bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Veturinn nálgast, Bestu verð á dekkjaskiptum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18246
Page 1 of 3

Author:  IceDev [ Thu 02. Nov 2006 02:18 ]
Post subject:  Veturinn nálgast, Bestu verð á dekkjaskiptum

Quote:
Mikill verðmunur á hjólbarðaverkstæðum

Ríflega 3.000 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu í gær þriðjudag. Mestur reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á hjólbarðaskiptingu fyrir fólksbíl á 16” dekkjum, rúm 65% og stóran jeppa á 33-35” dekkjum ríflega 50%.



Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á 16” dekkjum með stálfelgum er dýrust kr. 7.760 hjá Betra grip í Lágmúla en ódýrust kr. 4.690 í Bílkó í Kópavogi sem er 3.070 króna verðmunur eða 65,5%.



Þjónustan fyrir fólksbíl á 13-15” dekkjum með stálfelgum kostaði kr. 4.600 hjá Dekkjalagernum á Smiðjuvegi þar sem hún var ódýrust en kr. 5.800 hjá Hjólvest, Hjólbarðahöllinni, Gúmmívinnustofunni og Dekkinu þar sem hún var dýrust. Það er 1.200 króna munur á hæsta og lægsta verði eða 26%. Fyrir sambærilegan bíl á álfelgum kostar þjónustan frá kr. 4.800 hjá Hjólbaraðverkstæði Vöku upp í kr. 6.600 hjá Hjólbarðahöllinni, Gúmmívinnustofunni og Dekkinu sem er 1.800 króna verðmunur eða tæplega 38%.


Sjá graf

http://www.asi.is/upload/files/011106dekk.xls


Enginn smá munur á verðum!

Author:  gstuning [ Thu 02. Nov 2006 09:26 ]
Post subject: 

Að rukka 4690kr fyrir eitthvað sem tekur 20mínútur,

hvað þá 7760kr,,

Author:  IngóJP [ Thu 02. Nov 2006 09:47 ]
Post subject: 

ekkert að því að rukka 5 kall fyrir þetta

Author:  Schulii [ Thu 02. Nov 2006 10:45 ]
Post subject: 

Ég á heima við hliðina á Gúmmívinnustofunni. Þ.e.a.s ég bý í árbæ en ég keyrði vestur í bæ til Magga í HjólVest til að láta skipta um dekk. Ég borgaði einhverjar 3000kr fyrir. Mér finnst nú ekki sama hverjir eru að meðhöndla þessa hluti fyrir mig en mér finnst nú ekkert heldur að ég hafi verið rændur. Þvert á móti.

Author:  Stanky [ Thu 02. Nov 2006 10:49 ]
Post subject: 

IngóJP wrote:
ekkert að því að rukka 5 kall fyrir þetta


Right?

Hvað helduru að það sé mikill kostnaður við þetta?

Hvað helduru að þeir séu að borga hverjum og einum í laun?
Myndi giska á að þetta sé sirka 300%-500% gróði eða eitthvað.

En ég er í raun ekkert að kvarta, hef alltaf gert þetta á einhverju dekkjarverkstæði!

kv,
haukur

Author:  gstuning [ Thu 02. Nov 2006 10:51 ]
Post subject: 

Þetta gengur útá það að komast undann þeim tímum sem er lítið að gera,
það er ekki alltaf mikið að gera hjá öllum þessum companíum,

Author:  Aron Andrew [ Thu 02. Nov 2006 11:03 ]
Post subject: 

Fara bara í bílabúð benna, bestu vélarnar þar.

Author:  jens [ Thu 02. Nov 2006 11:38 ]
Post subject: 

Tek undir það, mjög góð þjónusta og fínir Strákar þar. Keypti tvo ganga af TOYO vetrardekkjum og lét þá negla allt saman, á mjög fínum díl.

Author:  Kristjan [ Thu 02. Nov 2006 13:38 ]
Post subject: 

Eru þessi fyrirtæki ekki bara að rukka svona mikið því að það er annars voða lítið að gera allt árið hjá þeim, fyrir utan þessa smá tíð núna.

Author:  Kristján Einar [ Thu 02. Nov 2006 14:15 ]
Post subject: 

hvar erum við aftur með afslátt?

Author:  bjahja [ Thu 02. Nov 2006 14:53 ]
Post subject: 

Ég fæ alltaf afslátt hjá Nesdekk, sem er bílabúð benna útibú.
Og ég fæ BARA góða þjónustu þar, dettur ekki í hug að fara annað

Author:  Hannsi [ Thu 02. Nov 2006 18:45 ]
Post subject: 

ég borga bara fyrir dekkinn :mrgreen:

og það er ekki neitt rosa mikið :P

Author:  finnbogi [ Thu 02. Nov 2006 18:46 ]
Post subject: 

ég sá líka ekki betur en að það væru bara pólverjar í sólningu þegar ég kíkti við þar í sumar

þeir græða eitthvað á innfluttu vinnu afli eins og allir eru víst að gera í dag :evil:

Author:  ömmudriver [ Thu 02. Nov 2006 19:09 ]
Post subject: 

finnbogi wrote:
ég sá líka ekki betur en að það væru bara pólverjar í sólningu þegar ég kíkti við þar í sumar

þeir græða eitthvað á innfluttu vinnu afli eins og allir eru víst að gera í dag :evil:


Jebb, ég rölti þarna inn um daginn á meðan það var verið að smíða púst undir bílinn minn, og þá stóðu einmitt eitthverjir þrír eða fjórir pólverjar saman í hóp, einn að negla dekk og svo beið ég í ca. fimm mín. eftir afgreiðslu þá kom "yfirpólverjinn"(sem sem kunni íslensku :lol: ) og afgreiddi mig :) .

Author:  Steinieini [ Thu 02. Nov 2006 19:20 ]
Post subject: 

Í guðanna bænum forðist allavega Sólningu í kópavogi fyrir flesta muni.. kom þaðan bara með dældaðan bíl og skemmtilegheit. :burn:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/