bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17775 |
Page 1 of 11 |
Author: | Porsche-Ísland [ Sun 08. Oct 2006 19:52 ] |
Post subject: | Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október |
Ofur Leikdagur verður haldinn Sunnudaginn 15.Október. Þar munu allir helstu ökusnillingar landsins mæta. Þar verða bílar frá 60 hestöflum til 600 hestafla sem mæta og leika sér. Þar sem miklar líkur eru á því að þetta verði síðasti leikdagurinn í sumar er um að gera að mæta og klára sumardekkin, það er víst kominn tíma á vetrardekkin, þá sparast það að þurfa að geyma hálfslitin sumardekk í allan vetur. Brautin verður opin frá 11 og eitthvað fram eftir degi. Fer eftir aðsókn. Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína. Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna. Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu. Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka. Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir. Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga. Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir. Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara leikur. Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það. Gjald fyrir að aka er 3000 krónur. Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og 3000 krónur í seðlum. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Ég endurtek. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim. Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020. Þáttökuyfirlýsing Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri sem fram fer þ. 15 / 10 / 2006 Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð. Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón. ______________________________________ Nafn ökumanns ___________________ Kennitala _____________ Bílnúmer ____________ ____________________ GSM númer og e-mail (vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára) Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi. _____________________________________ Nafn forráðamanns _____________________ Kennitala |
Author: | fart [ Sun 08. Oct 2006 19:54 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | BrynjarÖgm [ Sun 08. Oct 2006 19:55 ] |
Post subject: | |
mæti ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sun 08. Oct 2006 19:56 ] |
Post subject: | |
Mæti klárlega ![]() |
Author: | BrynjarÖgm [ Sun 08. Oct 2006 19:59 ] |
Post subject: | |
ójá þá mæti ég |
Author: | HPH [ Sun 08. Oct 2006 19:59 ] |
Post subject: | |
Sko ég var að spá er Ok. að taka þátt ef maður er með Endurskoðun. það er þannig að pústið, endakúturinn er ónýtur það er allt og sumt og á ekki alveg 25.000 að gera við það en á hinsvegar 3000 til að taka þátt. |
Author: | Aron Andrew [ Sun 08. Oct 2006 20:02 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Sko ég var að spá er Ok. að taka þátt ef maður er með Endurskoðun.
það er þannig að pústið, endakúturinn er ónýtur það er allt og sumt og á ekki alveg 25.000 að gera við það en á hinsvegar 3000 til að taka þátt. Menn hafa mætt pústlausir þannig ég held að þú sért ok. ![]() |
Author: | Porsche-Ísland [ Sun 08. Oct 2006 20:08 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Sko ég var að spá er Ok. að taka þátt ef maður er með Endurskoðun.
það er þannig að pústið, endakúturinn er ónýtur það er allt og sumt og á ekki alveg 25.000 að gera við það en á hinsvegar 3000 til að taka þátt. Endurskoðun er í lagi meðan það eru ekki öryggisatriði sem eru biluð, s.s. stýri og bremsur. |
Author: | Benzari [ Sun 08. Oct 2006 20:12 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Sko ég var að spá er Ok. að taka þátt ef maður er með Endurskoðun.
það er þannig að pústið, endakúturinn er ónýtur það er allt og sumt og á ekki alveg 25.000 að gera við það en á hinsvegar 3000 til að taka þátt. Ónefndur SVARTUR bíll var nú með '05 miða síðast þegar ég sá til hans og fékk að vera með ![]() |
Author: | Ingsie [ Sun 08. Oct 2006 20:15 ] |
Post subject: | |
ég horfi bara á.. Er eitthvað skrítið hljóð í bílnum mínum ![]() |
Author: | bjahja [ Sun 08. Oct 2006 20:25 ] |
Post subject: | |
Benzari wrote: HPH wrote: Sko ég var að spá er Ok. að taka þátt ef maður er með Endurskoðun. það er þannig að pústið, endakúturinn er ónýtur það er allt og sumt og á ekki alveg 25.000 að gera við það en á hinsvegar 3000 til að taka þátt. Ónefndur SVARTUR bíll var nú með '05 miða síðast þegar ég sá til hans og fékk að vera með ![]() Ég er með 05 miða af því að handbremsan tekur ekki 100% í útaf því að ég var að kaupa stærri og betri bremsur og á eftir að uppfæra handbremsuna...... |
Author: | BjarkiHS [ Sun 08. Oct 2006 21:17 ] |
Post subject: | |
ég á 2stk. 15" á felgum sem einhver má klára fyrir mig á sunnudaginn... er reyndar ekki mikið eftir af þeim.... 520 ssk er ekki alveg að meika það ![]() |
Author: | HPH [ Sun 08. Oct 2006 21:23 ] |
Post subject: | |
runki12 wrote: ég á 2stk. 15" á felgum sem einhver má klára fyrir mig á sunnudaginn...
er reyndar ekki mikið eftir af þeim.... 520 ssk er ekki alveg að meika það ![]() þetta er ekki spurning um á hvernig bíl þú ert á eða klára einhver dekk þetta er spurning um að vera með og stirkja gott mál efni. |
Author: | Steini B [ Sun 08. Oct 2006 21:28 ] |
Post subject: | |
Ég mæti örugglega og horfi á... Tek kanski þátt ef ég verð kominn á nýjann bíl... ![]() |
Author: | ValliFudd [ Sun 08. Oct 2006 21:32 ] |
Post subject: | |
Ég mæti! ![]() |
Page 1 of 11 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |