bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvukubbar komnir í BMW 850i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1725
Page 1 of 1

Author:  Dr. E31 [ Mon 16. Jun 2003 00:31 ]
Post subject:  Tölvukubbar komnir í BMW 850i

Jæja, þá eru þeir komnir í, tók ekki nema 40 min, og guð minn góður hvað þetta virkar, hefði ekki trúað því, mikklu meira to mikklu meiri hröðun. Þetta setur hann í 300+hp og 450+Nm, sjáum bara til með rauntölur þega Dyno-dagur 2 verður haldinn. A.m.k. er ég mjög ánægður. :D

Smá nördamyndir:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  GHR [ Mon 16. Jun 2003 00:40 ]
Post subject: 

Sko, þetta var ekki ímyndun í mér :wink: Voru þetta ekki annars sömu kubbarnir og ég setti í minn????
Frábært að þetta skyldi virka svona vel, þetta var svo ódýrt :P

Author:  Djofullinn [ Mon 16. Jun 2003 12:27 ]
Post subject: 

Til hamingju Dr.E31 :)
Hvaða tegund er þetta?

Voðalega hefuru eitthvað á móti fyrrverandi bílnum þínum Gummi :roll:

Author:  bebecar [ Mon 16. Jun 2003 12:47 ]
Post subject: 

Til hamingu með þetta - það væri gaman að sjá dynoið út úr þessu!

Author:  GHR [ Mon 16. Jun 2003 13:33 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Til hamingju Dr.E31 :)
Hvaða tegund er þetta?

Voðalega hefuru eitthvað á móti fyrrverandi bílnum þínum Gummi :roll:


Nei, af hverju??? Ég sakna hans bara geðveikt, ekkert á móti honum því þetta var frábær bíll. Bara leiðinda bilanavesen sem hrjáði hann og vildi bara ekki hætta hjá mér :?

Author:  bjahja [ Mon 16. Jun 2003 16:26 ]
Post subject: 

Congrats.
Hvernig er þetta sett í, er það ekkert mál?

Author:  GHR [ Mon 16. Jun 2003 17:21 ]
Post subject: 

Neibb, ekkert mál. Ég gerði það á 50mín þegar ég var kominn með rétt verkfæri >>> troxskrúfjárn
Tekur styttri tíma á flestum öðrum vélum þar sem þar er bara einn tölvukubbur en ekki tveir eins og hjá okkur V12urunum

Author:  Dr. E31 [ Mon 16. Jun 2003 22:01 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Til hamingju Dr.E31 :)
Hvaða tegund er þetta?

Voðalega hefuru eitthvað á móti fyrrverandi bílnum þínum Gummi :roll:


Þetta eru JT Motorsports kubbar, þetta fyrirtæki farið á hausinn fyrir löngu, ég fékk þá ódýrt á ebay.com. :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/