bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pústkerfi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=185
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Tue 15. Oct 2002 12:29 ]
Post subject:  Pústkerfi

Sælir félagar.
Ég var upp í ÁG mótorsport áðan þar sem allt er á útsölu. Þar rakst ég á BMW remus-kút á 21.000 kall (átti að kosta um 33 þús), reyndar á 316 compact en það er reyndar bara spurning um beygjurnar rörunum, og gaurinn í búðinni sagði að gæti fengið kútinn undir kominn á svona 30.000 kall.

Þetta er náttúrlega rústfrír kútur sem hleypir meira í gegnum sig með einhverjum rosa flottum krómstút, sem mér er reyndar nokk sama um, og þá þyrfti ég ekkert að skipta um kút í bráð. Ætti ég að skella mér á þetta? 30.000 kall er ekkert rosa mikið og svo getur maður bara prjónað við þetta seinna því það er orginal 2" eða 2.5 " rör í bílnum.

Ég spurði hann svo hvað kútur sem passar beint myndi kosta og hann sagði um 40-60 þús svo þetta er frekar billigt að ég held.

Author:  bebecar [ Tue 15. Oct 2002 12:45 ]
Post subject: 

Stick to what you have... fáðu þér Xenon!

Author:  Kull [ Tue 15. Oct 2002 13:23 ]
Post subject: 

Þú þarft væntanlega ekki að skipta um kút í bráð hvort sem er því pústkerfin endast ansi lengi. Ég efast um að þú finnir neinn mun, kannski aðeins meiri hávaði. Ég gæti fundið betri not fyrir 30 þús en gæti líka fundið mun vitlausari not :D

Author:  saemi [ Tue 15. Oct 2002 13:56 ]
Post subject: 

Jáhhh, og ég gæti ábyggilega fundið ennþá vitlausari not! :D

Author:  Svezel [ Tue 15. Oct 2002 14:02 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin.

Einhverjar betri hugmyndir fyrir betri vinnslu?

Author:  Svezel [ Tue 15. Oct 2002 14:03 ]
Post subject: 

Þ.e. fyrir minna en 50 þúsund eða svo.

Author:  Bjarki [ Tue 15. Oct 2002 14:28 ]
Post subject: 

ný vél!!
Kannski aðeins meira en 50þ

Author:  Djofullinn [ Tue 15. Oct 2002 15:10 ]
Post subject: 

Ekki spurning! Tölvu frá GSTuning!

Author:  bebecar [ Tue 15. Oct 2002 15:37 ]
Post subject: 

Ég styð það!

Author:  Svezel [ Tue 15. Oct 2002 16:35 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Ekki spurning! Tölvu frá GSTuning!


Ég er þegar búinn að láta chippa hjá superchips (hefði frekar viljað tölvu frá GSTuning en vissi ekki af því þá) svo ég er ekki viss.

Ætli maður safni ekki bara pening og fá sér supercharger í vor, það gefur a.m.k. gott spark :D

Ég þarf svo sem ekkert að bæta vinnsluna, hann vinnur mjög vel núna eftir það sem ég er búinn að gera en maður vill allfaf meira :roll:

Author:  Djofullinn [ Tue 15. Oct 2002 16:54 ]
Post subject: 

Þá mundi ég kaupa M5 framstuðara og lækka hann

Author:  Gummi [ Tue 15. Oct 2002 17:36 ]
Post subject: 

Ef þú kaupir þennan M5 framstuðara þá vilja allir fara að spyrna við þig og þú getur ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir hafa til þess bíls auk þess sem að afturendi bílsins gæfi í skyn að hér væri ekki um M5 heldur feik.
Frekar kaupa eitthvað annað en M5 kittið. Byrjaðu bara á að lækka hann. Annars held ég að GSTuning geti alveg örugglega selt þér eitthvað fallegt og dularfullt undir bílinn.
BMW er með kit undir bílinn þinn sem mér þykir ansi flott. Fáðu bækling hjá þeim.

Author:  Djofullinn [ Tue 15. Oct 2002 17:46 ]
Post subject: 

Mér hefur aldrei fundist bílar með M3 eða M5 kitti vera neitt feik, ég meina, þetta er bara spoilerkitt eins og hvað annað :D Aftur á móti finnst mér M3 eða M5 merki á öðrum bimmum bara asnalegt sko

Author:  Stefan325i [ Tue 15. Oct 2002 18:45 ]
Post subject: 

mér fynst þettta flott!!!!


Image

Image

Image

Image

Image

og meira að segja eru þeir búnir að fegra nýja 700 bílinn

Image

Image

Nýja Hamman Mini felgan HM4 18" 4x100 og passar á E30 ÉG VILL ÞETTA!
:twisted:

Image

Þetta er bara Cool

Image

Author:  Svezel [ Tue 15. Oct 2002 19:24 ]
Post subject: 

Já Hamann spoiler-kittin eru suddalega flott, sérstaklega þetta efsta. Hefði ekkert á móti slíku kitti.

Eru einhverjar kittaðar fimmur á götunni? Ég held ekki, kannski maður verði fyrstur til...

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/