bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fór á Porsche samkundu í gær klukkan 20.30.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1756
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Fri 20. Jun 2003 23:25 ]
Post subject:  Fór á Porsche samkundu í gær klukkan 20.30.

Jæja, þar sem ég stefni á Porsche 911 innan níu ára og 944 ennþá fyrr þá skellti ég mér á samkundu hjá Porsche klúbbnum í gær.

Þeir hafa svipaðann hátt á og við og hittast á góðu plani, í þessu tilfelli fyrir framan húsgangahöllina. Það var ágætismæting og þarna komu tveir Porsche 964, einn ameríku 911S (sjötíu og eitthvað módel), tveir 1989 módel af 911, tveir 924 báðir fallegir, einn gullfallegur þriggja lítra 944 og svo tveir 928.

Það voru reyndar fleiri bílar þarna sem ég missti af... jú svo var turbolook pre 89 911 bíll þarna og glænýr Porsche Cayenne sem Benni var á.

Það sem var nú markverðast þarna voru tveir fallegir 1989 módel sem voru óaðfinnalegir, annar rauður og létt tjúnaður skilst mér og svo sans brúnn með póleruðum fuchs felgum ekinn aðeins 60 þúsund!

Svo mætti Benni á þessum Cayenne - þá lá við að ég ældi á planið! Það vantaði bara rappara gallan á Benna! Hann var búin að setja viðbjóðslegar 22" krómfelgurundir vesalings bílinn! Þvílíkur hryllingur, bíllinn er nú ekki beint fallegur fyrir en að "pimpa" hann svona rækilega er hrikalegt finnst mér.

Þetta minnti helst á eimreið frá 19 öldinni að sjá þetta undir bílnum. Það eina góða við þetta var að maður gat skoðað þessar geysi öflugu bremsur sem eru undir þessum bílum :D

En allavega.... 22" undir Cayenne er bara :puke:

Hinsvegar sé ég að ég ætti að hafa efni á 911 fyrr en ég gerði ráð fyrir ef ég verð duglegur að spara :bow:

Kannski bara innan þriggja ára - en ef það bregst þá fer ég á 944 í millitíðinni.

OG hafið ekki áhyggjur, það verður sko örugglega BMW til að eiga með! :alien:

Author:  bjahja [ Fri 20. Jun 2003 23:30 ]
Post subject: 

Jesús kristur, 22" bling bling :puke: Porsche eru búnir til með aksturseiginleka í huga, meira að segja jeppadraslið. 22 tommur hjálpa ekki akstureiginleikum :x
En það hefði verið gaman að vera þarna, myndir?

Author:  Logi [ Fri 20. Jun 2003 23:36 ]
Post subject: 

Já þetta getur ekki hafa verið leiðinlegt...

Ég held að maður verði bara að eignast Porsche einhverntíma, það er bara skylda!

Author:  bebecar [ Fri 20. Jun 2003 23:37 ]
Post subject: 

Það koma örugglega myndir á síðuna hjá klúbbnum... www.porsche-island.is held ég að það sé....

Svo var líka mjög gaman að heyra í 4,6 og 8 strokka porsche vélum á einum og sama staðnum!

Author:  BMW 318I [ Sat 21. Jun 2003 20:44 ]
Post subject: 

Image[/url]

Author:  bebecar [ Sat 21. Jun 2003 22:11 ]
Post subject: 

Ég er alls ekki að fíla þetta, dekkin standa út undan brettunum! Hann hefði eflaust veirð mjög fínn á 20".
Hvað ætli svona dekk kosti annars? 500 þús?

Author:  hlynurst [ Sun 22. Jun 2003 00:01 ]
Post subject: 

Ekki undir því... :?

Author:  Raggi M5 [ Sun 22. Jun 2003 01:53 ]
Post subject: 

Ég held nú að Benna sé alveg skít sama um dekkjaverð hann á nóg af $$$ held ég.

Author:  Heizzi [ Sun 22. Jun 2003 02:58 ]
Post subject: 

Ótrúlegt að þessi svakalega græja sem Porsche jeppinn er geti verið svona ógeðslega kellingalegur í útliti, og þá er ég ekki bara að tala um þessar bjóðviðs felgur :?

Author:  Logi [ Sun 22. Jun 2003 14:41 ]
Post subject: 

Ég er sammála því, mér finnst VW jeppinn flottari :? og yfirteitt fíla ég ekki VW :!: [/quote]

Author:  Schulii [ Sun 22. Jun 2003 15:56 ]
Post subject: 

mér finnst þessir porsche jeppar bara haugljótir... í alvöru þó ég sé náttúrulega BMW maður að þá finnst mér X5 bíllinn svo miklu flottari.. miklu kraftalegri og bara.. já

Author:  StebbiÖrn [ Sun 22. Jun 2003 18:41 ]
Post subject: 

mér finnst porsche jeppin mjög flottur!! svo er þetta líka einn af þeim sniðugari bílum sem hafa verið framleiddir að mínu mati!! ef ég ætti nóg af $$$ þá myndi ég kaupa svona bíl sérstaklega þegar 500 hestafla vélin kemur!! ;)

en varðandi felgurnar þá er þetta ekki alveg að gera sig!!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/