bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ný framljós.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=163
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Fri 11. Oct 2002 18:27 ]
Post subject:  Ný framljós.

Flestir hérna hafa líklega tekið eftir því að það eru komin ný framljós á E39 fimmuna og mér þykja þau rosalega flott. Ég sá á heimasíðu Hella að þessi framljós eru seld á eldri módel og fór því í bílanaust til að athuga hvað þetta myndi kosta. Þeir sögðu að þetta yrði um 67þús kall.

Ætti ég að fara í þetta dæmi? Hvað finnst ykkur?

Hér er linkur á þetta

Author:  Guest [ Fri 11. Oct 2002 19:05 ]
Post subject: 

Þetta er allavega mjög flott ljós og gera bílinn töff, en það er margt annað hægt að gera fyrir þennan pening :?

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Oct 2002 20:12 ]
Post subject: 

Persónulega mundi ég frekar eyða peningunum í einhverja flotta svontu á bílinn, þú getur örugglega fengið M5 svuntu fyrir svipaðan pening :roll:
Þó að þetta sé geðveikt flott finnst mér þetta alltof dýrt..

Author:  DXERON [ Fri 11. Oct 2002 21:02 ]
Post subject:  engel eyes

ég myndi spyrja þennan um svona ljós og xenon perur..

www.jimmy540i.com

einnig fylgjst með á ebay....
þú hlýtur að finna þetta ódýrara annarstaðar....

Author:  Kull [ Fri 11. Oct 2002 21:15 ]
Post subject: 

Jimmy er þekktur fyrir að selja drasl. Síðan er þetta dót á Ebay oftast drasl. Margir hafa lent í vesini með þetta. Það er langbest að kaupa OEM vörur fyrir BMW, HELLA þar fremst í flokki.
Hugtakið "you get what you pay for" á vel við hérna. :wink:

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Oct 2002 21:17 ]
Post subject: 

Ég tek undir þetta sem Kull var að segja um Jimmy, hef heyrt það sama nokkuð oft!

Author:  iar [ Fri 11. Oct 2002 22:55 ]
Post subject: 

Nýju ljósin á fimmunni hafa verið kölluð Angel Eyes og það er hægt að fá svipað fyrir þristinn nema þar kallast það Daemon Eyes. :-)

Bimmertoys selja þetta amk. fyrir þristinn, kostar $349 þar.

Author:  Gunni [ Fri 11. Oct 2002 23:13 ]
Post subject: 

þú getur fengið þetta miklu ódýrara ef þú pantar þetta sjálfur af netinu. athugaðu hvort þetta fæst á www.in-pro.de og talaðu svo við Gunna gstuning, hann getur örugglega reddað þér þessu á betra verði.

Author:  Djofullinn [ Fri 11. Oct 2002 23:43 ]
Post subject: 

Ég las það einhversstaðar að það væri ekki hægt að taka ljósin á E39 í sundur nema skemma glerið, þannig að þú getur ekki sett ljósahringina í ljósin sem þú ert með :( En... þú getur náttúrulega selt gömlu ljósin eftir að þú ert búinn að skipta um þau og minnkað kostnaðinn þannig

Author:  bebecar [ Sat 12. Oct 2002 21:00 ]
Post subject: 

Þetta þjónar engum praktískum tilgangi þó þetta sé flott, ég myndi því gleyma þessu og frekar fá mér Xenon ljósin.... mér líkar það;)

Nú eða piggyback tölvu hjá GSTuning!

Author:  Djofullinn [ Sat 12. Oct 2002 21:10 ]
Post subject: 

Já Xenon kittin eru ekkert svo dýr og held að það sé ekkert voðalega erfitt að setja það í, þarft sennilega að breyta ljósahúsinu aðeins

Author:  bebecar [ Sat 12. Oct 2002 22:19 ]
Post subject: 

Veistu hvað Xenon kostar í okkar bíla?

Author:  DXERON [ Sat 12. Oct 2002 23:30 ]
Post subject:  xenon ljós

eru þau ekki í kringum 70 þús í umboðinu?

úti gætirðu fundið þau á um 30þús held ég...
bara leita á netinu...

Author:  Djofullinn [ Sun 13. Oct 2002 01:46 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Veistu hvað Xenon kostar í okkar bíla?


Það er hægt að fá kit sem passar í flesta bimma á 287 evrur frá Eistlandi 8)

Author:  Propane [ Sun 13. Oct 2002 03:26 ]
Post subject: 

Það er hægt að fá þessi ljós á dönsku síðunni sem einhver var svo góður að benda á. Það er ódýrara að panta þau þaðan. Síðan skrepp ég alltaf til danmerkur öðru hverju, þannig að.... ég er sjálfur þokkalega til í þessi ljós

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/