oct 2002 19:33 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Nákvæmlega það sem mér finnst, ekki svo mikið á fimm árum og þetta er það sem nýjir bílar rýrna um árlega.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 45 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group