bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Græjupæling
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16991
Page 1 of 1

Author:  siggir [ Wed 23. Aug 2006 18:35 ]
Post subject:  Græjupæling

Er ekki einhverstaðar hægt að fá upphækkun undir hátalara?

Ég var að kaupa mér 6x9 hátalara sem ég ætla að hafa í afturhillunni í E30. Þeir komast bara ekki ofan í götin sem var búið að skera. Holan undir er ekki nógu djúp.

Author:  burgerking [ Wed 23. Aug 2006 18:49 ]
Post subject: 

skera meira :twisted:

Author:  Geirinn [ Wed 23. Aug 2006 19:13 ]
Post subject: 

Upphækkun ættirðu að geta fengið í öllum betri bílgræjuverslunum.

Þýðir ekki að skera meira.

Author:  Steinieini [ Wed 23. Aug 2006 20:30 ]
Post subject: 

Þýðir og þýðir ekki.... ég mæli ekki með því að fara að skera og djöflast. Erfitt og hundleiðinlegt :wink:

Ef ég fengi að byrja uppá nýtt myndi ég bara fá mér góða 5.25in hátalara og halda stock looki.

Author:  Stefan325i [ Wed 23. Aug 2006 22:08 ]
Post subject: 

það sem ég gerði hjá mér var að ég sagaði "upphækkanir" átti gamal hátalara plötu og sagaði úr henni hringian 6x9 og setti undir hilluna í kringum hátalarana þannig að hillan hækkaði um 12mm eða svo og það virkaði hjá mér. Maður sér ekker að þessir hringir eru undir ef maður skoðar hilluna.

Author:  siggir [ Thu 24. Aug 2006 11:31 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
það sem ég gerði hjá mér var að ég sagaði "upphækkanir" átti gamal hátalara plötu og sagaði úr henni hringian 6x9 og setti undir hilluna í kringum hátalarana þannig að hillan hækkaði um 12mm eða svo og það virkaði hjá mér. Maður sér ekker að þessir hringir eru undir ef maður skoðar hilluna.


Ég er einmitt að pæla í einhverju svoleiðis. Er með 24mm krossviðarplötu sem ég ætla að saga til utan um hátalarana. Er mikið mál að troða þessu þarna undir? Lítið mál að hafa þetta ofaná en kannski smekklegra að koma þessu fyrir þar sem þetta sést ekki.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/