bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

keyra á móti rauðu, löglega
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17846
Page 1 of 2

Author:  Bjarkih [ Thu 12. Oct 2006 10:10 ]
Post subject:  keyra á móti rauðu, löglega

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1228244

Myndi losa um umferðarteppu

Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á umferðarlögum, ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi, nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Flutningsmaður er Hjálmar Árnason, ásamt Björgvini G. Sigurðssyni og Einari Má Sigurðarsyni.

Frumvarpið hefur áður verið flutt en í greinargerð þess segir að oft neyðist bifreiðastjóri, sem hyggst taka hægri beygju, til að bíða á móti rauðu ljósi þótt engin umferð sé í þá akstursstefnu. Talið er að þetta myndi losa um umferðarteppur á álagstímum og almennt greiða fyrir umferð.

Author:  gstuning [ Thu 12. Oct 2006 10:12 ]
Post subject: 

Vá loksins,

Þetta er við líði allstaðar annarstaðar

Author:  Einarsss [ Thu 12. Oct 2006 10:24 ]
Post subject: 

Þetta myndi muna rosalega, kynntist þessu fyrst í bandaríkjunum ekkert smá þægilegt

Author:  basten [ Thu 12. Oct 2006 10:27 ]
Post subject: 

Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.

Author:  Erica [ Thu 12. Oct 2006 10:28 ]
Post subject: 

Hef einmitt líka kynnst þessu í Bandaríkjunum..mér finnst þetta helvíti þægilegt og væri fínt að hafa þetta hérna heima

Author:  Jss [ Thu 12. Oct 2006 10:45 ]
Post subject: 

basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Author:  Einsii [ Thu 12. Oct 2006 10:47 ]
Post subject: 

Jss wrote:
basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ?

Author:  Bjarkih [ Thu 12. Oct 2006 10:58 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Vá loksins,

Þetta er við líði allstaðar annarstaðar


Ekki hér í Svíþjóð, hinsvegar eru þeir duglegir að setja þá framhjáhlaup á gatnamót.

Author:  HPH [ Thu 12. Oct 2006 12:03 ]
Post subject: 

Jss wrote:
basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Sama hér, held að þetta eigi líka eftir að vera misnotað af hálfvitunum í umferðinni hérna. og svo eru það líka þessi stressaði misfóstra hópurinn sem keirir alltaf ógeðslega hratt og eru alltaf að blikka alla, flauta og siksakka á milli bíla (svo nær maður þeim alltaf á næsta rauða ljósi :lol: ).
Eini staðurinn sem ég hef heirt að þetta sé leifinlegt er í USA hvergi annarstaðar, ef þetta er leift annarstaðar væriði til í að seigja það.

Author:  Einsii [ Thu 12. Oct 2006 12:06 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Jss wrote:
basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Sama hér, held að þetta eigi líka eftir að vera misnotað af hálfvitunum í umferðinni hérna. og svo eru það líka þessi stressaði misfóstra hópurinn sem keirir alltaf ógeðslega hratt og eru alltaf að blikka alla, flauta og siksakka á milli bíla (svo nær maður þeim alltaf á næsta rauða ljósi :lol: ).
Eini staðurinn sem ég hef heirt að þetta sé leifinlegt er í USA hvergi annarstaðar, ef þetta er leift annarstaðar væriði til í að seigja það.

Tildæmis Kanada!

Author:  bjahja [ Thu 12. Oct 2006 12:09 ]
Post subject: 

Jesús í hvaða umferð eru þið eiginlega að keyra............meirihlutinn af bílstjórum hægir á sér við biðskyldu og er ekki mikið að misnota hana. Þetta er sami pakki, bara á ljósum........

Author:  Jss [ Thu 12. Oct 2006 12:15 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Jesús í hvaða umferð eru þið eiginlega að keyra............meirihlutinn af bílstjórum hægir á sér við biðskyldu og er ekki mikið að misnota hana. Þetta er sami pakki, bara á ljósum........


Ég er ekki að segja að ég sé að farast úr stressi yfir þessu. ;)

Ég bara hef mínar efasemdir. Samt sem áður eitthvað sem mér finnst rétt að gera, þarf bara að auglýsa það nógu vel að þetta megi.

Author:  anger [ Thu 12. Oct 2006 12:22 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
Jss wrote:
basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ?


þeir sem eiga afturhljóladrifna bíla munu t.d. gjarnan bruna á rauðu ljósi og taka hægri beigju og slæda smá kannski, og reyna vera heppnir

bara svona t.d.

Author:  Thrullerinn [ Thu 12. Oct 2006 12:31 ]
Post subject: 

Þetta er hið besta mál.

T.d. er morgunumferðin í Reykjvaík bara rugl , myndi losa svolítið um þar,
en auðvitað misnota sér þetta örugglega margir, en þeir verða þá bara í
órétti.

Það er samt ótrúlegt hvað reglan Haltu þig hægra megin virðist með
ÖLLU gleymd :evil:

Author:  ValliFudd [ Thu 12. Oct 2006 12:36 ]
Post subject: 

anger wrote:
Einsii wrote:
Jss wrote:
basten wrote:
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.


Ég hef einmitt sömu efasemdir. :?

Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ?


þeir sem eiga afturhljóladrifna bíla munu t.d. gjarnan bruna á rauðu ljósi og taka hægri beigju og slæda smá kannski, og reyna vera heppnir

bara svona t.d.

það eru bara þeir sömu og gera það á biðskildubeygjum... það breytist ekkert :) Þeir lenda þá bara í árekstri og læra af reynslunni... Það er ekkert sem lög og reglur geta breytt..

Þeir sem taka svoleiðis áhættur og "reyna að vera heppnir" eru náttúrulega bara að biðja um að missa hönd eða fót.. eða drepa einhvern annan. Það tengist þessarri reglugerð ekki á neinn hátt.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/