bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mest tilgangslausi hlutur í þínum BMW?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18319
Page 1 of 5

Author:  IceDev [ Tue 07. Nov 2006 03:41 ]
Post subject:  Mest tilgangslausi hlutur í þínum BMW?

Sá þennan þráð á öðru forumi og ákvað að flytja hann hingað

Í mínum finnst mér þessir mest pirrandi (E39)

Glasahaldarar eru pointless, halda engu
Þrifbúnaðurinn fyrir framljósinn skvetta of miklu á húddið
Að skorið sé út fyrir navigation en ekki fyrir magazínið


Það er nú varla meira en það

Hvað fer mest í taugarnar á ykkar bmw?

Author:  Kristjan [ Tue 07. Nov 2006 04:13 ]
Post subject: 

Helvítis check tölvan.

Author:  íbbi_ [ Tue 07. Nov 2006 04:31 ]
Post subject: 

það er EKKERT í mínum bmw, þannig að það er ekkert til að láta fara í sig þannig séð. en sona það sem hefur böggað mig..

rúðuþurkurnar mættu hafa letingja, dáldið pirrandi að það sé engin millivegur á milli þess að það líði 10sec e-h á milil eða þá að þær séu bara bammbammbammbambammbamm á..

í þessum eins og öðrum bimmum sem e´g hef átt, blæs hann heitu á gluggana og lappirnar en köldu út um mælaborðið og þar, þetta fer í mig þar sem mér finnst ágætt að buna sjóðheitu loftinu á frosið nefið á mér á morgnana...

það hefði nú alveg mátt hafa einhverjar stillingar á stýrinu..

en sona overall þá er þessi bíll bara fínn.. orðinn 14 ára gamall og er ennþá að skila sínu fínt.. og þetta er bara 318, hann er fyllilega búin að standast allar væntingar.. sem voru náttúrulega ekki miklar.. en fínn bíll, topp beater 8)

Author:  HPH [ Tue 07. Nov 2006 04:47 ]
Post subject: 

Stólarnir.

Author:  íbbi_ [ Tue 07. Nov 2006 04:48 ]
Post subject: 

ég gæti samt komið miklu meiri HATA MIKIÐ og ELSKA MIKIÐ runu hvað varðar hinn bílin minn :lol:

Author:  ömmudriver [ Tue 07. Nov 2006 04:53 ]
Post subject: 

SKO.....ég er búinn að klóra mér í hausnum ca. korter en mér bara dettur ekkert í hug sem er tilgangslaust í bílnum mínum :roll:

Author:  ///M [ Tue 07. Nov 2006 04:59 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Stólarnir.


:lol: finnst þér stólarnir í bílnum þínum tilgangslausir :lol:

Author:  HPH [ Tue 07. Nov 2006 05:16 ]
Post subject: 

///M wrote:
HPH wrote:
Stólarnir.


:lol: finnst þér stólarnir í bílnum þínum tilgangslausir :lol:

:lol: Nei ... Las vitlaust hélt að það væri verið að meina Pirrandi. :lol:
Mest tilgangslauga er KASETU hólfinn. samt ekki því að þaug gera bílin aðeins meira oldschool. 8)

Author:  fart [ Tue 07. Nov 2006 05:48 ]
Post subject: 

Innbyggðu bílskúrshurðaopnararnir í baksýnisspeglinum. Gengur á svo asnalegri tíðni að þeir virka ekki á opnarana í skúrunum hjá mér. Kostaði nokkur hundruð evrur sem aukabúnaður. Worst money spent ever.

Author:  bimmer [ Tue 07. Nov 2006 07:54 ]
Post subject: 

Kassettutækið.

Author:  snorri320 [ Tue 07. Nov 2006 08:28 ]
Post subject: 

bensíneyðslumælirinn hiklaust

Author:  Aron Andrew [ Tue 07. Nov 2006 09:03 ]
Post subject: 

Carbon Fiber límmiðarnir :lol:

Author:  Ingsie [ Tue 07. Nov 2006 09:08 ]
Post subject: 

Helvítis magasínið! Fer fuck mikið í taugarnar á mér að það sé aftur í skotti!
Líka það laggar :oops:

Author:  siggir [ Tue 07. Nov 2006 09:12 ]
Post subject: 

Hvarfakúturinn

Tilgangslaus og pirrandi. Rekst alltaf í þegar ég keyri inn í skúr...

Author:  Arnarf [ Tue 07. Nov 2006 09:15 ]
Post subject: 

Eina sem mér dettur í hug er kassettuhólfin, en þau eru náttúrlega oldschool

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/