bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Drifter - keppni
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16308
Page 1 of 1

Author:  bjornra [ Fri 07. Jul 2006 21:38 ]
Post subject:  Drifter - keppni

Haldin verður drifter-keppni 29. júlí næstkomandi á vegum BÍKR og í samstarfi við MAX-1. Búið er að finna svæði fyrir keppnina og munum við ekki tilkynna hvar keppnin verði haldin fyrr en skömmu fyrir keppni.

Gert er ráð fyrir að keppnin verði með svipuðu sniði og í fyrra en brautin verður væntanlega öðruvísi. Við gerum ráð fyrir að þátttökugjald verði kr. 7.000 - 8.000,- og verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Vegna óánægju með þátttökugjaldið munum við reyna að finna hagstæðari niðurstöðu um málið.

Ég vil því endilega skora á sem flesta að skella sér í skúrinn og fara að gera klárt fyrir keppnina. Keppnin í fyrra tókst mjög vel og vakti mikla athygli. Við ætlum okkur að fá fullt af áhorfendum á keppnina.

Það væri gaman að fá að heyra frá þeim sem ætla sér að mæta og þá meina ég þeim sem ÆTLA AÐ MÆTA hér á spjallinu en að sjálfsögðu er öllum velkomið að tjá sig um þetta mál.

Ég vil biðja alla um að stilla æfingum í hóf því að það er alveg á hreinu að við fáum ekki leyfi á þessa keppni frá Lögreglu né bílastæðaeigendum ef það er verið að stunda æfingar um allan bæ.

Skráning mun hefjast í næstu viku á www.max1.is

Þið getið einnig skoðað umfjöllun um þetta á www.live2cruize.com.

Fyrir hönd BÍKR,

Björn Ragnarsson
bjorn@bluelagoon.is

Author:  Eggert [ Fri 07. Jul 2006 22:26 ]
Post subject: 

Á að halda keppnina á mestu ferðahelgi íslendinga? Verslunarmannahelgi....

:?

Author:  98.OKT [ Fri 07. Jul 2006 22:47 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Á að halda keppnina á mestu ferðahelgi íslendinga? Verslunarmannahelgi....

:?


Sú helgi er ekki fyrr en helgina eftir, s.s 4-6. ágúst :wink:

Author:  saemi [ Fri 07. Jul 2006 23:02 ]
Post subject: 

þessi fyrirvari er út í hött. Ég persónulega hef ekki möguleika á að taka þátt sem ég vildi gjarnan því ég verð í vinnunni.

Sumt fólk þarf a.m.k. mánuð í fyrirvara til að ráðstafa vinnutilhögun sinni.

:?

Image

Author:  F2 [ Sat 08. Jul 2006 12:00 ]
Post subject: 

Væl Væl Væl

Þetta er á laugardegi! nógur tími til að redda fríi

Author:  saemi [ Sat 08. Jul 2006 12:10 ]
Post subject: 

Þú ert kannski í þannig vinnu, en þetta finnst mér hroki.

Sumt fólk vinnur vaktavinnu sem er ekki möguleiki að breyta nema með MIKLU veseni, ef ekki ómögulegt.

Ég hef ekki séns á að redda mér frí, verð erlendis í 2 vikur og það er ekki fræðilegur að ég geti fengið e-n um mitt sumar til að vinna þetta fyrir mig!

Author:  Kristján Einar [ Sat 08. Jul 2006 13:19 ]
Post subject: 

life´s a bitch, hefði verið gaman að sjá þig í action sæmi =o

Author:  Kristján Einar [ Sat 08. Jul 2006 13:19 ]
Post subject: 

tekur bara drift á "relluni" í staðinn :lol:

Author:  fart [ Sun 09. Jul 2006 07:24 ]
Post subject: 

Það er ekki hægt að gera öllum til geðs í þæssu. Langur fyrirvari er alltaf bestur, en stuttur fyrirvari er samt betri en engin keppni IMO.

Author:  Porsche-Ísland [ Sun 09. Jul 2006 16:28 ]
Post subject: 

fart wrote:
Það er ekki hægt að gera öllum til geðs í þæssu. Langur fyrirvari er alltaf bestur, en stuttur fyrirvari er samt betri en engin keppni IMO.


Kemur þú ekki og tekur þátt.

Author:  fart [ Sun 09. Jul 2006 20:03 ]
Post subject: 

Porsche-Ísland wrote:
fart wrote:
Það er ekki hægt að gera öllum til geðs í þæssu. Langur fyrirvari er alltaf bestur, en stuttur fyrirvari er samt betri en engin keppni IMO.


Kemur þú ekki og tekur þátt.


Nei, en ég tók heiðursdrift áðan eitt hringtorgið hérna á M5 localnum til mikillar lukku :oops:

En ég náði heilum hring vel á hilið, rosalega góður ballance í flekanum, og aflið til staðar. :)

Author:  Knud [ Sun 09. Jul 2006 21:26 ]
Post subject: 

fart wrote:
Porsche-Ísland wrote:
fart wrote:
Það er ekki hægt að gera öllum til geðs í þæssu. Langur fyrirvari er alltaf bestur, en stuttur fyrirvari er samt betri en engin keppni IMO.


Kemur þú ekki og tekur þátt.


Nei, en ég tók heiðursdrift áðan eitt hringtorgið hérna á M5 localnum til mikillar lukku :oops:

En ég náði heilum hring vel á hilið, rosalega góður ballance í flekanum, og aflið til staðar. :)


Við bíðum spenntir eftir videoi :wink:
þú verður allavega að gefa okkur einhvað, við treystum á þig :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/