bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

"refurbishing" á felgum seinni hluti! Áliðjan!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=189
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 11:29 ]
Post subject:  "refurbishing" á felgum seinni hluti! Áliðjan!

Sælir.

Ég hringdi í Áliðjuna og talaði þar við mjög kurteisann og hjálpsamann mann.

Hann tjáði mér að þeir gætu gert við flest allar skemmdir, ekki nóg með það heldur myndu þeir gera við skemmdirnar og gætu svo sent felgurnar frá sér annað í frágang þannig að þú þarft ekki að gera neitt nema koma þessu til þeirra og þeir afhenda þær svo tipp topp tilbaka. Kannski kostar þetta eitthvað meira, en þetta er vel þess virði að athuga fyrir okkur sem eigum gamlar felgur sem við viljum nota áfram.

Þeir taka þær eðlilega bara dekkjalausar og mælar þær meira að segja upp, þannig að allur balance og slíkt verður í lagi eftir viðgerðina.

Þetta finnst mér frábært. Sæmi ber þeim líka vel söguna.

Þetta heitir Áliðjan, Vesturvör 26, Kópavogi. Sími: 5544720.

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 11:32 ]
Post subject: 

OG eitt í viðbót!

Þeir geta líka pólerað rimina ef hún er ekki ílla farin!!!

Sæmi, hvenær gæti ég fengið lánaðar felgur hjá þér? :lol:

Author:  Djofullinn [ Wed 16. Oct 2002 11:35 ]
Post subject: 

Frábært! Ég þarf einmitt að láta rétta eina felguna mína og laga kantinn á þeim öllum :) Gott hjá þér og Sæma að fræða okkur um þetta!

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 11:39 ]
Post subject: 

Og gott hjá þeim að rembast við að laga þetta!

Author:  Djofullinn [ Wed 16. Oct 2002 11:41 ]
Post subject: 

Hehe já :D Þú spurðir hann ekkert um verð á póleringu?

Author:  Kull [ Wed 16. Oct 2002 11:52 ]
Post subject: 

Fékkstu ekkert verð á þetta? Endilega láta okkur vita hvað þetta kostar þegar þú ert búinn að þessu. Ég á tvær auka felgur sem eru nokkuð rispaðar, væri flott að láta gera við þær og eiga til vara ef þetta kostar ekki of mikið.

Author:  Bjarki [ Wed 16. Oct 2002 12:08 ]
Post subject: 

Þegar þið verðið búnir að láta gera felgurnar ykkar eins og nýjar hverjum treystiði þá til að setja dekkin á?
Mér finnst alltaf eins og íslenskir dekkjaverkstæðismenn séu bara fúskarar upp til hópa.

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 12:16 ]
Post subject: 

Ég fer í TB og þeir setja dekkin á!

Hann vildi ekki gefa mér upp verð nema sjá felguna. Hann sagði að það gæti farið mjög eftir því hve slitinn hún er og hvernig hún er innan við rim.

Sæmi er búin að láta laga eina, hvað kostaði það hjá þér Sæmi?

Ef má spyrja... :D

Ég skal láta vita þegar ég er búin að þessu, þetta gæti þó tekið mig smá tíma. Þarf að taka dekkin af o.s.frv... Og ég gæti trúað að það kosti eitthvað að láta þá sjá um þetta allt saman. En ég myndi bara fara og fá tilboð hjá þeim. Ef það er óhagstætt þá kaupir maður auðvitað bara felgur hjá Sæma. En miðað við það sem ég hef verið að sjá erlendis þá er algengt að þetta kosti 5000 þús á felgu.

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 12:18 ]
Post subject: 

Og hvað þig varðar KULL þá ert þú bara með rispaðar felgur og EKKERT mál að laga þær! Þú værir í mjög góðum málum með sex felgur af sömu gerð, eina auka að fram og aftan.

Author:  Kull [ Wed 16. Oct 2002 12:58 ]
Post subject: 

Já, það er flott að hafa auka ef maður skyldi lenda í einhverju óhappi. Annars sér nú aðeins á felgunum sem eru undir honum, eru orðnar aðeins steinbarðar, væri gaman að taka þær í gegn og hafa skínandi.

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 13:07 ]
Post subject: 

Þú getur bara látið gera það þegar þú setur vetrarfelgurnar undir!

Author:  saemi [ Wed 16. Oct 2002 13:15 ]
Post subject: 

Mig minnir að þetta hafi kostað 2000 kall frekar en 3000 kall. Felgan var beygluð inn á kantinum, það þurfti að pressa kantinn aftur út. Það þurfti líka að renna hana líka til að ná rispunum af. Ég vara barastahh sáttur við þetta.

Ég er svo heppinn að félagi minn vinnur á Dekkjaverkstæði, og þar sem hann er forfallinn bílakall, og líka með nokkrar heilafrumur í háaloftinu þá er ég aldrei hræddur um að dótið mitt sé skemmt :roll:

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 14:00 ]
Post subject: 

2 eða 3 þús er MJÖG FLOTT!

Author:  Kull [ Wed 16. Oct 2002 15:24 ]
Post subject: 

Verst að maður þarf að taka dekkin af, það kostar slatta að umfelga þetta. Það er ekki allir sem geta umfelgað 18" felgur en ég fór síðast á nýja dekkjaverkstæðið hjá Heklu og lét þá umfelga. Þeir eru með sérstaka plastbúta sem þeir setja á vélarnar til að rispa ekki felgurnar. Það virkaði fínt og sást ekkert á felgunum en þetta var soldið dýrt.

Author:  bebecar [ Wed 16. Oct 2002 15:27 ]
Post subject: 

Hvað kostaði það?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/