bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tvöföldun á hringveginum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18580
Page 1 of 3

Author:  ValliFudd [ Wed 22. Nov 2006 10:35 ]
Post subject:  Tvöföldun á hringveginum

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1236660
Djöfull er ég ánægður með Sjóvá núna, það er að segja ef af þessu verður! :D

Quote:
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá, segir að félagið hafi áhuga á því að taka að sér fjármögnun á tvöföldun Suðurlandsvegar að Þjórsárbrú.


Ég myndi kalla þetta helvíti góða byrjun! 8)

Author:  ömmudriver [ Wed 22. Nov 2006 11:26 ]
Post subject: 

Já ég er bara sammála þér félagi, ef af þessu verður , þá er þetta kannski bara byrjunin :)

Author:  gstuning [ Wed 22. Nov 2006 11:47 ]
Post subject: 

Sjóva lánar því ríkinu peninga gegn vöxtum auðvitað :)

Author:  IngóJP [ Wed 22. Nov 2006 12:01 ]
Post subject: 

bara gott mál ef af þessu verður mér er alveg sama hvaðan peningarnir koma lengi sem þetta verður gert

Author:  adler [ Wed 22. Nov 2006 12:13 ]
Post subject: 

Það er vonandi að þeir hjá sjóvá geti klárað þetta og komið þessu í framkvæmd.

Ég er bara voðalega smeikur um það að flatrassarnir hjá vegagerðini og ráðuneytinu hafi ekki áhuga á því að taka þátt í þessu.

En maður verður nú samt að vona það besta.

Author:  Stanky [ Wed 22. Nov 2006 14:15 ]
Post subject: 

Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.

Mér finnst að þetta ætti að gerast, frekar en að vera bora göng fyrir einhverjar 300 hræður einhverstaðar út á landi. Það eru mörg þúsund bílar sem keyra þarna yfir hellisheiðina á hverjum degi.

Kv,
haukur

Author:  pallorri [ Wed 22. Nov 2006 14:24 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.


Pff ég keyrði nú þarna yfir hellisheiðina á sunnudaginn sl. á tæplega eins tonna bíl á sléttum sumardekkjum. Belaður skafrenningur og hálka alla leiðina :D

Author:  Stanky [ Wed 22. Nov 2006 14:26 ]
Post subject: 

trapt wrote:
Stanky wrote:
Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.


Pff ég keyrði nú þarna yfir hellisheiðina á sunnudaginn sl. á tæplega eins tonna bíl á sléttum sumardekkjum. Belaður skafrenningur og hálka alla leiðina :D


Hljómar svakalega traustvekjandi.

En því miður eru ekki allir eins góðir ökumenn eins og þú.

Author:  pallorri [ Wed 22. Nov 2006 14:38 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
trapt wrote:
Stanky wrote:
Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.


Pff ég keyrði nú þarna yfir hellisheiðina á sunnudaginn sl. á tæplega eins tonna bíl á sléttum sumardekkjum. Belaður skafrenningur og hálka alla leiðina :D


Hljómar svakalega traustvekjandi.

En því miður eru ekki allir eins góðir ökumenn eins og þú.


Hehe, ég neyddist nú bara til þess að gera það því það fór að snjóa þarna á laugardagsnóttina og ég nennti ekki að skylja bílinn eftir í Hveragerði og láta ná í mig. Þessvegna keyrði ég nú bara á 30-50 km/h alla leiðina :)
En göng í gegnum Hellisheiðina efast ég stórlega um að verði að veruleika.

Author:  IngóJP [ Wed 22. Nov 2006 15:42 ]
Post subject: 

afhverju göng þetta er spurning um nokkra daga á ári sem veðrið er slæmt uppá heiði

ef það er vont veður þá ertu bara 10 mín lengur á leiðinni that´s it

hef farið þarna í öllum færðum bý í hveragerði já takk fyrir samúðina

ekkert mál að keyra þetta

vill hinnsvegar fá þessa tvöföldun

Author:  Steini B [ Wed 22. Nov 2006 18:59 ]
Post subject: 

Djöfull verður þetta geggjað... 8)

Þar sem það er alltof oft ekkert að gerast á Selfossi, þá fer maður ansi oft í bæinn...
Þannig að það verður þvílíkur munur að ferðast þarna á milli þegar þetta verður tilbúið... :D

Author:  ValliFudd [ Thu 23. Nov 2006 09:03 ]
Post subject: 

Umfjöllunin heldur áfram í fréttablaðinu í dag :)

Quote:
Vill tvöfalda norðurleiðina
Á samgönguáætlun til ársins 2017 er gert ráð fyrir tvöföldun vegar á milli Akureyrar og Reykjavíkur og á milli Reykjavíkur og Markarfljótsbrúar.
SAMGÖNGUR Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að á næstu árum verði ráðist í frágang Sundabrautar, tvöföldun þjóðvegarins á milli Akureyrar og Reykjavíkur í áföngum og tvöföld

SAMGÖNGUR Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að á næstu árum verði ráðist í frágang Sundabrautar, tvöföldun þjóðvegarins á milli Akureyrar og Reykjavíkur í áföngum og tvöföldun vegar á milli Reykjavíkur og Markarfljótsbrúar. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á framkvæmdunum á næsta ári og að þeim verði lokið árið 2017.

Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og viðskiptaráðs á Grand hóteli í gær.

Sturla segir að framlög til vegamála verði aukin um 3,5 milljarða á næsta ári. Framlögin nemi nú 13,9 milljörðum króna en upphæðin verði hækkuð í rúma 17,4 milljarða.

Samgönguráðherra segir stórátak í vegamálum þegar hafið og nefnir jarðgangaframkvæmdir og lengri vegakafla með bundnu slitlagi því til sönnunar. "Fólksbifreiðum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 27 prósent frá árinu 1999 sem þýðir aukinn umferðarþunga á vegum. Þegar umferðarþungi ákveðinna vegakafla er skoðaður kemur í ljós að árið 2005 er mesti þunginn á Vesturlandsvegi sunnan Þingvalla og hefur hann aukist um 61,3 prósent frá árinu 1999."

Sturla segir framkvæmdirnar fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði en nefnir einnig einkaframkvæmd sem leið til fjármögnunar. Til standi að breyta lögum þannig að ekki þurfi sérstaka lagaheimild í hvert sinn sem ráðist er í gerð samgöngubóta í einkaframkvæmd.

Sjóvá er í fararbroddi þeirra einkaaðila sem sýnt hafa vegaframkvæmdum áhuga og leggja þeir áherslu á tvöföldun Suðurlandsvegar á næstu árum.

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir tvöföldun Suðurlandsvegar ábatasama aðgerð þar sem hún dragi úr slysatíðni á veginum.

"Erlendis eru samgöngur í auknum mæli kostaðar af einkaaðilum og okkar áætlanir gera ráð fyrir að ljúka tvöföldun Suðurlandsvegar í árslok 2009."

Þá nefnir Þór möguleika á að einkaaðilar komi að uppbyggingu Sundabrautar, Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og styttingu leiðar á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 40-60 km.

"Tillögur Sjóvár gera ráð fyrir að fjármagna framkvæmdirnar með vegagjöldum eða skuggagjöldum þar sem ríkið greiðir fyrir hvern bíl sem keyrir um veginn," segir Þór.- hs

Author:  finnbogi [ Fri 24. Nov 2006 04:45 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.

Mér finnst að þetta ætti að gerast, frekar en að vera bora göng fyrir einhverjar 300 hræður einhverstaðar út á landi. Það eru mörg þúsund bílar sem keyra þarna yfir hellisheiðina á hverjum degi.

Kv,
haukur


málið er bara líka að það er ekki eins auðvelt og ódýrt og að segja það að gera göng í gegnum hellisheiðina


hefuru ekki séð gufustrókana uppá heiði, það er út af því öll þessi heiði er full af bullandi hita og borholum , enda komin virkjun þarna

held það væri ódýrara að nota afgangs gufu og vatn þarna og bara hafa kambana og vestu kaflana þarna upphitaða á heiðinni
þá væri þetta bara ágætt, og þessi þoka er nú bara þarna á 7 mín kafla , bara aðeins að slá af og fara varlega svo er hún búin þegar maður kemur í kambana :)

Author:  IngóJP [ Fri 24. Nov 2006 09:45 ]
Post subject: 

finnbogi wrote:
Stanky wrote:
Mér finnst að það ætti að gera göng í gegnum Hellisheiðina. Það er ótrulega vont að keyra þarna í roki, bilaðiri rigningu, hálku, snjó. Oft eru margir bílar þarna fastir og björgunarsveitin er þarna að hjálpa bílelstunum endalaust.

Mér finnst að þetta ætti að gerast, frekar en að vera bora göng fyrir einhverjar 300 hræður einhverstaðar út á landi. Það eru mörg þúsund bílar sem keyra þarna yfir hellisheiðina á hverjum degi.

Kv,
haukur


málið er bara líka að það er ekki eins auðvelt og ódýrt og að segja það að gera göng í gegnum hellisheiðina


hefuru ekki séð gufustrókana uppá heiði, það er út af því öll þessi heiði er full af bullandi hita og borholum , enda komin virkjun þarna

held það væri ódýrara að nota afgangs gufu og vatn þarna og bara hafa kambana og vestu kaflana þarna upphitaða á heiðinni
þá væri þetta bara ágætt, og þessi þoka er nú bara þarna á 7 mín kafla , bara aðeins að slá af og fara varlega svo er hún búin þegar maður kemur í kambana :)


Mannstu eftir ferðunum okkar þarna yfir í fyrra :lol:

Author:  gunnar [ Fri 24. Nov 2006 09:54 ]
Post subject: 

Málið með hellisheiðina er að þó það sé vitlaust veður að þá keyra margir þar eins og algerir bavíanar, lenti í svaka veðri þarna um daginn á Yaris, ég sá ekki næstu stiku og kemur ekki einn patrol fram úr mér á svona 70 og ég á max 15 km hraða, það sást það lítið.

Þannig að ef fólk keyrir bara eftir aðstæðum þá bjargast þetta nú í flestum tilvikum. Mun mikilvægara fyrir mér að tvöfalda þessa helstu vegi.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/