bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M5 vs. 540
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=18166
Page 1 of 2

Author:  skaripuki [ Sun 29. Oct 2006 18:53 ]
Post subject:  M5 vs. 540

já var að spá í að spyrja ykkur kraftsmenn um þetta... er mikill munur á hröðun á 540 og M5?? ég veit að M5 á að vera 5,2 í hundrað og 540 á að vera 5,9 í hundrað ekki satt?? en er mikill munur á því þegar þú situr í bílnum eða ? og eitt í viðbót hvernig stendur á því að það muni bara 7 sekúndubrotum á M5 og 540 ef M5 er yfir 100 hö meira, meira tog og beinskiptur??? ekki alveg að fatta ástæðuna þar:S:S:S:S

Author:  Bjarkih [ Sun 29. Oct 2006 18:55 ]
Post subject: 

Þeir eru náttúrulega báðir frekar þungir og það skiptir töluverðu máli. Einnig er 540 til beinskiptur. Svo væri gott að vita hvaða týpu þú ert að tala um, E34 eða E39.

Author:  íbbi_ [ Sun 29. Oct 2006 19:04 ]
Post subject: 

munurinn er gífurlegur.. er líka ekki m5 4.9 eða 4.8? þessir bílar eru allavega ekkert líkir þegar það kemur af afli..

Author:  skaripuki [ Sun 29. Oct 2006 19:11 ]
Post subject: 

er að meina 540 e39 og M5 e39....

Author:  saemi [ Sun 29. Oct 2006 19:51 ]
Post subject: 

Það er ekki hröðunin sem skiptir svona miklu máli. Þetta eru bara svo ólíkir bílar að mörgu öðru leyti.

Ef þú ert bara að spá í hröðun, .. þá er ekkert vit í að spreða auka milljón og hálfri í M5 fyrir þessa tæpu sekúndu.

Author:  Alpina [ Sun 29. Oct 2006 20:12 ]
Post subject: 

skaripuki wrote:
er að meina 540 e39 og M5 e39....


540 er ekki 5.9

frekar 6.5

Author:  Eggert [ Sun 29. Oct 2006 20:15 ]
Post subject: 

Það er líka yfirleitt talað um að E39 M5 sé 4.9 eða 5.0 sek í 100. Og aðeins nýrri týpan af E39 540i er 5.9 í 100, eldri týpan (frá '96 til '01?) var minnir mig skráð 6.1 eða 6.2 sek í 100kmh.
...og svo er E39 M5 er með 4.9xx cm3 mótor...

Author:  Þórir [ Sun 29. Oct 2006 20:36 ]
Post subject: 

Er þetta ekki líka miklu meiri spurning um millihröðun?

Kv.
Þórir

Author:  Alpina [ Sun 29. Oct 2006 21:23 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Það er líka yfirleitt talað um að E39 M5 sé 4.9 eða 5.0 sek í 100. Og aðeins nýrri týpan af E39 540i er 5.9 í 100, eldri týpan (frá '96 til '01?) var minnir mig skráð 6.1 eða 6.2 sek í 100kmh.
...og svo er E39 M5 er með 4.9xx cm3 mótor...


Til að ná E39 M5 á 5.000 sek í hundraðið þurfa menn að vera HEAVY góðir
ökumenn og þekkja bílinn ,,,,,vel

Author:  Eggert [ Sun 29. Oct 2006 22:15 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Eggert wrote:
Það er líka yfirleitt talað um að E39 M5 sé 4.9 eða 5.0 sek í 100. Og aðeins nýrri týpan af E39 540i er 5.9 í 100, eldri týpan (frá '96 til '01?) var minnir mig skráð 6.1 eða 6.2 sek í 100kmh.
...og svo er E39 M5 er með 4.9xx cm3 mótor...


Til að ná E39 M5 á 5.000 sek í hundraðið þurfa menn að vera HEAVY góðir
ökumenn og þekkja bílinn ,,,,,vel


Eflaust. En þetta segja þeir samt á flestum síðum, 4.9 - 5.0.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 29. Oct 2006 22:36 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Eggert wrote:
Það er líka yfirleitt talað um að E39 M5 sé 4.9 eða 5.0 sek í 100. Og aðeins nýrri týpan af E39 540i er 5.9 í 100, eldri týpan (frá '96 til '01?) var minnir mig skráð 6.1 eða 6.2 sek í 100kmh.
...og svo er E39 M5 er með 4.9xx cm3 mótor...


Til að ná E39 M5 á 5.000 sek í hundraðið þurfa menn að vera HEAVY góðir
ökumenn og þekkja bílinn ,,,,,vel


Gaurar á þannig bílum þekkja´bílana sína vel og kunna þetta 8)

Author:  ice5339 [ Mon 30. Oct 2006 04:29 ]
Post subject: 

Átti sjálfur 540 sjálfskiptan og keyrði nýlega e39 M5, það munar auðvitað slatta á upptaki, en 540 er samt alveg hörku akstursbíll með miklu meiri hröðun en maður þarf á að halda.

Author:  fart [ Mon 30. Oct 2006 07:33 ]
Post subject: 

IMO erum við að tala um Epli og Appelsínur. M5 eigendur eru sammála mér, en 540menn telja sig vera með mini M5.

þetta er kanski 1 sek 0-100, en 1 sek er SLATTI, svo erum við að tala um 5-6sek 0-200 og það er SLATTI.

Þá erum við ekki einu sinni byrjaðir að tala um millihröðun, eða But-o-meterinn.

Voðalega skrítin hugsunarháttur að spá bara í hröðunartölur eða hestöfl. Þegar þú kaupir M5 þá færðu líka miklu betri bremsur, miklu betri fjöðrun, mun betra drif... Listinn er langur.

Author:  íbbi_ [ Mon 30. Oct 2006 08:57 ]
Post subject: 

fyrir mér er þetta bara allt annar pakki..

540 er eins og 523 með powerinu sem mér hefur alltaf fundist vanta í þá.. meðan M5 er pure græja smíðaður sem græja til að vera græja

Author:  bimmer [ Mon 30. Oct 2006 10:41 ]
Post subject:  Re: M5 vs. 540

skaripuki wrote:
já var að spá í að spyrja ykkur kraftsmenn um þetta... er mikill munur á hröðun á 540 og M5?? ég veit að M5 á að vera 5,2 í hundrað og 540 á að vera 5,9 í hundrað ekki satt?? en er mikill munur á því þegar þú situr í bílnum eða ? og eitt í viðbót hvernig stendur á því að það muni bara 7 sekúndubrotum á M5 og 540 ef M5 er yfir 100 hö meira, meira tog og beinskiptur??? ekki alveg að fatta ástæðuna þar:S:S:S:S


Fáðu að sitja í bæði 540 og M5 - eftir það fattarðu muninn.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/