bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

kem ekki bílnum í gang
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18669
Page 1 of 3

Author:  mjamja [ Mon 27. Nov 2006 15:47 ]
Post subject:  kem ekki bílnum í gang

ég er á 520 98. árg og ég lagði bílum yfir nótt með frekar lítið bensín í tanknum og núna kem ég honum ekki í gang....

ég er búinn að prófa að setja meira bensín á hann, dettur ykkur e-ð í hug?

Author:  ValliFudd [ Mon 27. Nov 2006 15:49 ]
Post subject: 

ekki að ég geti nú eitthvað hjálpað þér, þá held ég að gúrúarnir hérna myndu vilja örlítið meira info en þetta til að geta skotið á eitthvað..:)

Author:  mjamja [ Mon 27. Nov 2006 15:59 ]
Post subject: 

hvað meira get ég látið fylgja með? :?

bíllinn hefur aldrei verið erfiður í gang og er nýlega yfirfarinn þar sem allt var í góðu standi.

Það voru svona 5-10 lítrar í tankinum þegar ég lagði bílnum fyrir 3 dögum, svo fór ég og setti 10 lítra í viðót á bílinn í fyrradag. það var sagt við mig niðrá bensínstöð að það gæti e-ð verið frosið og það myndi lagst þegar yrði hlýrra. í dag er 5 gráðu hiti og bíllinn fer ekki enn í gang.

vona að þetta hjálpi :)

Author:  gstuning [ Mon 27. Nov 2006 16:02 ]
Post subject: 

Búinn að setja ísvara í tankinn?

Er startarinn að snúa vélinni?
Ertu að fá neista?
Bensín?

Author:  mattiorn [ Mon 27. Nov 2006 16:03 ]
Post subject: 

Hvort startar hann ekki eða fer ekki í gang?

smá munur þar á :wink:

Author:  ///M [ Mon 27. Nov 2006 16:16 ]
Post subject: 

held það sé nú temmilega augljóst ef textinn er lesinn að startarinn snýr....

Author:  Los Atlos [ Mon 27. Nov 2006 17:00 ]
Post subject: 

ég held að bíllinns ég bara "veikur" hjá þér.
þetta kom fyrir bílinn hjá mér, ég var búinn að reina að starta í 1-2 mín og ekkert gekk. fór síðan inn í hús að gera eitthvað, reindi síðan aftur 10 min síðar og bíllinn rauk í gang og hefur gengið án vandræða síðan

Author:  BjarkiHS [ Mon 27. Nov 2006 17:05 ]
Post subject: 

bensíndæla ?

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Nov 2006 17:19 ]
Post subject: 

Los Atlos wrote:
ég held að bíllinns ég bara "veikur" hjá þér.
þetta kom fyrir bílinn hjá mér, ég var búinn að reina að starta í 1-2 mín og ekkert gekk. fór síðan inn í hús að gera eitthvað, reindi síðan aftur 10 min síðar og bíllinn rauk í gang og hefur gengið án vandræða síðan


þetta hlýtur að vera með betri bilanagreiningum sem ég hef heyrt i langan tíma, kannski var bíllin bara bad hair day hjá greyjinu, strjúktu honum um gluggapóstana og prufaðu síðan að starta, gæti líka duga að fara með 13 aldar þulu og hoppa á einum fæti í 4 daga og 4 nætur,

en grínlaust þá gæti líka verið sniðugt að hringja í Tb eða B&L og fá tíma og láta flytja bílin þangað með krók,

starta bíllin eða skeður ekkert þegar þú snýrð lyklinum? ertu búin að prufa að gefa bílnum start? rafgeymar eiga það til að beila þegar það fer að frjósa

Author:  mattiorn [ Mon 27. Nov 2006 17:34 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
Los Atlos wrote:
ég held að bíllinns ég bara "veikur" hjá þér.
þetta kom fyrir bílinn hjá mér, ég var búinn að reina að starta í 1-2 mín og ekkert gekk. fór síðan inn í hús að gera eitthvað, reindi síðan aftur 10 min síðar og bíllinn rauk í gang og hefur gengið án vandræða síðan


þetta hlýtur að vera með betri bilanagreiningum sem ég hef heyrt i langan tíma, kannski var bíllin bara bad hair day hjá greyjinu, strjúktu honum um gluggapóstana og prufaðu síðan að starta, gæti líka duga að fara með 13 aldar þulu og hoppa á einum fæti í 4 daga og 4 nætur,



:lol2:

Eðall, algjör eðall =D>

Author:  draggi [ Mon 27. Nov 2006 17:42 ]
Post subject: 

A,T,H bensín og neista það er svona byrjun :!:

Author:  mattiorn [ Mon 27. Nov 2006 17:47 ]
Post subject: 

er hann kannski sjálfskiptur og ert með á ""D"" en ekki ""P"

:gay:

Author:  gunnar [ Mon 27. Nov 2006 17:52 ]
Post subject: 

Ég lenti nú í því með appelsínugula E30 einu sinni að hann vildi ekki í gang, lagðist ofan í húddið á honum og endaði með því að dúndra niður húddinu svo fast að það nötraði allt draslið. Viti menn draslið fór í gang eftir það :x

Author:  mjamja [ Mon 27. Nov 2006 18:12 ]
Post subject: 

Los Atlos wrote:
ég held að bíllinns ég bara "veikur" hjá þér.
þetta kom fyrir bílinn hjá mér, ég var búinn að reina að starta í 1-2 mín og ekkert gekk. fór síðan inn í hús að gera eitthvað, reindi síðan aftur 10 min síðar og bíllinn rauk í gang og hefur gengið án vandræða síðan


lol

startarinn snýr vélinni og ég held ég fái neista(hvernig veit ég það)

og hann er í P :lol: :wink:

Author:  draggi [ Mon 27. Nov 2006 18:18 ]
Post subject: 

taka kerta hettu af settu skrújárn uppi og láttu einhvern halda því svona 3mm frá einhverju járni á billum og svo starta þá á að koma neisti :idea:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/