bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

TB í firðinum.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1780
Page 1 of 1

Author:  Benzari [ Mon 23. Jun 2003 19:56 ]
Post subject:  TB í firðinum.

Nokkrir hérna hafa keypt þjónustu hjá Tækniþjónustu bifreiða Hjallahrauni 4.

Hefur einhver hérna farið með bílinn sinn í bilanagreiningu hjá þeim?
Er eitthvað fast gjald á þessu hjá þeim eða reiknast þetta bara eftir tímanum sem greiningin tekur?

Kv, TN

PS. Fer ekki að styttast í næsta Dynodag? :D

Author:  Alpina [ Mon 23. Jun 2003 20:47 ]
Post subject: 

Án þess að kasta nokkurri rýrð á hæfni T.B. þá mæli ég eindregið að farið sé með við komandi bíla í umboðin.......
Eins og glögglega kom í ljós á B&L degi Kraftsins þá gátu ýmsir aðilar
út í bæ ALLS EKKI lesið úr bilanagreiningunni og þar af leiðandi sparað
eigendum sínum STÓRFÉ í ýmsum tilfella ALLTAF fara í umboðin

ALLTAF ALLTAF allveg sama hvað viðkomandi bifreið heitir..



Sv.H

Author:  flamatron [ Mon 23. Jun 2003 21:04 ]
Post subject:  Re: TB í firðinum.

Benzari wrote:
PS. Fer ekki að styttast í næsta Dynodag? :D

Ég segji þaðþ.!! Hvenær verður sá dagur.??

Author:  GHR [ Mon 23. Jun 2003 21:51 ]
Post subject: 

Sammála Alpina þarna. Þeir gátu t.d aldrei lesið af bílnum mínum en B&L gátu það strax án nokkuru vandamála.
Mæli frekar með þeim ef þú ætlar með bílinn í aflestur :P

Author:  Raggi M5 [ Mon 23. Jun 2003 21:57 ]
Post subject: 

Minn fór einu sinni í greiningu hjá T.B. og þeir fundu hvað var að, og það var líka fokdýrt!

Author:  saemi [ Mon 23. Jun 2003 23:01 ]
Post subject: 

Ég segi nú, það fer eftir því hvað þig vantar hvert þú átt að fara.

Ég var síðast í dag í TB að spyrjast fyrir, það er miklu betra að spyrja þá heldur en að fara í B&L og ætla að fá ráðleggingar.

En svo er annað mál þegar við erum að tala um bilanagreiningu...

Sæmi

Author:  Benzari [ Tue 24. Jun 2003 00:12 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin.

Kíki þá bæði í TB og Ræsi og reyni að fá metinn kostnað við þessi smáproblem(hraðamælir stundum óvirkur + airbag-ljós logar fyrstu mínútuna eftir gangsetningu)

Author:  Raggi M5 [ Tue 24. Jun 2003 13:51 ]
Post subject: 

Ertu búinn að athuga hvort að það sé vír farin í sundur við drifið, í sambandi við hraðamælinn??

Author:  Benzari [ Tue 24. Jun 2003 14:50 ]
Post subject: 

:shock: :shock: :shock:

Nei, var að spá í að láta laga þessi smáatriði öll í einu.

Getur vel verið að maður troði ístrunni undir bílinn í kvöld og kíkji á þetta :) :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/