bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
keyra á móti rauðu, löglega https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17846 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarkih [ Thu 12. Oct 2006 10:10 ] |
Post subject: | keyra á móti rauðu, löglega |
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1228244 Myndi losa um umferðarteppu Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á umferðarlögum, ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi, nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Flutningsmaður er Hjálmar Árnason, ásamt Björgvini G. Sigurðssyni og Einari Má Sigurðarsyni. Frumvarpið hefur áður verið flutt en í greinargerð þess segir að oft neyðist bifreiðastjóri, sem hyggst taka hægri beygju, til að bíða á móti rauðu ljósi þótt engin umferð sé í þá akstursstefnu. Talið er að þetta myndi losa um umferðarteppur á álagstímum og almennt greiða fyrir umferð. |
Author: | gstuning [ Thu 12. Oct 2006 10:12 ] |
Post subject: | |
Vá loksins, Þetta er við líði allstaðar annarstaðar |
Author: | Einarsss [ Thu 12. Oct 2006 10:24 ] |
Post subject: | |
Þetta myndi muna rosalega, kynntist þessu fyrst í bandaríkjunum ekkert smá þægilegt |
Author: | basten [ Thu 12. Oct 2006 10:27 ] |
Post subject: | |
Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. |
Author: | Erica [ Thu 12. Oct 2006 10:28 ] |
Post subject: | |
Hef einmitt líka kynnst þessu í Bandaríkjunum..mér finnst þetta helvíti þægilegt og væri fínt að hafa þetta hérna heima |
Author: | Jss [ Thu 12. Oct 2006 10:45 ] |
Post subject: | |
basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna.
Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() |
Author: | Einsii [ Thu 12. Oct 2006 10:47 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ? |
Author: | Bjarkih [ Thu 12. Oct 2006 10:58 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: Vá loksins,
Þetta er við líði allstaðar annarstaðar Ekki hér í Svíþjóð, hinsvegar eru þeir duglegir að setja þá framhjáhlaup á gatnamót. |
Author: | HPH [ Thu 12. Oct 2006 12:03 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() Sama hér, held að þetta eigi líka eftir að vera misnotað af hálfvitunum í umferðinni hérna. og svo eru það líka þessi stressaði misfóstra hópurinn sem keirir alltaf ógeðslega hratt og eru alltaf að blikka alla, flauta og siksakka á milli bíla (svo nær maður þeim alltaf á næsta rauða ljósi ![]() Eini staðurinn sem ég hef heirt að þetta sé leifinlegt er í USA hvergi annarstaðar, ef þetta er leift annarstaðar væriði til í að seigja það. |
Author: | Einsii [ Thu 12. Oct 2006 12:06 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Jss wrote: basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() Sama hér, held að þetta eigi líka eftir að vera misnotað af hálfvitunum í umferðinni hérna. og svo eru það líka þessi stressaði misfóstra hópurinn sem keirir alltaf ógeðslega hratt og eru alltaf að blikka alla, flauta og siksakka á milli bíla (svo nær maður þeim alltaf á næsta rauða ljósi ![]() Eini staðurinn sem ég hef heirt að þetta sé leifinlegt er í USA hvergi annarstaðar, ef þetta er leift annarstaðar væriði til í að seigja það. Tildæmis Kanada! |
Author: | bjahja [ Thu 12. Oct 2006 12:09 ] |
Post subject: | |
Jesús í hvaða umferð eru þið eiginlega að keyra............meirihlutinn af bílstjórum hægir á sér við biðskyldu og er ekki mikið að misnota hana. Þetta er sami pakki, bara á ljósum........ |
Author: | Jss [ Thu 12. Oct 2006 12:15 ] |
Post subject: | |
bjahja wrote: Jesús í hvaða umferð eru þið eiginlega að keyra............meirihlutinn af bílstjórum hægir á sér við biðskyldu og er ekki mikið að misnota hana. Þetta er sami pakki, bara á ljósum........
Ég er ekki að segja að ég sé að farast úr stressi yfir þessu. ![]() Ég bara hef mínar efasemdir. Samt sem áður eitthvað sem mér finnst rétt að gera, þarf bara að auglýsa það nógu vel að þetta megi. |
Author: | anger [ Thu 12. Oct 2006 12:22 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: Jss wrote: basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ? þeir sem eiga afturhljóladrifna bíla munu t.d. gjarnan bruna á rauðu ljósi og taka hægri beigju og slæda smá kannski, og reyna vera heppnir bara svona t.d. |
Author: | Thrullerinn [ Thu 12. Oct 2006 12:31 ] |
Post subject: | |
Þetta er hið besta mál. T.d. er morgunumferðin í Reykjvaík bara rugl , myndi losa svolítið um þar, en auðvitað misnota sér þetta örugglega margir, en þeir verða þá bara í órétti. Það er samt ótrúlegt hvað reglan Haltu þig hægra megin virðist með ÖLLU gleymd ![]() |
Author: | ValliFudd [ Thu 12. Oct 2006 12:36 ] |
Post subject: | |
anger wrote: Einsii wrote: Jss wrote: basten wrote: Ekki treysti ég Íslendingum til að láta þetta ganga miðað við umferðarmenninguna hérna. Ég hef einmitt sömu efasemdir. ![]() Afhverju ekki.. er þetta eitthvað frábrugðið biðskildu á gatnamótum ? þeir sem eiga afturhljóladrifna bíla munu t.d. gjarnan bruna á rauðu ljósi og taka hægri beigju og slæda smá kannski, og reyna vera heppnir bara svona t.d. það eru bara þeir sömu og gera það á biðskildubeygjum... það breytist ekkert ![]() Þeir sem taka svoleiðis áhættur og "reyna að vera heppnir" eru náttúrulega bara að biðja um að missa hönd eða fót.. eða drepa einhvern annan. Það tengist þessarri reglugerð ekki á neinn hátt. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |