bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Blá framljós, ekki xenon
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16987
Page 1 of 2

Author:  Bjöggi [ Wed 23. Aug 2006 14:24 ]
Post subject:  Blá framljós, ekki xenon

ég sé alltaf af og til í umferðinni alveg skærbláan framljósageisla. Fyrir þá sem ekki tíma að kaupa sér xenon, hvað heita þessar perur og hvar fær maður þær? Ég er nokkuð viss um að ég telji mig þekkja xenon geislan og er viss um þetta sé ekki xenon það sem ég hef verið að sjá.

Einhvern tíman reyndi ég eitthvað úr stillingu sem kallaðist clear blue something og það var ekkert nógu blátt.

Author:  Eggert [ Wed 23. Aug 2006 14:34 ]
Post subject: 

Getur fengið þessar perur í ÁG, kosta milli 3 og 4k. Er mjög svipað þessu sem þú varst með, nema aðeins blárra.

Author:  Bjöggi [ Wed 23. Aug 2006 14:47 ]
Post subject: 

#$%&%$# okur er þetta, en þetta er semsagt málið, þetta er þá eins blátt og það verður? er þetta alveg löglegt?
löggan er nú vön því að fetta fingur útí allt svona samt.

Author:  arnibjorn [ Wed 23. Aug 2006 14:49 ]
Post subject: 

Af hverju ekki að borga aðeins meira og fá sér alvöru xenon?

Kostar ekki það mikið :)

Author:  burgerking [ Wed 23. Aug 2006 14:52 ]
Post subject: 

Ertu ekki að tala um þetta?

Author:  Bjöggi [ Wed 23. Aug 2006 15:26 ]
Post subject: 

hversu blátt ætli þetta sé? hefur einhver hérna prófað þetta?

Author:  burgerking [ Wed 23. Aug 2006 15:30 ]
Post subject: 

On second thought... þá eru þetta meira svona hvít sterk ljós heldur en blá... keypti svona hjá tb á sínum tíma fyrir z3 bílnn sem ég átti... kom samt flott út sko :)

Author:  Bjöggi [ Wed 23. Aug 2006 15:53 ]
Post subject: 

ég hef séð líka þessi hvítu sterku sem fara kannski aðeins útí blátt, ég er meira að leita að alveg bláum.

ég mætti um daginn gömlum patról (kassaboddýið með kringlóttu ljósin)
hann var með svona alveg blá, meirað segja örlítið blárri en xenon.

það er það sem ég er að leita að...

Author:  Arnarf [ Wed 23. Aug 2006 16:18 ]
Post subject: 

The Executive wrote:
#$%&%$# okur er þetta, en þetta er semsagt málið, þetta er þá eins blátt og það verður? er þetta alveg löglegt?
löggan er nú vön því að fetta fingur útí allt svona samt.


Þetta er ekki löglegt. Til að fá að vera með hvítt ljós verður það að vera Xenon kit, annars er það ólöglegt.

Author:  Icekorn [ Wed 23. Aug 2006 16:38 ]
Post subject: 

Það bláasta sem ég hef komist í hér á landi var frá Aukaraf, síðan pantaði ég mér á ebay perur sem voru mjög bláar og entust svona hálft ár. Það er alveg fullt af svona dóti á ebay. Annars er ég kominn með xenonkit núna og það er bara 8) Það er líka svo geggjuð lýsing og lúkkar alveg fáránlega vel, vandamálið við bláu perurnar þær lýsa eiginlega bara verr en glærar. Xenon er bæði show og go 8)

http://www.aukaraf.is/index.php?cPath=27_63

Author:  Bjöggi [ Wed 23. Aug 2006 16:49 ]
Post subject: 

auðvitað hlaut þetta að vera ólöglegt! maður má aldrei neitt.

hún er nú samt varla mikið að pæla í þessu löggan, þetta kostar tæpast boðun í skoðun...

Author:  gunnar [ Wed 23. Aug 2006 16:52 ]
Post subject: 

Þessar perur hitna svo gífurlega að þær endast ekki rassgat.. Mæli frekar með xenon kerfi í staðinn fyrir að kaupa þessa rusl perur. Meira segja ef þú setur svona perur í plastlugtir þá hef ég sé að það kemur svona far á lugtirnar, svart matt far.

Author:  Eggert [ Wed 23. Aug 2006 17:49 ]
Post subject: 

The Executive wrote:
auðvitað hlaut þetta að vera ólöglegt! maður má aldrei neitt.

hún er nú samt varla mikið að pæla í þessu löggan, þetta kostar tæpast boðun í skoðun...


Hef notað svona perur síðan 2001 og aldrei verið stoppaður útaf því. En afturámóti hef ég fengið grænan miða útá þetta, því perurnar eru ekki CE eða EC merktar. En það á nú víst að vera hægt að fá þær merktar þessum stimpli, svo athugaðu það hjá ÁG ef þú kaupir þetta þar.
Annars er þetta rétt sem Árni sagði, eina vitið er að kaupa alvöru Xenon fyrir kannski 30k...

Author:  Hannsi [ Wed 23. Aug 2006 19:04 ]
Post subject: 

hef ðrufað þetta og þetta endist ekkert

kannski mánuð eða svo ;)

Author:  íbbi_ [ Wed 23. Aug 2006 23:55 ]
Post subject: 

ég keypti sona sem voru alveg OFUR bláar í prezuna mína sálugu.. ein sprakk bara eftir sona 3 sec og hin eftir sona 4 daga..

ég ætla allavega að bíða frekar eftir alvöru xenon í bílin minn en að troða sona shitti í..

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/