Jæja, þetta er ábyggilega frekar heimskuleg spurning en maður tapar aldrei á því að spyrja heimskulegra spurninga.
Ég var að láta skipta um olíu á bílnum mínum (E39 M5, 2003) og fór með hann í B&L. Þeir settu í hann Castrol TWS 10W-60 og létu mig fá einn brúsa í skottinu sem kláraðist ekki við áfyllinguna (fínt að hafa smá til að fylla á ef þörf er á síðar meir).
Þegar ég tók brúsan úr skottinu tók ég eftir dagsetningu í svörtu letri rétt fyrir neðan tappan sem sagði 27.06.06. Og þá kemur heimskulega spurningin. Er þetta framleiðsludagsetning eða "best fyrir" dagsetning? (Hve lengi geymist svona olía eiginlega). Ekki það að ég treysti ekki snillingunum í B&L til að vita hvað þeir eru að gera, er bara forvitinn.
Kv.
E_B
|