bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW vetnisbíll í framleiðslu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18563 |
Page 1 of 2 |
Author: | bimmer [ Tue 21. Nov 2006 12:11 ] |
Post subject: | BMW vetnisbíll í framleiðslu |
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1236434 Kannski ekki alveg rétta myndin með fréttinni... ![]() |
Author: | Kull [ Tue 21. Nov 2006 12:52 ] |
Post subject: | |
Þessi hefði verið flottari ![]() ![]() |
Author: | HPH [ Tue 21. Nov 2006 13:02 ] |
Post subject: | |
Verður gaman að sjá hvernig hann mun seljast á svona næstu 5árum. Ég hef keirt þennan. ![]() |
Author: | jonthor [ Tue 21. Nov 2006 16:16 ] |
Post subject: | |
Já, það verður mjög gaman að sjá hvernig þessi tilraun gengur. BMW eru þeir einu (svo ég viti) sem eru að veðja á transition yfir í vetni með því að nota brunavél í stað efnarafals. Ég trúi því að framtíðin liggi í efnarafli en það gengur illa í dag. Þess vegna er ekkert vitlaust að byrja á því að breyta brunavélinni, sem hefur ~100 ára þróun að baki, í vetnisvél ![]() Annars leysa svona vetnisbílar engin vandamál án þess að vetnið sé sjálf framleitt án þess að menga. Of mikið nördakomment? ![]() flottur bíll ![]() |
Author: | Jss [ Tue 21. Nov 2006 17:19 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Já, það verður mjög gaman að sjá hvernig þessi tilraun gengur. BMW eru þeir einu (svo ég viti) sem eru að veðja á transition yfir í vetni með því að nota brunavél í stað efnarafals.
Ég trúi því að framtíðin liggi í efnarafli en það gengur illa í dag. Þess vegna er ekkert vitlaust að byrja á því að breyta brunavélinni, sem hefur ~100 ára þróun að baki, í vetnisvél ![]() Annars leysa svona vetnisbílar engin vandamál án þess að vetnið sé sjálf framleitt án þess að menga. Of mikið nördakomment? ![]() flottur bíll ![]() Ég held að það séu ófáir "nördar" hérna þannig að þú ættir að vera safe. Annars hljómar þetta ekki vitlaust hjá þeim. ![]() |
Author: | JonHrafn [ Tue 21. Nov 2006 18:04 ] |
Post subject: | |
já, græðir lítið á að "framleiða" vetni með rafmagn fengnu frá kola orkuveri :þ |
Author: | finnbogi [ Tue 21. Nov 2006 18:09 ] |
Post subject: | |
ég heyrði eitt frá kennaranum mínum í borgó man það ekki alveg orðrétt en hann var að tala um að þegar vetnið sé orkumeira en bensínið , hann sagði að það væri alveg 3 sinnum meiri orka í því , og hægt sé að nýta það betur en bensínið hefur nokkur tíman verið, en ég sel þetta ekki dýrara en ég keypi það ![]() |
Author: | Lindemann [ Tue 21. Nov 2006 18:11 ] |
Post subject: | |
Það er gaman af þessu(las reyndar um þetta fyrir löngu síðan). En það er samt sem áður engin framtíð í þessu. Framtíðin liggur miklu frekar í metani, það þarf ekki að eyða orku í að framleiða það. Hefur einhver heyrt talað um kostnað af framleiðslu vetnisins hérna á íslandi? það er voðalega lítið talað um það. |
Author: | jonthor [ Wed 22. Nov 2006 14:29 ] |
Post subject: | |
Það er vel hugsanlegt að framleiða vetni hér á Íslandi með litlum kostnaði. Skoðaði þetta svolítið í mastersverkefninu mínu. Ég held að vetni sé góður orkumiðill, en fólk þarf að átta sig á að það er ekkert annað en leið til að flytja orku. Núna erum við að dæla orkunni upp í formi olíu, en vetni þarf að framleiða og það kostar orku. Orkuinnihald Vetnis:Bensíns miðað við rúmmál á fljótandi formi er 4:1. Gallinn við að geyma vetni á fljótandi formi er að það þarf annað hvort mikinn þrýsting eða mjög lágt hitastig til að halda vetninu á því formi. Auk þess lekur 1% af massanum í gegnum stál á sólahring svo það er ekki góður geymslutankur ![]() En á endanum eru vandamál við allar lausnir á þessu sviði og það er nóg til af olíu, amk. næstu 30-50 árin. |
Author: | Lindemann [ Wed 22. Nov 2006 14:57 ] |
Post subject: | |
já ísland er bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum sem gæti notað vetni á hagkvæman hátt. Þessvegna held ég að þróunin á vetnisbílum takmarkist mjög mikið, það borgar sig auðvitað ekki að hanna bíla sem væru svo kannski bara notaðir af nokkur hundruð þúsund hræðum. |
Author: | gstuning [ Wed 22. Nov 2006 15:40 ] |
Post subject: | |
AFhverju eru araba furstar ríkir? Þeir selja olíu til annara landa, segir ekkert að við getum ekki búið til vetni á hreinann hátt og selt eins og þeir, |
Author: | HPH [ Thu 23. Nov 2006 04:50 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: AFhverju eru araba furstar ríkir?
Þeir selja olíu til annara landa, segir ekkert að við getum ekki búið til vetni á hreinann hátt og selt eins og þeir, Er ekki líka hellingur af Vaslindum þarna Sem þeir geta orðið en ríkari á með að selja vetni. Allavegna í Irak, Iran, Israel(gamla svæðið sem þeir rændu af palestínu) og á mörgum öðrum stöðum þarna í Arabalöndunum, þar er nóg hreint vant. |
Author: | IceDev [ Thu 23. Nov 2006 05:06 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: gstuning wrote: AFhverju eru araba furstar ríkir? Þeir selja olíu til annara landa, segir ekkert að við getum ekki búið til vetni á hreinann hátt og selt eins og þeir, Er ekki líka hellingur af Vaslindum þarna Sem þeir geta orðið en ríkari á með að selja vetni. Allavegna í Irak, Iran, Israel(gamla svæðið sem þeir rændu af palestínu) og á mörgum öðrum stöðum þarna í Arabalöndunum, þar er nóg hreint vant. Það sem hann á við er að framleiðsla orku hér á landi er mjööööög ódýr og náttúruvæn á miðað við annarsstaðar í heiminum. Einnig er ísland með töluvert magn af vatni sem hægt er að nýta í þetta, enda eru rúmlega 600.000.000 lítrar/ári af vatni á hvern íbúa hér á landi þegar að til dæmis í egyptalandi eru 43.000 lítrar á einstakling/árlega Þar sem að notuð er orka til að skilja vetni frá vatni þá er ísland í nokkuð góðum málum hvað þetta varðar |
Author: | hlynurst [ Thu 23. Nov 2006 05:36 ] |
Post subject: | |
Það er nú oft talað um að stríð framtíðarinnar eiga eftir að vera um vatnslindir heimsins en í dag er megináherslan lögð á olíuna (samanber Íraksstríðið). Vatnslindir heimsins eru að skornum skammti og eins og kom fram hérna í póstinum á undan þá er Ísland mjög auðugt ef vatnslindum og eigum við langt frá því að nýta þær til fulls. Bahrain er mjög sniðugir að ráðstafa þeim olíuauð sem þeir hafa hagnast um og byggja núna upp gríðarlegar ferðamannaiðnað í stað þess að eyða gróðanum í eitthvað sem varir ekki til frambúðar og skilar engum hagnaði. Fleiri ríki á arabíuskaganum ættu að taka þá til fyrirmyndar. |
Author: | Eggert [ Thu 23. Nov 2006 11:02 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Bahrain er mjög sniðugir að ráðstafa þeim olíuauð sem þeir hafa hagnast um og byggja núna upp gríðarlegar ferðamannaiðnað í stað þess að eyða gróðanum í eitthvað sem varir ekki til frambúðar og skilar engum hagnaði. Fleiri ríki á arabíuskaganum ættu að taka þá til fyrirmyndar.
Það sama gildir með UAE, þeir vita alveg að það er ekki endalaus olía og þessvegna eru allar þessar framkvæmdir í gangi þar, aðallega í Dubai. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |