bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 22:34

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Sælt veri fólkið ákvað að búa til nýjann þráð...

þetta er gömul grein sem ég skrifaði og var látin Blýfæti í té en er sögð hér til fróðleiks fyrir þá sem hafa áhuga á einum ..alfrægasta lögreglubíl Evrópu já og þó víðar væri leitað

...................... FERRARI ................................


Á Rimini ströndinni á Ítalíu býr maður að nafni Alberto Capelli, er hann eigandi afar sjaldgæfs bíls sem er án vafa sá eini í veröldinni. Bíllinn tilheyrði á sínum tíma Polizia Stradale í Rómarborg og er af gerðinni Ferrari 250 GTE, Squadra Corse, Scuderia Pantere Storiche Polizia.

Á sínum tíma, 1962, þegar ökumenn voru ansi villtir og fóru í engu að lögum og reglum ákvað lögregluembættið í Róm að fá sér tvö stykki Ferrari sem “chase-car” og 22. nóvember voru embættinu afhentir 2 svartir 250 GTE íklæddir lögreglubúning með sírenum og hvaðeina sem því fylgir. Í hesthúsinu var V-12 2.9 lítra með þreföldum Weber blöndungum sem gáfu 240 hestöfl. Til allrar óhamingju eyðilagðist annar bíllinn samdægurs í bílaeltingarleik og komst málið á forsíður allra dagblaða með SCANDALE feitletrað sem fyrirsögn.
Til að vekja ekki úlfúð meðal almennings var hinn bíllinn tekinn úr umferð í hvelli og settur bakvið lás og slá. Þá kemur til sögunnar maður að nafni Armando Spatafora sem var einskonar “Dirty Harry” lögreglunnar í Róm. Þessi nagli og harðjaxl heimtaði Ferrari bílinn og fékk, með því skilyrði að hann einn væri ökumaður og enginn annar.
Sagan segir að hann hafi elskað bílinn útaf lífinu og staðið tíkina flata átján bláa alla daga. Þótti hann liðtækur ökumaður og eru til ansi margar heimildir úr eltingarleikjum sem enduðu á þann veg að sakborningarnir fengu fyrsta og síðasta rúntinn í Ferrari... og það í aftursætinu.
Ein frægasta sagan segir svo að hann hafi elt bófa niður hinar frægu Spænsku tröppur í Róm, akandi, og náð þeim. Þessum frægasta lögreglubíl Rómarborgar fyrr og síðar var lagt 1969.
Núverandi eigandi bílsins eignaðist bílinn fyrir algera heppni. Á hverju ári heldur ítalska lögreglan uppboð og eitt árið var Scuderia Pantera Storiche 250 GTE boðinn upp og Alberto Capelli keyrði heim á löggubílnum. Að eigin sögn voru þetta reyfarakaup. Bíllinn er í upprunalegu ástandi og er bara skipt um olíu og annað reglulegt viðhald. Eftir að Alberto eignaðist bílinn kom ýmislegt áhugavert í ljós, t.d. eru Weber 40 DCZ6 blöndungar í bílnum en ekki 40 DLC6 sem er á GTE. Þetta þýddi að vélin í bílnum gat verið 4 lítra útgáfan sem var í 330 LMB og Superamerica en ekki 2.9 lítrar, það gæti svo aftur á móti útskýrt óhappið á fyrsta degi... Ef svo er þá er verið að tala um 390 hestöfl, dæmigert hefði verið fyrir gamla mannin Enzo Ferrari að gera slíkt þar sem þetta var jú lögreglubíll. Sökum glataðra gagna frá fyrri áratugum er erfitt að staðfesta hvor vélin er í bílnum.
Þegar bílarnir voru pantaðir kom babb í bátinn, erfitt var að koma 4 fullorðnum fyrir í bílnum og Enzo vildi alls ekki breyta bílnum. Pininfarina leysti þetta vandamál snilldarlega með því að færa vélina framar og nota stærri upphengjur að framan og aftan.
Í dag er bíllinn sparibíll en er notaður reglulega. Vélin er eðlilega með miklum soghljóðum frá Weber blöndungunum og hljómar eins og sannur keppnismótor frá blómatíma LeMans, alvöru keppnishljóð! Ferrari bíllinn ber númeraplötuna Polizia 29444 og er eini slíki Ferrari bíllinn úr sögu Ítalíu sem til er í dag.
Til gamans má geta þess að Lögreglan í Róm er nýbúin að fá í sínar raðir Lamborghini Gallardo sem mun elta uppi hraðafíkla og mun án vafa rifja upp frægðarljóma Armando Spatafora á Ferrari 250 GTE.

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:14 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Helvíti athyglisverð saga :wink: En eru ekki til neinar myndir af kvikindinu :roll:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
ömmudriver wrote:
Helvíti athyglisverð saga :wink: En eru ekki til neinar myndir af kvikindinu :roll:


Jú farið inn á google

ég kann ekkert á svoleiðis

er ,,alger tölvu-risaeðla

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Image

Image

Image

Image

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Last edited by ömmudriver on Thu 23. Nov 2006 23:28, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000062.html
Google gaf mér þetta.. myndir sem þú líklega settir sjálfur inn hehe
Image


EDIT: tapaði.. demit hehe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
ValliFudd wrote:
http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000062.html
Google gaf mér þetta.. myndir sem þú líklega settir sjálfur inn hehe
Image


EDIT: tapaði.. demit hehe


bara flott á sínum tíma 8) 8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Nov 2006 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
ValliFudd wrote:
http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000062.html
Google gaf mér þetta.. myndir sem þú líklega settir sjálfur inn hehe
Image


EDIT: tapaði.. demit hehe


:whip:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group