Ryð er eitt af því sem ég hata mest í öllu lífinu, og ég geri ráð fyrir að
flestir bílaáhugamenn geri það lýka.
Ég skrifa þetta í von um að einhver lumi á einhverjum galdra lausnum í
sambandi við þetta helvítis ryð. Bíllinn minn er byrjaður að ryðga og ég
hata það og óska hér með eftir upplýsingum um aðerðir hvernig er best
að slípa það upp, skella á þetta smá grunn og lit án þess að það sjáist að
nokkurtíma hafi verið átt við lakkið.
Allar hugmyndir vel þegnar.
Það er hægt að stuðla að friði í heiminum en því miður er ekki
hægt að stuðla að ryðlausum heimi.

eða hvað...