bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýr meðlimur sem langar að kaupa bmw
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18972
Page 1 of 1

Author:  M3 POWER [ Mon 11. Dec 2006 20:36 ]
Post subject:  Nýr meðlimur sem langar að kaupa bmw

Sælir. Málið er það að Matti felagi minn sem er félagi herna a kraftinum er búinn að smita mig af bmwdellunni sem er bara nokkuð gott held ég nema það að ég á ekki bmw í dag, ég átti JJ-017 (lorenz) áður en honum var breytt í geimskutlu en þegar ég kaupi hann þá var hellingur að honum enda var hann búinn að standa helling og það stóð alltaf til að gera hann upp en strákurinn sem á hann í dag langaði bara svo rosalega mikið í hann að hann gerði tilboð í hann sem ég gat bara ekki hafnað en sé reyndar eftir því, þannig að ég verð greinilega að redda mér öðrum bmw. Núna á ég mustang gt sem er búið að setja cobru mótor í og er klikkaður bíll og allt það, en maður getur bara notað hann svo lítið að hann grotnar bara niður, þannig að ég er að spá í að selja hann og var að spá í að reyna að flytja inn M3, ég er búinn að vera að skoða bíla á autoscout en ég hef aldrei staðið í því að flytja inn bíl og veit voðalega lítið um það og var að vonast til að þið gætuð sagt mér eitthvað um það til dæmis hvað tollurinn er mikil á svona bílum og fleira sem gott er að vita um svona dæmi.

Author:  IceDev [ Mon 11. Dec 2006 20:38 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/innflutningur/

Author:  Eggert [ Mon 11. Dec 2006 20:39 ]
Post subject: 

Ef þú vilt mann í það fyrir þig, þá notarðu annað hvort Georg Úranus eða Smára í Hamburg. Notaðu leitina til þess að finna nánari upplýsingar um þá.

Síðan þegar þú ert að leita á autoscout.de og mobile.de og vilt vita hvað lokaverð gæti verið, þá notarðu BMWkrafts reiknivélina... mjög einföld.

http://www.bmwkraftur.is/innflutningur

Það er yfirleitt lítið hægt að prútta í .de, svo ekki reikna með einhverjum staðgreiðsluafsláttum. Þessir ofangreindu menn eru held ég að taka 150 þús kall í þóknun fyrir að skoða bíla þangað til að þú finnur þann rétta, kaupa hann og koma honum í skip.

Author:  M3 POWER [ Mon 11. Dec 2006 20:45 ]
Post subject: 

En hvort mælið þið með 3,0 eða 3,2 eg hef heyrt að 3,2 bili meira

Author:  IceDev [ Mon 11. Dec 2006 20:46 ]
Post subject: 

Þú ert s.s að tala um E36

Það er náttúrulega einn hérna til sölu sem er í toppstandi.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=16706

Author:  Eggert [ Mon 11. Dec 2006 20:50 ]
Post subject: 

M3 POWER wrote:
En hvort mælið þið með 3,0 eða 3,2 eg hef heyrt að 3,2 bili meira


Er þetta ekki svo gott sem sami mótor? Ég myndi allavega ekki fá mér 3.0.

Author:  M3 POWER [ Mon 11. Dec 2006 20:55 ]
Post subject: 

Ja e36 eg er buinn að skoða hann og hann er svalur og allt en mig langar bara miklu frekar i 2 dyra coup eg er buin að vera að braska mikið með bila og er orðinn þeyttur a þvi nuna ætla eg að kaupa bil sem eg ætla að eiga og utaf þvi þa er eg mjog snobbaður og ætla að taka mer tima i það að fynna retta bilinn og eg þarf að selja mustangin fyrst

Author:  M3 POWER [ Mon 11. Dec 2006 21:03 ]
Post subject: 

Matti felagi minn atti harttop m3 3,0 og hann virkaði þokka lega en var samt orðinn half slappur en hann lett gera upp heddið i honum held að hann hafi orði einhvað skari eftir það.Veit einhver einhvað hvar hann er nuna eg heyrði að hann væri i steik nuna er einhvað að marka það

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/