bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Mercedes Benz E420 1993 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1799 |
Page 1 of 3 |
Author: | bebecar [ Wed 25. Jun 2003 23:45 ] |
Post subject: | Mercedes Benz E420 1993 |
Ég var að hjálpa félaga mínum að finna bíl (í þriðja skiptið) og ég sá þennan auglýstan til sölu. Við fórum og prófuðum og þetta er nú þokkalegt tæki. 295 hestöfl! Hann fær hanná skikkanlegu verði, en ég verð að segja mikið asssskoti eru W124 Benzarnir vel smíðaðir. Að mínu mati eru þetta síðustu "alvöru" Benz bílarnir (framleiddir til 1995) og ég hef víða lesið að menn telja þetta síðust gömlu benzana sem voru svo solid að mönnum fannst sem þeir væru smíðaðir úr heilli járn blokk! Allavega var bíllinn vel sprækur (ekki M5 sprækur en samt) og virkaði vel, ótrúlega góð sæti (betri heldur en í M5) og svívirðilega góðar bremsur enda deilir hann bremsum með E500 sem er einmitt einn af draumabílunum mínum. Það var gaman að prófa þetta tæki og finna hve gífurlegur karaktermunur er á svona bíl og svo M5... Benzinn er ÓTRÚLEGA hljóðlátur, með V8 mótor 32 ventla, 295 hestöfl og nóg af togi og svo auðvitað sjálfskiptur. Góðir bílar þessir W124 - hefur einhver ykkar reynslu af góðum Benzum? |
Author: | benzboy [ Thu 26. Jun 2003 00:24 ] |
Post subject: | |
Já já ég er alveg fyllilega sáttur við minn ![]() Er reyndar ekki alveg sammála því að w124 hafi verið sá síðasti sem þeir lögðu allt í því þetta er mjög víða sagt um w140 (á netinu) og þar sem að vélin hjá mér er innan við 300 kg en bíllin ca 2,2 tonn er nú eitthvað svolítið af stáli í honum ![]() |
Author: | oskard [ Thu 26. Jun 2003 00:26 ] |
Post subject: | |
benzboy wrote: Já já ég er alveg fyllilega sáttur við minn
![]() Er reyndar ekki alveg sammála því að w124 hafi verið sá síðasti sem þeir lögðu allt í því þetta er mjög víða sagt um w140 (á netinu) og þar sem að vélin hjá mér er innan við 300 kg en bíllin ca 2,2 tonn er nú eitthvað svolítið af stáli í honum ![]() ég er sammála þér ég hef prófað svona 600 sel eins og þú átt nokkuð vel og þetta eru virkilega massívir og solid bílar, virkilega skemtilegur og svara vel ![]() |
Author: | Haffi [ Thu 26. Jun 2003 00:32 ] |
Post subject: | |
Ég hef keyrt svona 600sel ..... reyndar bara einhverja 20 metra ![]() En ég held að það hafi verið mest solid bíll sem ég hef setið í fyrir utan valtara þá er ég soldið secure ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 26. Jun 2003 06:46 ] |
Post subject: | |
langar mest í alheimi í svona E420... klikkaðir bílar ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 26. Jun 2003 11:09 ] |
Post subject: | |
Það eru þrír E420 bílar til sölu núna. W140 er reyndar einnaf þessum síðustu solid bílum - enda held ég að ég hafi tekið fram að W124 hafi verið framleiddur til 1996 eins og W140 er það ekki? |
Author: | Benzari [ Thu 26. Jun 2003 13:09 ] |
Post subject: | |
W124 til '95 en W140 til '99 |
Author: | bebecar [ Thu 26. Jun 2003 13:10 ] |
Post subject: | |
OK, næst síðasti! |
Author: | benzboy [ Thu 26. Jun 2003 14:04 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: W124 hafi verið framleiddur til 1996 eins og W140 er það ekki?
Hættu framleiðslu á w140 98 eða 99 (ef ég man rétt, allavega ekki 96 en þá fékk hann eitthvað facelift) |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 26. Jun 2003 17:55 ] |
Post subject: | |
langar í þennan bláa sem er á sölu.. hann er heví fallegur ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 26. Jun 2003 18:40 ] |
Post subject: | |
Það er einn vínrauður líka til sölu... mér fannst þessi blái pínku sjúskaður. Svo mæli ég eindregið með ástandsskoðun hjá Ræsi fyrir þessa Benza... hún kostar 7500 kall og er hverrar krónu virði! |
Author: | Leikmaður [ Thu 26. Jun 2003 19:23 ] |
Post subject: | |
...félagi minn á '93 árgerð af 420 bíl sem að er falur vegna íbúðarkaupa!! Hann flutti hann sjálfur inn í lok seinasta árs, fór sjálfur að versla og þetta er strákur sem er mikill bílaáhugamaður og kaupir ekki hvað sem er. Þessi bíll er svartur að lit. 17" AMG felgur, leður, topplúga, rafmagn í sætum og allur helsti búnaður sem að fylgir þessum bílum. Svona án gríns þá er eins og það hafi ekki verið setið í sætunum á honum, hann er ótrúlega vel með farinn!! síðan keypti hann á hann ný afturljós á hann (svört og rauð) og silfurlituð stefnuljós!!! ....Bara svona ef einhver hefur áhuga!! |
Author: | bebecar [ Thu 26. Jun 2003 19:47 ] |
Post subject: | |
Á hvað er hann falur - hinn er líka falur vegna íbúðarkaupa sem við erum að spá í en þetta er samt ekki sami bíllinn. Og hve mikið ekinn? |
Author: | . [ Thu 26. Jun 2003 22:12 ] |
Post subject: | |
það er einn svona bíll á bílasölu rétt hjá þar sem ég er að vinna og hann gjörsamlega stoppar ekki! svartur á 17" AMG..... |
Author: | bebecar [ Thu 26. Jun 2003 22:39 ] |
Post subject: | |
Ég mundi allt í einu eftir því að ég spyrnti við svona svartann E420 á AMG felgum einu sinni á M5 bílnum... Hafði hann nokkuð örugglega en það kom mér á óvart hve sprækur benzinn var samt. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |