bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW fréttir.............. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18742 |
Page 1 of 2 |
Author: | adler [ Thu 30. Nov 2006 14:19 ] |
Post subject: | BMW fréttir.............. |
Ég var stoppaður á mínum í gær og ég sagði bróður minum frá því og hann sendi mér þennan póst ![]() Nú verða sagða BMW fréttir "Óttuðust aðgerðir þeirra sem stóðu að fíkniefnainnflutningi í BMW-bifreið" Aðalmeðferð í máli fimm manna sem eru ákærðir í tengslum við smygl á miklu magni af amfetamíni og hassi í BMW-bifreið í Sundahöfn um síðustu páska hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Skýrslutöku er lokið yfir tveimur mannanna og segir annar þeirra að hann hafi ekki vitað um fyrirhugaðan innflutning á fíkniefnunum fyrr en hann var kominn út til Belgíu til að skoða BMW-bifreiðina vegna innflutnings á henni. Hinn maðurinn sagði við skýrslutöku í morgun að það væru menn í Hollandi og Belgíu sem hafi staðið á bak við smyglið. Maðurinn sem var sendur út til að skoða bílinn í Belgíu sagði í morgun að hann hafi ekki vitað að það ætti að flytja fíkniefni í bifreiðinni fyrr en hann hafi verið búinn að ljúka erindum sínum varðandi skoðun á bílnum. Hann fékk upplýsingar um að það ættu að vera fíkniefni í bílnum kvöldið áður en hann fór sjálfur heim til Íslands með flugi. Hann sagðist hafa verið hræddur við að segja lögreglu frá því af ótta við mennina sem fengu hann til þess að fara til Belgíu. Maðurinn skrifaði undir afsal á bifreiðinni í Belgíu og sagði í skýrslutöku að hann hafi verið hræddur í þessum fíkniefnaheimi. Hann tók það fram að hann hefði ekki flutt bifreiðina til landsins ef hann hefði vitað að það væru fíkniefni í henni. Þegar hann hafi áttað sig á því þá hafi hann ekki þorað að segja frá því. Hinn maðurinn sem kom fyrir dóm í morgun sagði að það væru menn í Hollandi og Belgíu sem höfðu skipulagt innflutninginn en hann vildi ekki greina frá nöfnum þeirra þar sem hann óttaðist aðgerðir gegn sér og fjölskyldu sinni. Hann margítrekaði undir yfirheyrslum í dag að það væri of hættulegt fyrir hann að greina frá þætti annarra í þessu máli af sömu ástæðu en hans hlutverk var að koma til Íslands og taka fíkniefnin úr bifreiðinni. Þetta var hann að gera þegar hann var handtekinn ásamt fleirum um síðustu páska. Aðalmeðferð málsins stendur enn yfir og verða teknar skýrslur af hinum þremur sem einnig eru ákærðir í málinu í dag. "Ökufantur handtekinn" Lögreglan í Keflavík handtók í morgun ökumanninn sem mældist aka á 201 km hraða eftir Reykjanesbrautinni í nótt. Ökumaðurinn náði að stinga lögregluna af en hún náði hinsvegar bílnúmerinu og hafði hún uppi á ökumanninum er hann var mættur til vinnu í morgun. Maðurinn er núna í yfirheyrslu en ökutækið, svört BMW-bifreið, er ófundin. Ertu svo hissa á því að vera stoppaður á BMW ![]() ![]() ![]() |
Author: | ValliFudd [ Thu 30. Nov 2006 14:26 ] |
Post subject: | |
bara með að taka svona hálft ár aftur í tímann af fréttum sem eru stílaðar beint á BMW, gætirðu sprengt plássið sem hýsir spjallið okkar ![]() |
Author: | elli [ Thu 30. Nov 2006 14:35 ] |
Post subject: | |
Virðist mikið loða við bimmana að það þurfi að taka fram á kvaða apparati brotið var framið, hvort sem það er innflutningur efna eða hraðakstur. Þetta sést ekki með aðrar tegundir. ![]() ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 30. Nov 2006 15:17 ] |
Post subject: | |
þetta er allt E32 að kenna ![]() |
Author: | ValliFudd [ Thu 30. Nov 2006 15:19 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: þetta er allt E32 að kenna
![]() það sem mér finnst allra fyndnast er að þessir bjánar eru ENN að reyna að smygla inn dópi í kolsvörtum shadowline bmw ![]() Og skilja líklega ekki af hverju í ósköpunum tollararnir föttuðu þetta ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 30. Nov 2006 15:33 ] |
Post subject: | |
ég man eftir nokkrum af þessum málum, "sportbifreiðin" er 318is bíll, sem Sezar átti og varð svo fazmó mobile og lifir núna í rauða bílnum sem umræðurnar voru um um daginn, bíllin sem stútaði öllumn hinum bílunum var 735i E32, rann til í hálku endaði inn á bílastæði og fór ansi illa með japönsku vísitölubílana sem voru á stæðinu, félagi minn reif bílin |
Author: | Jói [ Thu 30. Nov 2006 16:53 ] |
Post subject: | |
Spurning hvort þetta eigi eingöngu við um að BMW séu "nafngreindir" í blöðunum. Ég veit vel að þetta á ekki við um Toyota, VW eða Mazda. En ég held þetta eigi jafnvel við dýrari tegundir, líkt og BMW, Lexus, Benz og eitthvað slíkt. |
Author: | ValliFudd [ Thu 30. Nov 2006 16:54 ] |
Post subject: | |
Jói wrote: Spurning hvort þetta eigi eingöngu við um að BMW séu "nafngreindir" í blöðunum. Ég veit vel að þetta á ekki við um Toyota, VW eða Mazda. En ég held þetta eigi jafnvel við dýrari tegundir, líkt og BMW, Lexus, Benz og eitthvað slíkt.
oftast sagt "sportbíll" eða eitthvað í þá áttina þegar það er camaro og eitthvað svoleiðis dótarí ![]() |
Author: | IngóJP [ Thu 30. Nov 2006 17:58 ] |
Post subject: | |
ValliFudd wrote: Jói wrote: Spurning hvort þetta eigi eingöngu við um að BMW séu "nafngreindir" í blöðunum. Ég veit vel að þetta á ekki við um Toyota, VW eða Mazda. En ég held þetta eigi jafnvel við dýrari tegundir, líkt og BMW, Lexus, Benz og eitthvað slíkt. oftast sagt "sportbíll" eða eitthvað í þá áttina þegar það er camaro og eitthvað svoleiðis dótarí ![]() eða Honda Civic ![]() |
Author: | Jonni s [ Thu 30. Nov 2006 18:21 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: ég man eftir nokkrum af þessum málum,
bíllin sem stútaði öllumn hinum bílunum var 735i E32, rann til í hálku endaði inn á bílastæði og fór ansi illa með japönsku vísitölubílana sem voru á stæðinu, félagi minn reif bílin Getur verið að þetta hafi verið bíll sem ég átti. Svartur, beinskiptur 730 reyndar. Númerið á honum var ST 363. |
Author: | Schulii [ Thu 30. Nov 2006 19:06 ] |
Post subject: | |
_Halli_ wrote: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687924
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=687693 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=548888 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=536547 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=531800 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=477378 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=357286 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=353786 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=218923 Alltaf er minnst á BMW ![]() Þetta er frábær samantekt! Segir ansi mikið finnst mér. |
Author: | Arnar 540 [ Thu 30. Nov 2006 19:23 ] |
Post subject: | |
sjáiði fyrir ykkur.. frétt á borð við þessa Lögreglan gerði tilraun tilað stoppa ökuníðing á 234kmh á reykjanesbraut kl 3 í nótt ökumaðurinn var handtekin þegar leið að morgni.. Blá skoda bifreið enn ó fundinn eða maður reyndi að flytja inn 3kg af amfetamíni i sætisbaki á polo bifreið fyrr í mánuðinum... and on and on.. það verður alltaf tekið framm ef það er Bmw þetta heitir einelti i garð bmw eiganda.. þetta á upptökin þegar stóra fíkniefnamálið kom i ljós áttu allir sem þar að komu stóran bmw og á sama tima vastu ekki díler nema eiga bmw þannig að humm afhverju er þetta orð á bmw? i guess? ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 30. Nov 2006 19:23 ] |
Post subject: | |
Jonni s wrote: íbbi_ wrote: ég man eftir nokkrum af þessum málum, bíllin sem stútaði öllumn hinum bílunum var 735i E32, rann til í hálku endaði inn á bílastæði og fór ansi illa með japönsku vísitölubílana sem voru á stæðinu, félagi minn reif bílin Getur verið að þetta hafi verið bíll sem ég átti. Svartur, beinskiptur 730 reyndar. Númerið á honum var ST 363. þetta var 735 |
Author: | Arnarf [ Thu 30. Nov 2006 19:46 ] |
Post subject: | |
En hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að nota BMW til að flytja inn fíkniefni? Held að það sé ekkert til að bæta líkurnar að komast í gegnum tollinn. Annars hef ég einu sinni verið stoppaður í check, það var í Janúar á þessu ári. Fyrir utan það hef ég aldrei verið stoppaður á bílnum mínum. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |