Jæja þá er ég búinn að setja Dunlop SP Sport 9000 dekkin sem ég pantaði frá UK undir bílinn! Váá
ÞVÍLIKUR munur, var sko á Dunlop
vetrardekkjum áður... (235/45-17 og 255/40-17) Nýju dekkin eru 235/45-17 og 265/40-17 og mér finnst þau hafa endalaust grip!. Felgurnar 8,5 og 9,5 tommu breiðar.
Þar sem ég var búinn að minnast á þetta hérna einhverntíma á spjallinu bað mig einhver um að segja frá því hvað þetta myndi kosta mig! And here goes:
Pantaði dekkin á mytyres.co.uk og borgaði með VISA.
Svo skemmtilega vildi til að vinur minn var að sigla á England og bauðst til að aðstoða mig við að koma þeim heim.
Hann reddaði mér heimilisfangi hjá kunningja sínum úti og ég lét senda dekkin á hann (sendingarkostnaður innanlands í UK innifalin í verði). Hann sá svo um að koma dekkjunum niður í skip.
Þá var ég búinn að redda mér fríum flutningi til Íslands.
Þegar kom að tollurum í Reykjavíkurhöfn fengu þeir að vita af dekkjunum og var sagt að þau kostuðu undir 5000kr stk.
Þeir hvorki báðu um nótu né skoðuðu dekkin, þannig að ég þurfti ekki að borga nein gjöld!!!!!
Heildarverð á dekkjum undir bílinn komin: 58.000 kr
