bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningur á BMW frá Þýskalandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16732
Page 1 of 3

Author:  GTI-gutti [ Sun 06. Aug 2006 12:43 ]
Post subject:  Innflutningur á BMW frá Þýskalandi

Sælir kraftsmenn,

Mér datt í hug að biðja ykkur um smá aðstoð. Ég og bróðir minn erum nú að fara til Þýskalands á næstu vikum og ætlum að versla okkur tvö stykki BMW 745i árgerð 2002-2003 og flytja þá hingað heim. En við erum ekki mikið fyrir innflutningsvesen sjálfir ( og ef við nennum svo ekki til Þýskalands ) þá erum við að leita að traustum manni til þess að sjá um þetta fyrir okkur. Getið þið bent mér á einhvern sem hægt er að treysta annað hvort hér á spjallinu eða í gegnum einkapóst.

Von um góð svör.

Author:  bimmer [ Sun 06. Aug 2006 12:49 ]
Post subject: 

Tveir vinsælir eru:

Smári (smarihamburg@hotmail.com)
Georg (georg@uranus.is)

Author:  Þórir [ Sun 06. Aug 2006 21:40 ]
Post subject: 

Sæll.

Ég mæli eindregið með Smára. Stóðst allt sem hann sagði og meira til. :D

Author:  íbbi_ [ Sun 06. Aug 2006 22:21 ]
Post subject: 

held að þessir tveir séu með þeim betri, ég þekki gogga, mjög solid náungi

Author:  snorri320 [ Sun 06. Aug 2006 23:22 ]
Post subject: 

siggi í bílbró er líka mikið í þessu og með eitthvað fast verð athugaðu
www.bilbro.org upplýsingar um þetta eru undir "draumabíllinn"

Author:  GTI-gutti [ Mon 07. Aug 2006 00:04 ]
Post subject: 

ok, þakka ykkur kærlega fyrir þetta! Vonandi verða bílarnir komnir heim sem fyrst :wink:

Author:  Jss [ Tue 08. Aug 2006 10:50 ]
Post subject: 

Ég mæli með Georg aka Gogga, 8985202. Ég hef verslað bæði við Smára og Georg, kem ekki til með að versla aftur við Smára, get ekki mælt með honum. Hins vegar mæli ég hiklaust við Georg, toppnáungi.

Author:  basten [ Tue 08. Aug 2006 12:10 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Ég hef verslað bæði við Smára og Georg, kem ekki til með að versla aftur við Smára, get ekki mælt með honum.


Menn fá bara það sem þeir borga fyrir, það borgar sig yfirleitt ekki að "bottomfisha" á mobile.

Finnst óþarfi hvað þú ert alltaf að skjóta á Smára. Er ekki rétt að þú hafir fengið bílinn út seint föstudegi og farið fljótlega á honum í driftkeppni? Bíl sem var búinn að standa í tvær vikur (4 daga á hafnarbakka í DE, viku í skipi og þrjá daga í tollinum heima).


Fannst kominn tími til að svara þessu þar sem þú ert alltaf að skjóta á Smára og hann svarar ekki fyrir sig.

Author:  Jss [ Tue 08. Aug 2006 14:31 ]
Post subject: 

basten wrote:
Jss wrote:
Ég hef verslað bæði við Smára og Georg, kem ekki til með að versla aftur við Smára, get ekki mælt með honum.


Menn fá bara það sem þeir borga fyrir, það borgar sig yfirleitt ekki að "bottomfisha" á mobile.

Finnst óþarfi hvað þú ert alltaf að skjóta á Smára. Er ekki rétt að þú hafir fengið bílinn út seint föstudegi og farið fljótlega á honum í driftkeppni? Bíl sem var búinn að standa í tvær vikur (4 daga á hafnarbakka í DE, viku í skipi og þrjá daga í tollinum heima).


Fannst kominn tími til að svara þessu þar sem þú ert alltaf að skjóta á Smára og hann svarar ekki fyrir sig.


Smári vissi af því að ég væri ekki sáttur, ég lét hann vita af ummælum mínum hér, annað með verðið þá stóð ég í þeirri trú að það væri bara á milli mín og Smára. Einnig veit ég að hann kíkir eða kíkti allavega af og til hérna inn.

Það að ég sé alltaf að skjóta á Smára, get ekki tekið undir það, ég kem með mín sjónarmið á málinu, auðvitað hefur Smári gert góða hluti fyrir marga. Hins vegar hefur hann líka farið illa með einhverja, það að bottomfisha á mobile er yfirleitt ekki sniðugt, hins vegar treysti ég Smára í þessu tilfelli til að skoða bílinn fyrir mig og meta það hvort bíllinn væri góður.

Það er ekki alveg rétt að ég hafi fengið bílinn rétt fyrir 18:00, tollurinn lokar nú 15:30 ef mig misminnir ekki. Ég var búinn að keyra hann eitthvað áður en ég fór í drift keppnina. Tók nú ekki mikið á bílnum í henni eins og sást.

Author:  HPH [ Tue 08. Aug 2006 14:45 ]
Post subject: 

ég mæli með skúra-Bjarka.

Author:  arnibjorn [ Tue 08. Aug 2006 14:54 ]
Post subject: 

Ég mæli með Halldóri og Kristjáni Baldvinssonum.

Bonitas bræður :lol:

Author:  moog [ Tue 08. Aug 2006 17:24 ]
Post subject: 

HPH wrote:
ég mæli með skúra-Bjarka.


Mæli einnig með honum Bjarka...

Ekki nóg með að hann kunni að velja þá... þá kann hann einnig að gera við þá :wink:

Author:  MRA530d [ Tue 08. Aug 2006 18:40 ]
Post subject: 

Smári er skotheldur. Hann var bæði snar í snúningum og ekkert kjaftæði í gangi. Svo er hann með sérsamning við Eimskip svo flutningurinn er ódýrari en ella. Skoðaði bílinn fyrir mig innan tveggja klst. frá því ég hringdi í hann. Reyndar var bíllinn í Hamborg :)

Author:  Stanky [ Wed 09. Aug 2006 07:19 ]
Post subject: 

MRA530d wrote:
Smári er skotheldur. Hann var bæði snar í snúningum og ekkert kjaftæði í gangi. Svo er hann með sérsamning við Eimskip svo flutningurinn er ódýrari en ella. Skoðaði bílinn fyrir mig innan tveggja klst. frá því ég hringdi í hann. Reyndar var bíllinn í Hamborg :)


Hann og goggi eru í einhverskonar samstarfi með þennan afslátt hjá eimskipum. :)

Author:  Giz [ Wed 09. Aug 2006 08:45 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Ég mæli með Halldóri og Kristjáni Baldvinssonum.

Bonitas bræður :lol:


Hvernig er að, eru þeir ennþá að blessaðir, og ef svo er, hvar er hægt að ná í þá??

G

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/