bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Z-Eigendur sem vilja filma.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18931
Page 1 of 3

Author:  Sezar [ Sun 10. Dec 2006 13:25 ]
Post subject:  Z-Eigendur sem vilja filma.

Einn góður maður á skoðunarstöð hér í bæ tjáði mér nokkuð sem ég vissi ekki varðandi filmaðar hliðarrúður á Roadsternum.
Getur vel verið að þið vitið þetta fyrir :wink:

En reglugerðin segir að leyfilegt sé að setja filmur í -hliðarrúðu nr 2. Þ.e.a.s á Z-unum(og öðrum tegundum liklega) má sem sagt ekki dekkja litla þríhyrnda gluggann við spegilinn. En hliðarrúðuna sjálfa má surta til helvítis þar sem hún er 2-rúða.. :wink:
En auðvitað fallegast að setja ljóst bara...auðvitað í litla gluggann líka :roll:

Vildi bara deila þessu með ykkur..

Image

Author:  Ingsie [ Sun 10. Dec 2006 13:28 ]
Post subject: 

Er það ekki þannig. Að það megi ekki vera dökkt fyrir framan ökumann.. Eða eitthvað álíka :/

Author:  Sezar [ Sun 10. Dec 2006 13:35 ]
Post subject: 

Las þetta hjá þeim.
Semsagt ekki filma framrúðu og fyrstu hliðarrúðu...sem er sú litla.
Ef þú ert stoppuð(aður). með allt svart þarftu bara að skafa þá litlu. :wink:

Author:  BjarkiHS [ Sun 10. Dec 2006 13:56 ]
Post subject: 

reglugerðinni var breytt í fyrra..
nú er það þannig að það má ekki dekkja rúður sem eru framar en bak ökumannssætis :?

Author:  IceDev [ Sun 10. Dec 2006 14:06 ]
Post subject: 

Ég myndi nú frekar bara sleppa því heldur en að hafa það svoleiðis...

Myndi koma hrikalega út held ég

Author:  Benzer [ Sun 10. Dec 2006 14:12 ]
Post subject: 

Ég var stoppaður um daginn vegna þess að ég er með svartar filmur i z-unni og ég bennti löggunni á þetta með að rúða nr 2 mætti vera filmuð en hann sagði við mig að það væri búið að breyta reglunum i að það má ekki hafa dökkar rúður frá fremstu hliðarrúðu og allveg að gluggapóstinum...En ég bennti honum á að það væri ekki gluggapóstur í mínum bíl og hann bara hló og sagði að ég vissi allveg hvað hann var að meina :)

Author:  Aron Fridrik [ Sun 10. Dec 2006 14:38 ]
Post subject: 

ein spurning samt.. þarf maður að vera með hliðarúður þegar maður fer með bílinn í skoðun ?

ef ekki þá myndi ég bara skrúfa rúðurnar niður og taka öryggið úr fyrir rafmagnsrúðurnar :lol:

Author:  burgerking [ Sun 10. Dec 2006 14:42 ]
Post subject: 

Jrourke wrote:
ein spurning samt.. þarf maður að vera með hliðarúður þegar maður fer með bílinn í skoðun ?

ef ekki þá myndi ég bara skrúfa rúðurnar niður og taka öryggið úr fyrir rafmagnsrúðurnar :lol:


Aronandrew var ekki með sínar í þegar hann fór í skoðun :P sagði að þær væru "í viðgerð" :lol:

Author:  Aron Fridrik [ Sun 10. Dec 2006 14:44 ]
Post subject: 

tók hann þær bara alveg úr ? :shock:

Author:  Benzer [ Sun 10. Dec 2006 14:51 ]
Post subject: 

Skoðunar maður hér i eyjum sagði að það er ekki skylda að vera með hliðarrúður í skoðuninni...ef þú ætlar að taka þær úr sambandi þá verður rúðan allveg að hverfa ofaní hurðina,

Author:  ValliFudd [ Sun 10. Dec 2006 16:26 ]
Post subject: 

Quote:
Óheimilt er að þekja framrúðu og hliðarrúður sem eru framar en bak ökumannssætis í öftustu stöðu að hluta til eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.


Quote:
"Óheimilt er að hafa hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúður sem takmarkað geta útsýn."

Author:  Lindemann [ Sun 10. Dec 2006 16:32 ]
Post subject: 

Jrourke wrote:
ein spurning samt.. þarf maður að vera með hliðarúður þegar maður fer með bílinn í skoðun ?

ef ekki þá myndi ég bara skrúfa rúðurnar niður og taka öryggið úr fyrir rafmagnsrúðurnar :lol:


Verður að taka þær alveg úr.....þær verða að virka ef þær eru í.

Author:  Aron Fridrik [ Sun 10. Dec 2006 16:33 ]
Post subject: 

hvað með þessa smók tækni.. þannig að rúðan verði dökk ekki filmuð ?

Author:  gunnar [ Sun 10. Dec 2006 17:29 ]
Post subject: 

Shit hvað ég myndi ekki nenna að taka rúðurnar mínar úr fyrir skoðun :lol:

Author:  IngóJP [ Sun 10. Dec 2006 17:48 ]
Post subject: 

ert smástund af því

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/