bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

B&L: Thumbs up fyrir liðlegheit
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=17127
Page 1 of 2

Author:  jon mar [ Thu 31. Aug 2006 15:25 ]
Post subject:  B&L: Thumbs up fyrir liðlegheit

Langaði bara að lýsa yfir ánægju minni með verslunarstjórann hjá B&L

Fyrir rúmri viku hringdi ég og fékk verð á Bremsudiskum í bílinn minn og pantaði. Allt gott og blessað með það.

Síðan núna fékk ég sendingu heim að dyrum. Diskarnir komnir, en krafan hljóðaði uppá hærri upphæð en nefnd var í fyrstu.
Þannig ég hringdi og talaði við starfsmann í varahlutadeild sem bar beiðnina áfram í verslunarstjórann.

Eftir stutta stund hringir svo verslunarstjórinn í mig og býður mér inneignarnótu fyrir mismuninu á verðinu sem mér var sagt og því sem síðar varð.

Virkilega sáttur með svona vinnubrögð, alveg til þess fallið að álit mitt í garð þessa umboðs er töluvert hærra en áður var. 8)

Author:  arnibjorn [ Thu 31. Aug 2006 15:29 ]
Post subject: 

Gaman að heyra svona :)

Allavega skemmtilegra en að heyra frá þeim sem gera ekki annað en að skíta yfir B&l!

Author:  Helgi M [ Thu 31. Aug 2006 20:26 ]
Post subject: 

Ég hef líka fengið mjög góða þjónustu hjá þeim,, :)

Author:  anger [ Thu 31. Aug 2006 20:58 ]
Post subject: 

ja eg er sattur við þa lika


fyrir utan rauðhærða gaurinn í varahlutunum, hann er allveg :puker:

Author:  HPH [ Thu 31. Aug 2006 23:34 ]
Post subject: 

anger wrote:
ja eg er sattur við þa lika


fyrir utan rauðhærða gaurinn í varahlutunum, hann er allveg :puker:

Hvað er að honum?

Author:  Jss [ Thu 31. Aug 2006 23:35 ]
Post subject: 

HPH wrote:
anger wrote:
ja eg er sattur við þa lika


fyrir utan rauðhærða gaurinn í varahlutunum, hann er allveg :puker:

Hvað er að honum?


Þeir eru reyndar tveir rauðhærðir, fínustu kallar. ;) Ég ætti að vita það.

Author:  Jón Ragnar [ Fri 01. Sep 2006 07:05 ]
Post subject: 

Ég leitaði alltaf upp Jóhann í varahlutunum :D

Toppafgreiðsla frá honum 8)

Það verður söknuður af þér jói :)
En vonandi gengur vel í Bifröstini 8)

Author:  bjahja [ Fri 01. Sep 2006 09:07 ]
Post subject: 

Ég bíð alltaf eftir Jóhanni, eða Inga núna nýlega og ég hef alltaf fengið topp þjónustu 8)

Author:  grettir [ Fri 01. Sep 2006 11:28 ]
Post subject: 

Sama hér, alltaf fengið toppþjónustu hjá B&L.

Author:  anger [ Fri 01. Sep 2006 14:06 ]
Post subject: 

HPH wrote:
anger wrote:
ja eg er sattur við þa lika


fyrir utan rauðhærða gaurinn í varahlutunum, hann er allveg :puker:

Hvað er að honum?


hundleiðinlegt að lata hann afgreiða mann, svo mikill hroki og hann horfir alltaf á mann eins og hann hatar mann og nennir þessu lifi engan vegin :D

en betra að lata JSS afgreiða mann

Author:  Thrullerinn [ Fri 01. Sep 2006 14:43 ]
Post subject: 

Fyrir utan varahlutaverðið þá er B&L að gera frábæra hluti.

Author:  JOGA [ Fri 01. Sep 2006 14:54 ]
Post subject: 

Ég hef farið upp eftir núna eftir að ég fékk E30.

Verið með sérþarfir. Litlar skrúfur og beiðnir um að fletta upp verðum á hlutum.

Ingi hefur afgreitt mig og ég verð að segja að ég hef fengið mjög notalega þjónustu.

Author:  Gunni [ Fri 01. Sep 2006 15:07 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Ég hef farið upp eftir núna eftir að ég fékk E30.

Verið með sérþarfir. Litlar skrúfur og beiðnir um að fletta upp verðum á hlutum.

Ingi hefur afgreitt mig og ég verð að segja að ég hef fengið mjög notalega þjónustu.


Ingi er líka mjög svo notalegur náungi! :wink:

Author:  JOGA [ Fri 01. Sep 2006 15:51 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
JOGA wrote:
Ég hef farið upp eftir núna eftir að ég fékk E30.

Verið með sérþarfir. Litlar skrúfur og beiðnir um að fletta upp verðum á hlutum.

Ingi hefur afgreitt mig og ég verð að segja að ég hef fengið mjög notalega þjónustu.


Ingi er líka mjög svo notalegur náungi! :wink:


:lol:

Author:  bimmer [ Fri 01. Sep 2006 15:56 ]
Post subject: 

Það fór um mann kaldur sviti þegar maður frétti að Jóhann væri að hætta.

Maður róaðist hins vegar þegar maður frétti að Ingi væri að byrja þarna 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/