bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skjár1 upp á braut
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1683
Page 1 of 2

Author:  Stefan325i [ Tue 10. Jun 2003 23:50 ]
Post subject:  Skjár1 upp á braut

Tekið af Live2cruize.


Skjáreinn ætlar að vera með smá upptökur í anda 2F2F upp á kvartmílu á morgun kl 18:00. Búið er að fá leyfi fyrir brautinni og vantar fullt af bílum bæði til að taka run og vera á hliðar línunni að horfa á svona í anda myndarinnar. Klúbburinn var beðin um að mæta á öllum bílum uppeftir og taka þátt í þessu með þeim til að ná svolítið fram anda myndarinnar. Svo verður þetta sýnt á Mán 16.06.03 skildist mér vonast til að sjá sem flesta

Ég ætla að mæta og sjá hvað bimmin getur á beinakaflanum :twisted:

gaman ef sem flestir láta sjá sig.

Author:  bebecar [ Tue 10. Jun 2003 23:52 ]
Post subject: 

Hmmm, mig langar en vil helst ekki láta bendla mig við þessa mynd :wink:

Það verður samt gaman að sjá þetta í sjónvarpinu.

Author:  bebecar [ Tue 10. Jun 2003 23:53 ]
Post subject: 

Fokk itt... ég reyni að mæta - kem bara með skíðagrímu!

Author:  bjahja [ Tue 10. Jun 2003 23:55 ]
Post subject: 

ohhhh, ef maður væri ekki að vinna. Þá myndi ég fara og aflita á mér hárið, skella neoni undir bílinn og ná mér í fullt af límmiðum og mæta hress og kátur :lol:

Author:  Haffi [ Wed 11. Jun 2003 00:13 ]
Post subject: 

Djöfull hvað gerði ég við 19" chrome felgurnar mínar og V-tech límmiðana?!?!?!

Author:  Just [ Wed 11. Jun 2003 00:32 ]
Post subject: 

það hlýtur einhver í live2cruize að geta lánað þér :lol:

Author:  Svezel [ Wed 11. Jun 2003 16:30 ]
Post subject: 

Kannski maður skelli sér bara, búinn að vinna og í góðum fíling

Author:  bebecar [ Wed 11. Jun 2003 21:54 ]
Post subject: 

Ehhh, var þetta í dag klukkan 18??? Típískt - ég var komin í ölið og búin að steingleyma þessu!

Author:  Haffi [ Wed 11. Jun 2003 21:58 ]
Post subject: 

hehe ég steingleymdi þessu. Var uppi á verkstæði að rífa allt í sundur til að laga eina helvítis hagkaupsbeyglu sem tókst ekki alveg en hún minkaði allavega weeee.

Author:  bebecar [ Wed 11. Jun 2003 22:01 ]
Post subject: 

Það verður gaman að sjá hverjir mættu, ég hefði ekki spyrnt en ég hefði haft gaman að sjá hina spyrna, það er alltaf gaman að horfa á spyrnur á svona venjulegum götubílum.

Mér finnst nefnilega ekkert gaman að horfa á ekta kvartmílubíla.

Author:  Haffi [ Wed 11. Jun 2003 22:05 ]
Post subject: 

Sama hér... það væri kannski annað ef við værum með bíla í þeim flokki :)

Author:  iar [ Wed 11. Jun 2003 23:05 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ehhh, var þetta í dag klukkan 18??? Típískt - ég var komin í ölið og búin að steingleyma þessu!


Jahá.. kl. 18 á miðvikudegi!!! Bitta! :lol: :drunk:

PS: Þetta er auðvitað ekkert nema öfund ;-)

Author:  bebecar [ Wed 11. Jun 2003 23:09 ]
Post subject: 

HEY! Ég er í fríi! Og á heima í 101, hér er allt sem þarf og maður þarf ekki að vera bílandi sko.... :burnout:

Author:  Svezel [ Wed 11. Jun 2003 23:14 ]
Post subject: 

Ég mætti og tapaði fyrir Hondu Civic, HONDU!!! :x Tók af stað eins og hálfviti og svo var bara sama bilið allan tímann. Einn ekki sáttur.

Þarf greinilega að fara að skrúfa hressilega upp aflið í dollunni

Author:  hlynurst [ Wed 11. Jun 2003 23:16 ]
Post subject: 

Var þetta eitthvað mikið breytt Honda? Þú átt að taka þessa bíla maður!!!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/