bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leikdagur laugardaginn 12. ágúst
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16752
Page 1 of 8

Author:  Porsche-Ísland [ Mon 07. Aug 2006 22:27 ]
Post subject:  Leikdagur laugardaginn 12. ágúst

Laugardaginn 12. ágúst verður leikdagur á Rallykross brautinni.

Brautin verður opin milli 13-20.

Þar mun fólk geta æft sig og lært inn á bílana sína.

Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Öllum sem taka þátt í æfingunni er skylt að nota öryggishjálm.

Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara æfing.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir hvern bílstjóra er 2000 kr


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. 12 / 08 / 2006


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur starfsmanna æfingarinnar vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala

Author:  íbbi_ [ Mon 07. Aug 2006 22:31 ]
Post subject: 

verður þetta oftar í sumar? er að fá afturdrifið leiktæki en er ekki viss um að það náist fyrir helgi

Author:  Porsche-Ísland [ Mon 07. Aug 2006 22:35 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
verður þetta oftar í sumar? er að fá afturdrifið leiktæki en er ekki viss um að það náist fyrir helgi


Kemur í ljós,, fer allt eftir því hver ásóknin verður.

Author:  ValliFudd [ Mon 07. Aug 2006 23:57 ]
Post subject: 

Þetta er snilld! En ég er að vinna frá 11-21... :cry:
Ætla samt að reyna að redda fríi :wink:

Author:  F2 [ Tue 08. Aug 2006 11:21 ]
Post subject: 

Það verða einhver dekk kláruð þarna 8)

Author:  Einsii [ Tue 08. Aug 2006 12:07 ]
Post subject: 

Hvernig tryggingaviðauki er þetta sem þarf ?

Author:  Porsche-Ísland [ Tue 08. Aug 2006 12:48 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
Hvernig tryggingaviðauki er þetta sem þarf ?


Þú hringir bara í þitt tryggingarfélag og byður um hann.

Þetta er staðlað form sem þeir senda þér á faxi eða þú nærð í þetta.

Bara að taka fram að þetta fari fram á Rallykrossbrautinni v/Krísuvíkurveg.

Author:  bjahja [ Tue 08. Aug 2006 12:50 ]
Post subject: 

Ég er að fara til útlanda maður :cry:

Author:  gstuning [ Tue 08. Aug 2006 12:59 ]
Post subject: 

7tímar???????????

Ég þarf að mæta með öll tiltæk dekk og helling af bensíni :)

Author:  arnibjorn [ Tue 08. Aug 2006 14:02 ]
Post subject: 

Hvernig er þessi braut? :P

Ég hef aldrei séð hana og veit ekki neitt.. langar samt að mæta :)

Kv Árni

Author:  Porsche-Ísland [ Tue 08. Aug 2006 14:59 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Hvernig er þessi braut? :P

Ég hef aldrei séð hana og veit ekki neitt.. langar samt að mæta :)

Kv Árni



Þessi braut er við veginn til Krísuvíkur, ca. 5 km frá Hafnarfirði.

Þetta er mynd af brautinni.

Image

Þarna er bæði malbikuð 830 metra löng braut og svo er þarna rúmlega 1000 metra löng rally kross braut. Þær eru samtvinnaður.

Author:  arnibjorn [ Tue 08. Aug 2006 15:02 ]
Post subject: 

Já okey takk fyrir þetta, en getur það ekki verið að ég hafi einhvern tímann heyrt að vegurinn þangað er mjög erfiður fyrir lága bíla..

Getur það staðist? Eða er þetta alveg hægt ef maður fer nógu hægt :lol:

Author:  iar [ Tue 08. Aug 2006 15:19 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Já okey takk fyrir þetta, en getur það ekki verið að ég hafi einhvern tímann heyrt að vegurinn þangað er mjög erfiður fyrir lága bíla..

Getur það staðist? Eða er þetta alveg hægt ef maður fer nógu hægt :lol:


Fannar/F2 kemst víst þarna á hvíta þannig að ef fólk fer nógu varlega ættu flestallir að komast þangað. ;-)

Author:  arnibjorn [ Tue 08. Aug 2006 15:20 ]
Post subject: 

iar wrote:
arnibjorn wrote:
Já okey takk fyrir þetta, en getur það ekki verið að ég hafi einhvern tímann heyrt að vegurinn þangað er mjög erfiður fyrir lága bíla..

Getur það staðist? Eða er þetta alveg hægt ef maður fer nógu hægt :lol:


Fannar/F2 kemst víst þarna á hvíta þannig að ef fólk fer nógu varlega ættu flestallir að komast þangað. ;-)

Svalt :D

Þá er bara að redda þessum tryggingarviðauka og svo hjálm...

Á einhver hjálm til að selja mér/lána mér :roll:

Author:  Aron Andrew [ Tue 08. Aug 2006 15:31 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
iar wrote:
arnibjorn wrote:
Já okey takk fyrir þetta, en getur það ekki verið að ég hafi einhvern tímann heyrt að vegurinn þangað er mjög erfiður fyrir lága bíla..

Getur það staðist? Eða er þetta alveg hægt ef maður fer nógu hægt :lol:


Fannar/F2 kemst víst þarna á hvíta þannig að ef fólk fer nógu varlega ættu flestallir að komast þangað. ;-)

Svalt :D

Þá er bara að redda þessum tryggingarviðauka og svo hjálm...

Á einhver hjálm til að selja mér/lána mér :roll:


Ég á einhvern slatta af skíðahjálmum, veit ekki hvort að þeir eru löglegir í þetta, veit það einhver hérna?

Page 1 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/