bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

-----> SkúraBræður... Viðgerðir <----- gera&
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17946
Page 1 of 4

Author:  aronjarl [ Wed 18. Oct 2006 01:24 ]
Post subject:  -----> SkúraBræður... Viðgerðir <----- gera&

AronJarl og Bjarki eru skúrabræður... BMW áhugamenn með meiru.


Við höfum verið að gera og græja bíla uppá síðkastið og erum full færir í flestar viðgerðir.

Tökum að okkur viðgerðir á bílum, þ.e.a.s. flestum tegundum.

Ég hef unnið hjá TB og B&L og er að læra bifvélavirkjun.
Bjarki hefur gert upp ófáa BMW-ana eins og sumir vita.


Hér eru heiðarlegir eðalmenn á ferð...


Hægt er að senda einkapóst á mig http://www.bmwkraftur.is/spjall/privmsg.php?mode=post&u=407

Og hægt að senda einkapóst á Bjarka http://www.bmwkraftur.is/spjall/privmsg.php?mode=post&u=6

Ef um einhverjar spurningar sé að ræða...

Einnig í sima:

AronJarl : 868-1512

Bjarki : 895-7866



takk fyrir...


Image

Author:  Arnarf [ Wed 18. Oct 2006 01:29 ]
Post subject: 

Góðir, verður gaman að fá sperrrrre!

Author:  íbbi_ [ Wed 18. Oct 2006 01:34 ]
Post subject: 

nenniði að taka minn og skila honum geðveikum til baka :lol:

Author:  Bjarki [ Wed 18. Oct 2006 01:59 ]
Post subject: 

Já Skúra-bræður gera og græja.
Einnig hægt að redda þjónustuskoðunum þ.e. reglubundnu fyrirbyggjandi viðhaldi:
Öl Service
Inspektion I
Inspektion II

skv. BMW fengið frá Bentley service Manual

Author:  Djofullinn [ Wed 18. Oct 2006 08:18 ]
Post subject: 

Topp gaurar og hafa gert við ófáa hlutina fyrir mig 8)

Author:  Alpina [ Wed 18. Oct 2006 20:12 ]
Post subject: 

Skúrabræður skreyta sig
skellur fyrr í gómi
strákum skulum gefa stig
stolt er þeirra sómi

Author:  Bjarki [ Wed 01. Nov 2006 00:57 ]
Post subject: 

Þökkum Sveinbirni Alpina fyrir góða vísu, nú sem fyrr!
Í anda meistarans og upphafi nýs mánaðar gera Skúra-bræður góða hluti og það er e-ð bara í lagi.
Að gera og græja, það er málið!
Rock on!

Bráðlega, eða um miðjan mánuðinn, munu Skúra-Bræður ráða yfir tækjabúnaði til þess að lesa af bílum allt frá e30-e85!!!!

Author:  IngóJP [ Fri 03. Nov 2006 19:23 ]
Post subject: 

Skúra Bjarki Lieben, zum von BMW zu regeln

Author:  . [ Wed 08. Nov 2006 22:14 ]
Post subject: 

snillingar! græjuðu fyrir mig nýjan vatnslás í cabrio...enginn biðtími, fljótir og ódýrir !

Author:  hjalmar87 [ Sun 03. Dec 2006 19:01 ]
Post subject:  ...

sammála!! mjög góðir gæjar hér á ferð og mjög sanngjarnir:)
þakka fyrir mig:)

Author:  pallorri [ Mon 04. Dec 2006 00:08 ]
Post subject: 

Sælir hvað munduði taka fyrir að skipta um vatnslás í E46 320 ?

Kv

Author:  aronjarl [ Sun 14. Jan 2007 20:02 ]
Post subject: 

Image

Óhætt er að segja að það sé kominn afllestrar tölva í hús og hægt er að lesa af flestum BMW bílum og núlla út villur...

Markmið er að það séu allir sáttir...

p.s. erum ekki bara með BMW :)



kveðja..

Skúra Bræður..



Image

Author:  íbbi_ [ Sun 14. Jan 2007 20:28 ]
Post subject: 

hvernig tlvu eru þið að nota í þetta og hvaða forrit?

Author:  Tommi Camaro [ Sun 14. Jan 2007 20:57 ]
Post subject: 

trapt wrote:
Sælir hvað munduði taka fyrir að skipta um vatnslás í E46 320 ?

Kv

og hvað kostaði það ?

Author:  ///M [ Sun 14. Jan 2007 21:06 ]
Post subject: 

er þetta ekki svona rúnkstöng bara

Image

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/