bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

NEXEN DRIFTER 2006 HEPPNAÐIST FRÁBÆRLEGA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16655
Page 1 of 2

Author:  bjornra [ Sun 30. Jul 2006 00:14 ]
Post subject:  NEXEN DRIFTER 2006 HEPPNAÐIST FRÁBÆRLEGA

Ég vil þakka öllu keppendum, starfsmönnum og áhorfendum fyrir frábæran dag. Keppnin tókst frábærlega og komu á milli 1400 og 1600 manns. Alllir starfsmenn stóðu sig með príði.

Ekki má gleymdi að þakka MAX-1 fyrir allt saman. Piero, takk fyrir stuðninginn og alla aðstoðina við að halda þessa keppni. Þetta var hans hugmynd í fyrra að halda þessa keppni.

Ég vil líka þakka Mjólkursamsölunni fyrir lánið á svæðinu og kærar þakkir til þeirra starfsmanna MS sem aðstoðuðu okkur við þetta. Ykkar aðstoð var ómetanleg. Ég vona að allir sýni þakklæti í verki og fari ekki á svæðið þeirra til að æfa sig. Viljum við ekki frekar eiga þá að á næsta ári??????

Nú þurfum við að fara að undirbúa að keppt verði í Íslandsmóti í Drifti árið 2007.

Hvernig hljómar það?

Kveðja,

Björn Ragnarsson
Keppnisstjóri
NEXEN Drifter 2006

Author:  gunnar [ Sun 30. Jul 2006 02:32 ]
Post subject: 

Hljómar mjög vel.

Skemmti mér konunglega á keppninni, flottir bílar að taka þátt og ágætis útsýni yfir svæðið.

Author:  gstuning [ Sun 30. Jul 2006 12:09 ]
Post subject: 

Þetta var meiriháttar,
Ég skemmti mér konunglega,
það var ofur motorsport fílingur á pitinum stundum :)

Author:  mattiorn [ Sun 30. Jul 2006 12:22 ]
Post subject: 

Miðað við allar myndirnar og videoin sem maður er búinn að sjá af þessu þá hefði ég alveg viljað vera á staðnum...

Author:  Ingsie [ Sun 30. Jul 2006 13:53 ]
Post subject: 

Þetta var tær snilld!! Ótrúlega gaman! Ég var samt bara eitt gúmmí eftir keppnina :lol:

Author:  zazou [ Sun 30. Jul 2006 14:52 ]
Post subject: 

Er þessi linkur í ruglinu hjá ykkur?

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 6&start=75

Author:  Spiderman [ Sun 30. Jul 2006 14:54 ]
Post subject: 

zazou wrote:
Er þessi linkur í ruglinu hjá ykkur?

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 6&start=75


Ég hef allavega ekkert getað opnað hann :!:

Author:  Kristján Einar [ Sun 30. Jul 2006 15:03 ]
Post subject: 

sama her

Author:  Dinan [ Sun 30. Jul 2006 15:26 ]
Post subject: 

Spiderman wrote:
zazou wrote:
Er þessi linkur í ruglinu hjá ykkur?

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 6&start=75


Ég hef allavega ekkert getað opnað hann :!:


sama hér!

ERROR:
Fatal error: Maximum execution time of 120 seconds exceeded in /data/bmwkraftur/www/spjall/includes/bbcode.php on line 222

Author:  iar [ Sun 30. Jul 2006 16:20 ]
Post subject: 

Dinan wrote:
Spiderman wrote:
zazou wrote:
Er þessi linkur í ruglinu hjá ykkur?

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 6&start=75


Ég hef allavega ekkert getað opnað hann :!:


sama hér!

ERROR:
Fatal error: Maximum execution time of 120 seconds exceeded in /data/bmwkraftur/www/spjall/includes/bbcode.php on line 222


Komið í lag. Borðið virðist vera eitthvað viðkvæmt við skrítnum url .. /url tögum. Það mál er í skoðun.

En aftur að driftinu þá er ég sammála, þetta tókst mjög vel og var frábær skemmtun!

Allir sem stóðu að þessu, skipuleggjendur, keppendur og jafnvel áhorfendur og allir þarna á milli eiga :clap: skilið. :-)

Author:  Svezel [ Sun 30. Jul 2006 19:35 ]
Post subject: 

snilld í gegn, ég er game í aðra keppni hvenær sem er!

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 31. Jul 2006 19:27 ]
Post subject: 

Ég kem á næsta ári og verð búinn að æfa mig verulega :wink:

Binni passaðu þig :lol: :lol:

Author:  fart [ Mon 31. Jul 2006 19:46 ]
Post subject: 

Þó að ég komist á Nurburgring á klukkutíma þá dauðöfunda ég ykkur. Svona keppni er æðisleg.

Author:  bimmer [ Mon 31. Jul 2006 19:51 ]
Post subject: 

Maður tekur þátt næsta sumar 8)

Author:  Jss [ Mon 31. Jul 2006 21:15 ]
Post subject: 

Þetta var frábær skemmtun. Tek næsta pottþétt þátt næst líka.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/