bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
328 vs. 540, hvorn ætti maður að velja? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16778 |
Page 1 of 2 |
Author: | mazdan [ Wed 09. Aug 2006 13:02 ] |
Post subject: | 328 vs. 540, hvorn ætti maður að velja? |
Sælir BMW gúrúar. Djöfull er þægilegt að hafa stað sem maður getur varpað svona spurningu á. Málið er það að það er búið að bjóða mér tvo bíla, báðir BMW, og ég er einfaldlega að spá hvorn bílinn ætti maður að velja. Þið getið kannski hjálpað mér og beint mér í rétta átt. Annar bíllinn er BMW 328 árg. 1999 (1998), ek. 170 þúsund http://www.bilasolur.is/Car.asp?show=CA ... _ID=115167 Hitt er svo BMW 540 árg. 1996 ek. 165 þúsund http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=C ... _ID=101954 Báðir MJÖG freistandi. Ég veit bara ekki hvorn bílinn ég ætti að hallast frekar að. Þeir hafa báðir mjög sterka punkta og ég get vart gert upp á milli þeirra. Hvert er ykkar sérfræðiálit? Kv., Garri |
Author: | íbbi_ [ Wed 09. Aug 2006 14:55 ] |
Post subject: | |
tjahh.. kosturin við E46 bílin err að það er yngri hönnun á bíl, og E46 eru mjög skemmtilegir, E39 540 eru hinsvegar búnir að margsanna sig sem einstaklega skemtilegir vagnar.. u can't go wrong with it.. ég hugsa að ég myndi enda á honum |
Author: | Einsii [ Wed 09. Aug 2006 16:19 ] |
Post subject: | |
Mér finnst E46 4 dyra soltið piontless þegar maður getur fengið stærri fimmu fyrir jafnvel minni pening, Ógeðslega gott að keyra þessa E39! Annars gera þessir bílar báðir ekkert fyrir mig útlitslega séð þannig að það myndi ekki auðvelda mér valið. Fimman fyrir mig nema þú farir í coupe eða cabrio E46 ![]() |
Author: | Bjössi [ Wed 09. Aug 2006 18:35 ] |
Post subject: | |
ég tæki e46, minni bensíneyðsla, góður kraftur, yngri og fyrir mig er það plús að bíllinn sé minni |
Author: | Eggert [ Wed 09. Aug 2006 18:44 ] |
Post subject: | |
E39 4tw. |
Author: | Danni [ Wed 09. Aug 2006 18:44 ] |
Post subject: | |
540 er alveg málið sko ![]() |
Author: | Jói [ Wed 09. Aug 2006 19:51 ] |
Post subject: | |
Ansi margt svipað með þessum báðum bílum. Báðir með leður, sjálfskiptir, svipaðan aukabúnað, glær ljós í stað appelsínugulra. 540 er óneitanlega kraftmeiri og það finnst á hvaða hraða sem er, en hann er eldri, eyðir meiru og ætti að öllu jöfnu að vera kostnaðarsamari. Þú ættir aðallega að spyrja þig sjálfan hvorn litinn þú fílir meira og hvora vélina þú vilt. Persónulega mundi ég taka e46, en það er kannski vegna þess að ég er heitur fyrir e46 þessa daganna ![]() |
Author: | Eggert [ Wed 09. Aug 2006 19:54 ] |
Post subject: | |
Jói wrote: Ansi margt svipað með þessum báðum bílum. Báðir með leður, sjálfskiptir, svipaðan aukabúnað, glær ljós í stað appelsínugulra. 540 er óneitanlega kraftmeiri og það finnst á hvaða hraða sem er, en hann er eldri, eyðir meiru og ætti að öllu jöfnu að vera kostnaðarsamari.
Þú ættir aðallega að spyrja þig sjálfan hvorn litinn þú fílir meira og hvora vélina þú vilt. Persónulega mundi ég taka e46, en það er kannski vegna þess að ég er heitur fyrir e46 þessa daganna ![]() Eins og komið hefur hér áður fram á vefnum að þá bilar M60/M62 bara yfirleitt ekki. E39 boddýið er boddý sem er komið með góða reynslu, eldist vel og er bara hreinlega góður bíll. Ég hef ekki næga reynslu af E46 til að segja, en ég veit bara hvernig minn E39 bíll var. Rosalega þéttur og góður akstursbíll. Svo trúi ég því varla að það muni það miklu í eyðslu. 2-3 lítrar (hugsanlega?) myndu allavega ekki skipta mig neinu máli. |
Author: | Jói [ Wed 09. Aug 2006 20:45 ] |
Post subject: | |
Annað sem mér finnst skrýtið, en skiptir sennilega engu máli. Það varðar mælaborðið á e39 bílnum. Er ekki óvenjulegt að hraðamælirinn nái ekki upp fyrir 240 km/klst? Klárlega kemst e39 hraðar en 240 (með og án V-max), og aðrir e39 540 hafa hraðamæli sem nær vel upp fyrir 240 km/klst. http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CARIMAGE&BILASALA=47&BILAR_ID=101954&IMAGEID=5381 Quote: 2-3 lítrar (hugsanlega?) myndu allavega ekki skipta mig neinu máli.
Það er farið að muna ansi mikið um þessa lítra ![]() |
Author: | hlynurst [ Wed 09. Aug 2006 20:46 ] |
Post subject: | |
Ég myndi hiklaust taka 540. Mun meiri bíll! |
Author: | íbbi_ [ Thu 10. Aug 2006 00:27 ] |
Post subject: | |
Jói wrote: Ansi margt svipað með þessum báðum bílum. Báðir með leður, sjálfskiptir, svipaðan aukabúnað, glær ljós í stað appelsínugulra. 540 er óneitanlega kraftmeiri og það finnst á hvaða hraða sem er, en hann er eldri, eyðir meiru og ætti að öllu jöfnu að vera kostnaðarsamari.
Þú ættir aðallega að spyrja þig sjálfan hvorn litinn þú fílir meira og hvora vélina þú vilt. Persónulega mundi ég taka e46, en það er kannski vegna þess að ég er heitur fyrir e46 þessa daganna ![]() eg efast um að E39 sé kostnaðasamari en E46, ég hef nú reyndar verið dáldið innan um bæði E32 E39 og E32 með m60/m62 ogf þessir mótorar biluðu nú bara ekkert minna eða meira en aðrir bimmar sem ég hef verið eitthvað innan um.. eins og svo oft.. sumir bílar með endalaust vesen og aðrir til friðs.. það er hinsvegar refsing að vinna við þessa mótora |
Author: | BMWaff [ Thu 10. Aug 2006 10:33 ] |
Post subject: | |
Ég græt mig ennþá í svefn yfir að hafa selt 540 bílinn minn... Mér finnst e46 ekkert spennandi miðað við þá... Ekki nema 330Ci... |
Author: | mazdan [ Thu 10. Aug 2006 16:40 ] |
Post subject: | |
Ég þakka kærlega fyrir góð svör. Ég skellti mér á 540iA og er þar með búinn að eignast minn fyrsta BMW. Hann heillaði mig meira, og þessi V8 hljómar líka virkilega vel. Garri, nýkrýndur BMW eigandi. |
Author: | Steini B [ Thu 10. Aug 2006 17:16 ] |
Post subject: | |
Til Hamingju! ![]() |
Author: | Bjarkih [ Thu 10. Aug 2006 21:48 ] |
Post subject: | |
Til Hamingju ![]() ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |