bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Leikdagur Sunnudaginn 27. ágúst https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16885 |
Page 1 of 10 |
Author: | Porsche-Ísland [ Wed 16. Aug 2006 11:03 ] |
Post subject: | Leikdagur Sunnudaginn 27. ágúst |
Sunnudaginn 27. ágúst verður leikdagur á Rallykross brautinni. Brautin verður opin frá 11 og eitthvað fram eftir degi. Fer eftir aðsókn. Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína. Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu. Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka. Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir. Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara leikur. Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það. Til að fá að aka þurfa menn að ganga í Mótorsportklúbb Íslands og er árgjald fyrir árið 2006 3000 krónur en ókeypis verður að keyra fyrir meðlimi þennan dag. Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og 3000 krónur í seðlum. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Bara að taka fram að þetta fari fram á Rallykrossbrautinni v/Krísuvíkurveg Þessi braut er við veginn til Krísuvíkur, ca. 5 km frá Hafnarfirði. Þetta er mynd af brautinni. ![]() Þarna er bæði malbikuð 830 metra löng braut og svo er þarna rúmlega 1000 metra löng rally kross braut. Þær eru samtvinnaður. Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020. Þáttökuyfirlýsing Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri sem fram fer þ. 27 / 08 / 2006 Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð. Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón. ______________________________________ Nafn ökumanns ___________________ Kennitala _____________ Bílnúmer ____________ ____________________ GSM númer og e-mail (vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára) Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi. _____________________________________ Nafn forráðamanns _____________________ Kennitala |
Author: | fart [ Wed 16. Aug 2006 11:06 ] |
Post subject: | |
Það var lagið! |
Author: | gstuning [ Wed 16. Aug 2006 11:20 ] |
Post subject: | |
Eins og stendur á L2C I shall be there ![]() |
Author: | Steini B [ Wed 16. Aug 2006 12:25 ] |
Post subject: | |
Ég var að spá... Sumir eru að vinna aðra hverja helgi. Væri þá ekki spurning um að hafa þetta ekki akkúrat 2 vikum eftir seinasta skipti? Bara smá pæling... |
Author: | gstuning [ Wed 16. Aug 2006 12:30 ] |
Post subject: | |
Steini B wrote: Ég var að spá... Sumir eru að vinna aðra hverja helgi.
Væri þá ekki spurning um að hafa þetta ekki akkúrat 2 vikum eftir seinasta skipti? Bara smá pæling... bara skipta við einhvern í vinnunni, ætti ekki að vera mikið mál |
Author: | IngóJP [ Wed 16. Aug 2006 15:02 ] |
Post subject: | |
þegar það er svona playday þá býr maður til frí ekki satt |
Author: | íbbi_ [ Wed 16. Aug 2006 15:02 ] |
Post subject: | |
nú er bara að vona að kúplingin verði kominn! |
Author: | HPH [ Wed 16. Aug 2006 16:28 ] |
Post subject: | |
Þetta lýst mér vel á að halda svona aftur... Verst að ég þarf senni lega að líða það vera kallaður wannabe því að ég á ekki pening til að taka þátt í þessu(ætla samt að reina redda því) gstuning wrote: Steini B wrote: Ég var að spá... Sumir eru að vinna aðra hverja helgi. Væri þá ekki spurning um að hafa þetta ekki akkúrat 2 vikum eftir seinasta skipti? Bara smá pæling... bara skipta við einhvern í vinnunni, ætti ekki að vera mikið mál Reindar er það oft GEIÐVEIKT mikið mál t.d. þar sem ég var að vinna þá þurti ég bara að sækja um frí með svona 3vikna fyrir vara. |
Author: | gstuning [ Wed 16. Aug 2006 16:35 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Þetta lýst mér vel á að halda svona aftur...
Verst að ég þarf senni lega að líða það vera kallaður wannabe því að ég á ekki pening til að taka þátt í þessu(ætla samt að reina redda því) gstuning wrote: Steini B wrote: Ég var að spá... Sumir eru að vinna aðra hverja helgi. Væri þá ekki spurning um að hafa þetta ekki akkúrat 2 vikum eftir seinasta skipti? Bara smá pæling... bara skipta við einhvern í vinnunni, ætti ekki að vera mikið mál Reindar er það oft GEIÐVEIKT mikið mál t.d. þar sem ég var að vinna þá þurti ég bara að sækja um frí með svona 3vikna fyrir vara. damn, finna sér viku vinnu ![]() |
Author: | MJ [ Wed 16. Aug 2006 16:40 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: HPH wrote: Þetta lýst mér vel á að halda svona aftur... Verst að ég þarf senni lega að líða það vera kallaður wannabe því að ég á ekki pening til að taka þátt í þessu(ætla samt að reina redda því) gstuning wrote: Steini B wrote: Ég var að spá... Sumir eru að vinna aðra hverja helgi. Væri þá ekki spurning um að hafa þetta ekki akkúrat 2 vikum eftir seinasta skipti? Bara smá pæling... bara skipta við einhvern í vinnunni, ætti ekki að vera mikið mál Reindar er það oft GEIÐVEIKT mikið mál t.d. þar sem ég var að vinna þá þurti ég bara að sækja um frí með svona 3vikna fyrir vara. damn, finna sér viku vinnu ![]() klárlega gott svar ![]() |
Author: | Einsii [ Wed 16. Aug 2006 17:04 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur 27. ágúst |
Porsche-Ísland wrote: Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.
En ef það rann út fyrir ekki svo löngu síðan.. ![]() |
Author: | ///M [ Wed 16. Aug 2006 17:17 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur 27. ágúst |
Einsii wrote: Porsche-Ísland wrote: Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. En ef það rann út fyrir ekki svo löngu síðan.. ![]() Quote: Engin undanþága verður frá þessum reglum.
|
Author: | bimmer [ Wed 16. Aug 2006 17:23 ] |
Post subject: | |
Vil hvetja menn til að mæta - það eruð þið sem stjórnið því hvort svona dagar verða haldnir áfram!!!! |
Author: | burgerking [ Wed 16. Aug 2006 17:26 ] |
Post subject: | Re: Leikdagur 27. ágúst |
Einsii wrote: Porsche-Ísland wrote: Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. En ef það rann út fyrir ekki svo löngu síðan.. ![]() Ferð til sýslumannsins þíns og sækir um nýtt, færð mánaðar bráðabyrgðaskírteini meðan þú bíður eftir hinu... þá ertu good to go held ég ![]() |
Author: | Dohc [ Wed 16. Aug 2006 17:27 ] |
Post subject: | |
einsog ég skrifaði á L2C þá verð ég þarna á græju minni ![]() en er þetta eitthvað tengt LÍA eða er þetta bara Mótorsport Klúbbur Íslands eingöngu með þetta? bara spyrja ![]() |
Page 1 of 10 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |