bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

NEXEN - DRIFTER 2006
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16386
Page 1 of 8

Author:  bjornra [ Wed 12. Jul 2006 15:10 ]
Post subject:  NEXEN - DRIFTER 2006

Laugardaginn 29. júli verður NEXEN – DRIFTER keppnin haldin. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur (BÍKR) heldur keppnina í samstarfi við umboðsaðila NEXEN dekkja, MAX 1.

Keppnin verður haldin í Reykjavík en ekki verður keppnisstaður nánar tilkynntur fyrr en viku fyrir keppni. Keppnin mun hefjast kl. 16.00 og gert er ráð fyrir að hún standi til kl. 19. Brautin er um 500 metra löng með tveimur frjálsum svæðum og stórum drifthring. Keyrðar verða tvær umferðir.

Skráning hefst 14. júlí á www.max1.is og er þátttökugjald kr. 7.000,-. Skráning telst fullgild þegar keppandi hefur skráð sig á www.max1.is og greitt þátttökugjald til BÍKR á reikn. 130-26-796 kt: 571177-0569. Skráning stendur til 24. júlí en þeir sem eru fyrstir til að skrá sig ganga fyrir ef takmarka þarf fjölda keppenda.
ATH!!! Allir sem hafa skráð sig fá 40% afslátt af NEXEN sumardekkjum fram að keppni gegn framvísun skráningar og sönnun á greiðslu. Hverjum keppanda er heimilt að hafa 2 aðstoðarmenn en vilji keppandi hafa fleirri aðstoðarmenn þurfa þeir að greiða aðgangseyri kr. 500,- eins og aðrir áhorfendur.

Dómarar verða þrír og má nálgast nánari upplýsingar um stigagjöf og aðrar reglur á www.max1.is. Keppt verður í einum flokki og verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir mestu tilþrifin.

Vonandi mæta sem flestir til keppni og gera þetta enn eftirminnilegri keppni en í fyrra.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Fyrir hönd BÍKR,

Björn Ragnarsson
bjorn@bluelagoon.is
s: 660-8808

Author:  burgerking [ Wed 12. Jul 2006 15:23 ]
Post subject:  Re: NEXEN - DRIFTER 2006

www.max1.is wrote:
Þetta vefsvæði er vistað hjá Og Vodafone

ogvodafone@ogvodafone.is




Síðan virkar ekki :?

Author:  bjahja [ Wed 12. Jul 2006 15:27 ]
Post subject: 

Það er einum of margir punktar hjá honum, www.max1.is
En ég finn hinsvegar ekki þessar upplýsingar á síðunni.
Flott framtak og ég verð þarna, en líklega bara sem áhorfandi í þetta skiptið

Author:  gunnar [ Wed 12. Jul 2006 17:13 ]
Post subject: 

Núna er ég kannski full dónalegur en er ekki full mikið að láta keppendur borga 7000 krónur fyrir þetta og rukka inn gjaldeyrir ?

Ég myndi nú frekar hækka áhorfendaféð örlítið heldur en að fórna því að menn taki þátt vegna peningavandamála.

Hvað segiði um þetta ? Er þetta kannski bara normaðurinn í mér að tala ?

Author:  Geirinn [ Wed 12. Jul 2006 17:17 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Núna er ég kannski full dónalegur en er ekki full mikið að láta keppendur borga 7000 krónur fyrir þetta og rukka inn gjaldeyrir ?

Ég myndi nú frekar hækka áhorfendaféð örlítið heldur en að fórna því að menn taki þátt vegna peningavandamála.

Hvað segiði um þetta ? Er þetta kannski bara normaðurinn í mér að tala ?


Sammála þér Gönnör.

Author:  Jss [ Wed 12. Jul 2006 17:23 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Það er einum of margir punktar hjá honum, www.max1.is
En ég finn hinsvegar ekki þessar upplýsingar á síðunni.
Flott framtak og ég verð þarna, en líklega bara sem áhorfandi í þetta skiptið


Það er verið að leggja lokahönd á að koma upplýsingunum á síðuna, á að vera komið seinnipartinn á morgun.

Author:  Freyr Gauti [ Wed 12. Jul 2006 17:27 ]
Post subject: 

Það var lítið vælt yfir 10.000 kr sem það kostaði að taka þátt í götuspyrnuni á bíladögum svo að ég sé ekkert að 7.000 kr í þátttökugjald þarna.

Author:  Svezel [ Wed 12. Jul 2006 18:16 ]
Post subject: 

Freyr Gauti wrote:
Það var lítið vælt yfir 10.000 kr sem það kostaði að taka þátt í götuspyrnuni á bíladögum svo að ég sé ekkert að 7.000 kr í þátttökugjald þarna.


það kostaði nú 4þús kr að taka þátt í götuspyrnunni

Author:  F2 [ Wed 12. Jul 2006 18:23 ]
Post subject: 

Geirinn wrote:
gunnar wrote:
Núna er ég kannski full dónalegur en er ekki full mikið að láta keppendur borga 7000 krónur fyrir þetta og rukka inn gjaldeyrir ?

Ég myndi nú frekar hækka áhorfendaféð örlítið heldur en að fórna því að menn taki þátt vegna peningavandamála.

Hvað segiði um þetta ? Er þetta kannski bara normaðurinn í mér að tala ?


Sammála þér Gönnör.


Ef þið hafið ekki efni á keppnisgjöldum þá eru líkur á því að þið hafið ekki efni á dekkjum fyrir þetta þannig að verið bara ánægðir með að það kostar bara 500 kr að vera áhorfendur :lol:

Author:  Bjarkih [ Wed 12. Jul 2006 18:43 ]
Post subject: 

Mér fynnst nú einmitt nóg að menn séu að leggja í dekkjakostnað fyrir þátttöku þó að þér séu síðan ekki líka að borga fyrir að skaffa skemmtun sem síðan er sellt inn á. Þetta er svona svipað og ef maður færi að borga fyrir að mæta í vinnuna :hmm: Það mætti allavega koma betur fram hvað keppendur eru að fá fyrir þennan pening.

Author:  ///M [ Wed 12. Jul 2006 19:40 ]
Post subject: 

Ég efast um að ég mæti á þetta

ég þarf að kaupa mér dekkjatuðrur (kannski hægt að fá frítt)
umfelgun (ca 1000 krónur á felgu)
keppnisgjald (7000)
nýja olíu á drifið eftir keppni (yfir 3000)
ásamt sliti á bíl.

Og " tveimur frjálsum svæðum " sorry en kíkið á hvernig drift keppni er sett upp, þetta er uppsetning á spól keppni eins og síðast.

Author:  gstuning [ Wed 12. Jul 2006 19:48 ]
Post subject: 

Það eru engin frísvæði í drifti,,

Author:  ///MR HUNG [ Wed 12. Jul 2006 20:02 ]
Post subject: 

Ég spyr bara...Hvaða hálfviti fann upp á því að hafa þessi heimskulegu frí svæði Image

Author:  Svezel [ Wed 12. Jul 2006 22:12 ]
Post subject: 

frjálsu svæðin eru fyrir þá sem geta ekki driftað með góðu...eins og mig í fyrra :lol:

Author:  Geirinn [ Wed 12. Jul 2006 22:34 ]
Post subject: 

Eins og ég skil þetta þá eru þetta eldri menn sem eru að innleiða sport í fyrstu skiptin hér á landi og eru að misskilja fyrirkomulagið herfilega.

Eins og nefnt hefur verið þá ættu driftkeppnir ekki að vera með nein frí svæði.. því jú, þar er bara hægt að spóla en ekki drifta.

Eins og ég skil drift þá er það eitthvað á þessa leið: "Koma inn í beygju með afturendan lausan og halda hjólunum snúandi alla beygjuna og halda þessu þar til maður kemur úr beygjunni með reyk og tilheyrandi." Þetta er bara mjög takmarkað hægt í þessum keppnum.

Varðandi gjaldið sem keppendurnir þurfa að borga... mér finnst það bara fáránlegt. Ég skil vel að það kosti að halda svona keppni en að láta keppendurna borga 7.000 krónur og að áhorfendurnir þurfi líka að borga 500 krónur er "óafsakanlegt". Þetta hljómar fyrir mér sem gróðatilraun.

Auðvitað eiga svona keppnir að vera það vel sponsaðar að keppendurnir þurfi bara að borga tryggingargjald og smá ómaksgjald. Áhorfendurnir ættu að borga brúsann (innan góðs hófs þó) til að sem flestir þátttakendur taki þátt.

Nú verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hver tilkostnaður fyrir svona keppni er en það hlýtur að vera hægt að stilla þessu í hóf.

Og ég er fáviti :lol:

Page 1 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/