bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

330 eða 530?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16400
Page 1 of 2

Author:  jeppakall [ Thu 13. Jul 2006 12:48 ]
Post subject:  330 eða 530?

Sælar,

Þar sem að ég veit ekki mikið um BMW en er farinn að þroskast og dáist meira og meira af þessum bílum, býst við að þið kunnið eitthvað aðeins á þetta.

Spurningin er, hvort á ég að kaupa...330 e36 eða 530 e39. Hvor kemur betur út í "reliabilty"? Ef ég færi í þristinn ætti ég ekki að fá mér Ci? Er hann ekki með stífari orginal fjöðrun, lægri og einhverju öðru dóti en 4dyra? Og já hann verður að vera sjálfskiptur, hættur að nenna þessu typpatogi alla daga ég er orðinn svo gamall :?

Og já er einhver svona bíll til solu? Ekki mikið af þeim á bilasolur.is bara einhverjir 318 og 520 konubílar.

Author:  bjahja [ Thu 13. Jul 2006 12:52 ]
Post subject: 

Ég geri ráð fyrir því að þú hafir ætlað að segja e46 (þar sem e36 er ekki til 330 og ci er e46 dæmi)
En allavegana þá fer þetta rosalega bara eftir því hverju þú ert að leita þér að. E46 er mun meiri sportbíll og svo ég tali ekki um coupe bílinn, gífurlega fallegir og sportlegir bílar.
Hinsvegar er 530 líka sprækur og skemmtilegur bíll, praktískari og stærri en ekki jafn sportlegur.
Hvorn bílinn sem þú velur þá held ég að þú verður ekki svikinn :wink:

edit: ég er ekki klár á því hvort ci hafi komið með annari fjöðrun en 4 dyra

Author:  Kristjan [ Thu 13. Jul 2006 12:54 ]
Post subject: 

þú ert sennilega að tala um E46 330

Það er nú alltaf eitthvað af þeim til sölu, hefurðu athugað hjá B&L?

Svo er ekkert vitlaust að óska eftir að kaupa slíkan bíl hér á spjallinu í óskast keypt svæðinu.

Sjálfur hef ég enga reynslu af þessum bílum fyrir utan að ég hef ekið E39 530 eins kvöldstund og fannst það bara ákaflega notalegt, sjálfur myndi ég fara í 540, meira framboð og eyðslan svipuð, þar að auki er powerið í 540 alveg áberandi meira.

Ef ég á að halda áfram þá er til sölu ákaflega góð Alpina B10 sem ég hef ekið líka og það er sko algjörlega stálið, góð eigendasaga, lágur akstur og allir aukahlutir sem hugurinn girnist. Jú svo er hann líka sjálfskiptur. :wink:

Author:  jeppakall [ Thu 13. Jul 2006 14:06 ]
Post subject: 

Ok takk fyrir þetta, já ég er búinn að tala við b&l þeir eiga ekkert nema 2 530 bíla. Líta ágætlega út, ég get samt örugglega fundið betri bíl úti fyrir minni pening.

540 er jafnvel málið, þessi hérna er myndarlegur: http://www.autoscout24.de/home/index/de ... berschrift
en hvað á maður að kaupa þetta mikið keyrt, hvenær fer skiptingin yfirleitt í þessum bílum?

Author:  bjahja [ Thu 13. Jul 2006 14:10 ]
Post subject: 

Skoðaðu líka 540 bílinn sem Sæmi er að selja hérna. Færð ekki flottari eða betri 540 á þennan pening hérna heima.
En er í "til sölu bmw" hérna fyrir neðan

Author:  Kristjan [ Thu 13. Jul 2006 14:10 ]
Post subject: 

Ekki flytja inn núna, gengið er ALLS ekki hagstætt. Nóg af 540 hér á landi.

Author:  bimmer [ Thu 13. Jul 2006 14:11 ]
Post subject: 

Ertu búinn að spá í þessum?

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10881

Author:  íbbi_ [ Thu 13. Jul 2006 16:02 ]
Post subject: 

sæma bíll er náttúrulega orðinn 10 ára gamall, mér finnst ekki ósennilegt að hann sé að leyta af yngri bíl þar sem hann vill E46 eða 530?

Author:  srr [ Thu 13. Jul 2006 16:23 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
sæma bíll er náttúrulega orðinn 10 ára gamall, mér finnst ekki ósennilegt að hann sé að leyta af yngri bíl þar sem hann vill E46 eða 530?

Ég hélt að BMW og aldur þeirra væri afstætt hugtak? :wink:

Author:  íbbi_ [ Thu 13. Jul 2006 20:29 ]
Post subject: 

það held ég bara að fari eftir hversu alvarlegu stigi sjúkdómurinn er á :lol:

Author:  fixxxer [ Thu 13. Jul 2006 22:17 ]
Post subject: 

Persónulega fékk ég mér 330i þar sem mér fannst þeir flottari og sannfærðist endanlega þegar ég prófaði að keyra þá.
Ég veit ekki hvort þeir koma þannig orginal, en amk er minn með M sport fjöðrun og aksturseiginleikarnir eru einstaklega góðir.

Ég er jafnvel að hugsa um að fara að selja hann en hann er beinskiptur. Að mínu mati þá er það synd að eyðileggja performancinn á þessum bíl með sjálfskiptingu því hann er hreint frábær með beinskiptingu (það er líka bara gaman að keyra svona bíl beinskiptan og ráða alveg ferðinni).
Annars er minn með flestum aukabúnaði (regnskynjari, bakkskynjari, leður, nav etc) og keyrður 83þ ef þú hefur einhvern áhuga á að kíkja á það.

Author:  Eggert [ Fri 14. Jul 2006 08:48 ]
Post subject: 

Þú vilt 540i :wink: 8)

Author:  Bjarkih [ Fri 14. Jul 2006 10:01 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Þú vilt 540i :wink: 8)


Það er sko engin lygi.

Author:  jeppakall [ Fri 14. Jul 2006 13:44 ]
Post subject: 

já, ég er sammála með að skoða 540, mig bara langar ekkert í 10ára gamlan bíl, ég er að skoða 2001-2003módel, helst ekki mikið keyrður yfir 70þús

peningar er svo sem ekkert aðalatriði

Author:  burgerking [ Fri 14. Jul 2006 13:45 ]
Post subject: 

jeppakall wrote:
já, ég er sammála með að skoða 540, mig bara langar ekkert í 10ára gamlan bíl, ég er að skoða 2001-2003módel, helst ekki mikið keyrður yfir 70þús

peningar er svo sem ekkert aðalatriði


Þú vilt ///M5 8)

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=16094

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/