Bjarki, það þýðir ekki að hræðast hlutina bara því aðrir hafa sagt eitthvað slæmt um þá. Eins og þú veist þá er alltaf hægt að lenda á slæmum eintökum, hvort sem það er 4,6,8 eða 12 cylindra.
Áður en ég keypti minn, þá spurðist ég mikið fyrir t.d. í B&L og þeir sögðu að almennt væri 12 cylindra vélin að standa sig mjög vel, en að sjálfsögðu myndi bila eins og allt annað
Eins og Sveinbjörn sagði, þá er það aðallega rafkerfið sem bilar, enda ekki auðvelt fyrir alla, annars eru þetta pottþéttar vélar. T.d. var ekkert annað að minni vél nema sambandsleysi í FSU og þar af leiðandi fékk ein bensíndælan ekki samband. Annars er hún að virka fínt, nema mætti skipta um þetta basic s.s kveikjulok og kerti, en það er að mínu mati eðilegt viðhald.
En annars er ég kannski búinn að eiga og keyra bílinn of lítið til að vera hrósa vélinni eitthvað en samt........
Einnig slær ekkert það út, þegar eitthver spyr hvernig vél sé í bílnum og maður segir 12 CYL.

Ég man núna um daginn þá ég var í Bílanaust (Höfði) og var að láta hann fletta upp kveikjulokum og kertum fyrir mig og hann hélt bara að þetta væri 6 cyl. en varð rosalega áhugasamur þegar ég sagði rétt frá og vildi fá að vita fullt um vélina - fannst þetta alveg magnað
* Kannksi er ástæðan fyrir að ég sé svona sáttur, er sú að ég VILL alltaf vera gera eitthvað við bílana mína hvort sem það er vélarvinna eða annað. Ég er bara vanur því og hef mikinn áhuga á öllum vélum og finnst mjög gaman að studera þær - hvað þá gera við eða betrumbæta
Ég held að ég gæti barasta ekki átt bíl sem maður þarf ekkert að hugsa um - bara setja í gang og keyra, hvað er gaman við það
