bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

540
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16507
Page 1 of 1

Author:  AD [ Thu 20. Jul 2006 06:22 ]
Post subject:  540

Sælir...

Ég mun að öllum líkindum fjárfesta í nýjum bíl á komandi mánuðum og er að spá í sambandi við E39 540 bimman (þá svona sirka 99 árgerð).
Hvaða viðhaldskostnaði get ég búist við?
Ég hef einmitt heyrt um 540 bíl þar sem ABS skynjarar biluðu og.. og það kostar víst sitt að laga það/replace...svo var líka eitthvað fleira að gefa sig (man ekki nákvæmlega hvað það var) Er þetta kannski bara happ og glapp hvernig eintaki maður lendi á og að því hafi ekki verið nauðgað í rassgat af fyrri eigendum ? Með von um góð svör..

Kv. Arnar :D

Author:  Djofullinn [ Thu 20. Jul 2006 10:51 ]
Post subject:  Re: 540

AD wrote:
Sælir...

Ég mun að öllum líkindum fjárfesta í nýjum bíl á komandi mánuðum og er að spá í sambandi við E39 540 bimman (þá svona sirka 99 árgerð).
Hvaða viðhaldskostnaði get ég búist við?
Ég hef einmitt heyrt um 540 bíl þar sem ABS skynjarar biluðu og.. og það kostar víst sitt að laga það/replace...svo var líka eitthvað fleira að gefa sig (man ekki nákvæmlega hvað það var) Er þetta kannski bara happ og glapp hvernig eintaki maður lendi á og að því hafi ekki verið nauðgað í rassgat af fyrri eigendum ? Með von um góð svör..

Kv. Arnar :D
Kostar klink að skipta um ABS skynjara. Það er það algengasta. Annars bila þeir mjög lítið. Knastásskynjarar geta farið. Ventlalokspakkningar. Algengt að það þurfi að endurnýja rafgeymi í ~140 þús km. Ég held að ég hafi aldrei heyrt um internal vélarbilun í mótor né ssk í 540.
Síðan er þetta spurning um þjónustusögu. Myndi aldrei kaupa 540 nema það væri þjónustubók með honum.

Author:  bimmer [ Thu 20. Jul 2006 11:50 ]
Post subject: 

Svo hefur maður heyrt að vatnskassar séu oft að fara í ca. 80.000km, amk úti.

Author:  Schulii [ Thu 20. Jul 2006 12:36 ]
Post subject: 

Sko, það er náttúrulega á hreinu að þú verður að vera tilbúinn til að setja smá pening í svona bíl. Þetta eru flóknir bílar með mikið af búnaði og tölvum. Það kostar meira að reka svona bíl heldur en Toyotu Corollu. Það er ekki af því þeir bila meira. Heldur er mikið mikið meira af hlutum sem þarf að viðhalda og fylgjast með og skipta um ef þeir byrja að slitna. Svo eru bara flestir hlutir stærri, sterkari og massívari heldur en í "lesser brand" bílum. Þannig að þeir eru að sjálfsögðu oft dýrari.

Author:  Dogma [ Thu 20. Jul 2006 19:12 ]
Post subject:  Re: 540

AD wrote:
Sælir...

Ég mun að öllum líkindum fjárfesta í nýjum bíl á komandi mánuðum og er að spá í sambandi við E39 540 bimman (þá svona sirka 99 árgerð).
Hvaða viðhaldskostnaði get ég búist við?
Ég hef einmitt heyrt um 540 bíl þar sem ABS skynjarar biluðu og.. og það kostar víst sitt að laga það/replace...svo var líka eitthvað fleira að gefa sig (man ekki nákvæmlega hvað það var) Er þetta kannski bara happ og glapp hvernig eintaki maður lendi á og að því hafi ekki verið nauðgað í rassgat af fyrri eigendum ? Með von um góð svör..

Kv. Arnar :D


bróðir minn skipti um abs skynjara fyrir félaga minn og tók 5-6þ kall fyrir það, kostar víst 15-20 í umboði

Author:  hlynurst [ Fri 21. Jul 2006 10:29 ]
Post subject: 

ha?

Kostar vinnan við að skipta um ABS skynjara 15-20þ íslenskar krónur í umboðinu?

Ég veit nú ekki alveg hvernig þetta er í E39 en í E30 er þetta svo ótrúlega auðvelt að ég myndi hafa samviskubit að rukka meira en 2þ kr fyrir það. :)

Author:  BMWaff [ Fri 21. Jul 2006 11:50 ]
Post subject: 

Borgaði nú bara 30þ fyrir að skipta um rúðuupphalara...

En mér finnst allur þessi viðhaldskostnaður þess virði... Hef aldrei keyrt jafn solid, svalan og skemmtilegan bíl

Author:  Fjarki [ Sat 22. Jul 2006 20:53 ]
Post subject: 

En er eitthvað sem ber að varast í þessum bílum eða 530D?? Eru þetta rock solid bílar. Ekkert sem maður ætti að athuga frekar en annað. Pottþétt þjónustusaga, góður ferill og góð meðferð.


Góðar stundir

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/