bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ofur samkoma á Sunnudag
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17605
Page 1 of 2

Author:  Aron Andrew [ Thu 28. Sep 2006 10:13 ]
Post subject:  Ofur samkoma á Sunnudag

Sá þetta á kvartmílu spjallinu.

Quote:
Muscle Car Deild Kvartmíluklúbbsins ætlar að halda hefðina í heiðri og bjóða öllum sem vilja keyra með okkur, í síðasta rúntinn okkar í sumar.

Þetta verður ekki þessi hefðbundni "halarófu" rúntur, heldur ætlum við að hittast á bílastæðinu við Laugardalsvöllinn Aðalleikvang kl 20 á Sunnudaginn.
Þaðan:? til Hafnarfjarðar og að planinu hjá verslunarmiðstöðinni Firði.

Hugmyndin er að fylla miðbæ Hafnarfjarðar af flottum bílum af öllum tegundum, gerðum og árgerðum þetta kvöld, og mynda þannig pottþétta bíla-stemningu.
Hver og einn rúntar eins mikið og hann vill og getur síðan komið við á planinu hjá Firði og tekið sér pásu áður en hann rúntar meira.
Þetta er spurning um að sýna sig og sjá aðra þetta kvöld, og sýna fólki flotta bíla á rúntinum.
Og hver veit nema að þetta endi í einni allsherjar bílasýningu. :shock:

Veðurspáin fyrir sunnudagskvöldið 1. Október er mjög góð, frekar kallt en logn og gott veður.

Við vonum að það verði það margir að við getum fyllt bæði planið hjá firði og líka planið hjá Íþróttamiðstöðinni/Fjörukránni, og taki góða skapið með 8)

ALLIR AÐ MÆTA!!!!!!!!!!!!!!!!!! 8) :!: 8)

Fyrir hönd "Musclecar Deildar" Kvartmíluklúbbsins.

Sigurjóns Andersen.
Hálfdán Sigurjónsson.


Er ekki málið að fjölmenna á þetta?

Author:  gstuning [ Thu 28. Sep 2006 10:25 ]
Post subject: 

hljómar eins og næsti sunnudagur verður rosalegasti bíla dagur á íslandi :)

Author:  arnibjorn [ Thu 28. Sep 2006 10:29 ]
Post subject: 

Ég læt örugglega sjá mig :)

Author:  Aron Andrew [ Thu 28. Sep 2006 10:32 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
hljómar eins og næsti sunnudagur verður rosalegasti bíla dagur á íslandi :)


Einmitt, fyrst rallýkross brautin og svo þessi samkoma 8)

Author:  ///MR HUNG [ Thu 28. Sep 2006 10:35 ]
Post subject: 

Ég mæti þarna.

Author:  Hannsi [ Thu 28. Sep 2006 10:47 ]
Post subject: 

ÚJEEE verður á svæðinnu 8)

Author:  bjahja [ Thu 28. Sep 2006 12:54 ]
Post subject: 

Rallýkross brautin og svo þetta..........sounds like a plan

Author:  bimmer [ Thu 28. Sep 2006 12:56 ]
Post subject: 

Damn, hefði viljað vera þarna.

Author:  Lindemann [ Fri 29. Sep 2006 01:37 ]
Post subject: 

ég mæti ef ég verð ekki búinn með bílinn eftir rallýkrossbrautina :oops:
:burnout:

Author:  Danni [ Fri 29. Sep 2006 02:41 ]
Post subject: 

Ég kem!

Author:  Ingsie [ Fri 29. Sep 2006 10:37 ]
Post subject: 

Ég kem :wink:

Author:  Aron Andrew [ Sun 01. Oct 2006 19:25 ]
Post subject: 

ERu menn ekki almennt að fara að mæta þarna á eftir?

Author:  IceDev [ Sun 01. Oct 2006 19:29 ]
Post subject: 

Er eitthvað talað um hvenær farið verður út í hfj?

Nenni ekki að mæta í laugardalinn til þess að fatta að enginn sé þar

Author:  Danni [ Sun 01. Oct 2006 23:20 ]
Post subject: 

Svaka mæting var þarna!! Ánægður að sjá svona. Hefði viljað sjá fleyri BMW-a þarna, en þeir sem komu dugðu alveg 8)

Author:  bjahja [ Sun 01. Oct 2006 23:32 ]
Post subject: 

Þetta var mjög flott, endalaust margir bílar 8)
Er að vinna nokkrar myndir sem ég tók á hafnarbakkanum eftir þetta. Það var ekki hægt að taka myndir þarna í Hafnarfirði :?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/