bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýji "Mercedes Benz SLR McLaren" á landinu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1882
Page 1 of 3

Author:  O.Johnson [ Thu 03. Jul 2003 19:03 ]
Post subject:  Nýji "Mercedes Benz SLR McLaren" á landinu

Arftaki gamla Mercedes Benz SLR bílsins er á landinu. Hann er ekki komin á
markað (kemur eftir 2 mánuði eða 2 ár, man ekki hvort var) og er hér
einungis fyrir myndatökur. Komið var með hanní gámi upp í vinnu (Ræsir) í
gær. Hann var allur dulbúinn að framan, aftan og á hliðunum. Núna er hann
geymdur í læstum skúr í portinu hjá Ræsi og búið er að setja plast í alla
glugga til að enginn geti séð hann. En í dag var honum ýtt út fyrir closeup
myndatökur og þá fékk maður að sjá gersemina. V8, 635 hö, allt úr carbon
fiber, hurðarnar opnast upp eins og á McLaren F1, tvöfalt púst báðu meginn
(kemur út fyrir aftan framhjólin), rauð innrétting :?. Einnig heyrði ég að hann
muni aðeins vera framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi. Hér er á ferð
sannkallaður OFURSPORTARI. Og að sjálfsögðu prófaði maður að reikan út
hvað hann myndi kosta kominn hingað, 45 milljónir, + - 5 milljónir.

Image
Image
Image
Image
Hérna er hann dulbúinn

Author:  Helgii [ Thu 03. Jul 2003 19:06 ]
Post subject: 

Heyrðu já takk.. ég fæ einn :)

Author:  arnib [ Thu 03. Jul 2003 19:07 ]
Post subject: 

:drool:

Author:  Alpina [ Thu 03. Jul 2003 19:19 ]
Post subject: 

þetta er áhugavert ,,,,,,,, vildi að maður gæti séð þennan bíl...
en þetta slær samt út alla þá órustu drauma og fagmennsku sem undirritaður hefur séð lengi,og var sett inn á spjallið af ágætum meðlim
kraftsins í vor::::::::::::::


http://forums.vwvortex.com/zerothread?id=848531

Sv.H

Author:  bebecar [ Thu 03. Jul 2003 20:17 ]
Post subject: 

Flott gírstöng!

Gaman að heyra af þessu... þetta verður mjög forvitnilegur bíll og gaman að sjá hvernig honum reiðir af í samkeppni við Enzo og og Porsche Carrera GT.

Author:  Raggi M5 [ Thu 03. Jul 2003 20:24 ]
Post subject: 

Snilld hvernig hann er settur í gang :D

Author:  benzboy [ Thu 03. Jul 2003 20:59 ]
Post subject: 

:bow: :clap: :burnout:

Author:  GHR [ Thu 03. Jul 2003 21:19 ]
Post subject: 

Já þetta er allmagnað tæki!!!!

Author:  O.Johnson [ Thu 03. Jul 2003 22:46 ]
Post subject: 

En því miður var sérstaklega tekið fram að það væri stranglega bannað að
setja hann í gang.

Mikið djöfull langaði mig að heyra hljóðið í honum.

Author:  bjahja [ Thu 03. Jul 2003 23:44 ]
Post subject: 

'Uúúúú, það væri ekki leiðinlegt að taka í hann :twisted:

Author:  Óðinn [ Fri 04. Jul 2003 09:53 ]
Post subject: 

Félagi minn er að vinna við þessa myndatöku og sagði að bíllinn væri geðveikur.
Ég spurði hann hvort hann gæti ekki tekið myndir af honum fyrir mig en það er víst kona sem situr yfir bílnum allan daginn, killer vinna það.
Svo sagði hann að bílinn ætti að kosta 30 millur úti þó ég viti ekki hversu nákvæm sú tala er, en þessi bíll sem er hérna er víst einn með öllu.

Author:  iar [ Fri 04. Jul 2003 10:29 ]
Post subject: 

Hvernig ætli það sé að vera stopp með opnar hliðarrúður svona með pústið fyrir aftan framhjólin? :roll:

PS: flottur bíll annars. ;-)

Author:  hlynurst [ Fri 04. Jul 2003 10:32 ]
Post subject: 

Bara hamingja... :wink:

Author:  Kristjan [ Fri 04. Jul 2003 12:07 ]
Post subject: 

Ég er alvarlega að hugsa um að stela þessum bíl með valdi!

Ég er farinn að ná í Benelli vin minn og hlaða hann með Nitro Magnum Buckshot.

Sjáumst á litla hrauni

Author:  saemi [ Fri 04. Jul 2003 13:29 ]
Post subject: 

Frábært að hafa innanhúsmann þarna til að láta vita!

Úff hvað það væri gaman að sjá þennan grip.

Sæmi

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/