Það er mjög algengt að sjálfskiptingarnar verða slappar í um 185þús (eða þar um bil) og ef ekkert er gert má gera ráð fyrir að það þurfi að taka þær í gegn í svona 215þús km. Ef samt eigendurnir keyra þetta eins og á að keyra svona bíla (limmaakstur) þá duga ssk. samt eitthvað lengur.
En það sem ég hef lesið og heyrt er að þegar þær eru settar í Park (drepið á bílnum og lagt honum

) þá eru þetta svo þungir bílar að þegar bíllinn rennur í parkið þá reynir þá gífurlega á sjálfskiptinguna og það er einmitt það sem er að skemma skiptingarnar.
Þú getur fengið þessa bíla á toppverði að mínu mati. Mjög fallegir bílar (langflottustu BMW að mínu mati > sjöurnar) og þrælskemmtilegt að keyra þetta (ekki eins og eitthverja Toyota beyglu

) Svona sanngjarnt verð er um 500-600þús en það fer síðan bara allt eftir eiganda og hvað hann er búinn að eyða miklu í viðhald og uppgerðar
Þú spyrð um virkni og bilanir??? Ef þú ert að leita þér að kraftmiklum bíl eða bíl sem er snöggur í hundraðið fáðu þér þá 325 eða 740/750.
BMW bilar meira en margir bílar (það er bara staðreynd

) en þetta er samt aðallega viðhald og oft dýrt viðhald en það er samt þess virði ef þú vilt keyra skemmtilegustu bíla sem eru framleiddir
Smá specs. um þessa bíla
735i, 6 cyl (M30)
Þyngd : 1600kg / 3520lbs
0-100 (automatic) : 9,1 sek
0-100 (manual) : 8,3 sek
hp/kW : 211/155
torque: 305 NM/4000 rpm