bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ryð og meira ryð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1766
Page 1 of 1

Author:  O.Johnson [ Sun 22. Jun 2003 00:09 ]
Post subject:  Ryð og meira ryð

Ryð er eitt af því sem ég hata mest í öllu lífinu, og ég geri ráð fyrir að
flestir bílaáhugamenn geri það lýka.

Ég skrifa þetta í von um að einhver lumi á einhverjum galdra lausnum í
sambandi við þetta helvítis ryð. Bíllinn minn er byrjaður að ryðga og ég
hata það og óska hér með eftir upplýsingum um aðerðir hvernig er best
að slípa það upp, skella á þetta smá grunn og lit án þess að það sjáist að
nokkurtíma hafi verið átt við lakkið.

Allar hugmyndir vel þegnar.

Það er hægt að stuðla að friði í heiminum en því miður er ekki
hægt að stuðla að ryðlausum heimi. :( eða hvað...

Author:  Óðinn [ Sun 22. Jun 2003 00:56 ]
Post subject: 

hehehehe :oops:

Author:  Heizzi [ Sun 22. Jun 2003 02:01 ]
Post subject: 

Það eru til helvíti sniðugir svona litlir vírburstar í Bílanaust, þægilegir á litlar ryðbólur.
Gæti það ekki virkað að bera ríkulega á af glærunni og hamast svo á henni með massakremi þangað til maður nær henni nokkuð sléttri.

Author:  Raggi M5 [ Sun 22. Jun 2003 02:05 ]
Post subject: 

Hvað ætlaru að gera??? Bletta í þetta eða taka allann hlutann í gegn, ef þú ætlar bara að bletta þá myndi ég bara pússa duglega grunna og sprauta.

Author:  Bjarki [ Sun 22. Jun 2003 19:50 ]
Post subject: 

Ryðbólur tekur maður í burtu með svona bursta t.d. úr Bílanaust eða skífu á borvélina. Svo setur maður ruststop á þetta svo grunn. Svo er að úða litnum á þetta svo glærunni.
Þá er hægt að pússa þetta niður með sandpappír númer 2000 og svo massa með grófum og svo fínum massa. Þeir sem eru góðir í þessu geta gert þetta þannig að þetta sjáist ekki/varla.

Author:  gstuning [ Mon 23. Jun 2003 09:57 ]
Post subject: 

Best er að blása þetta (sandblása) eða skera partinn í burtu,

Svo grunna og mála

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/