bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

17" Felgum STOLIÐ undan E32 750il bílnum mínum !!!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=16095
Page 1 of 6

Author:  Djofullinn [ Wed 21. Jun 2006 23:48 ]
Post subject:  17" Felgum STOLIÐ undan E32 750il bílnum mínum !!!!!

Ég lenti í því mikla óláni að það var rænt 17" felgum undan 750il bílnum mínum þar sem hann stóð við Hróa Hött/Bónus í Kópavogi (smiðjuvegi).

Sá sem rændi þeim sá nú sóma sinn í því að setja undir hann 15" basket felgur í staðinn :lol:

Felgurnar sjást vel á myndunum hérna neðst og líka munstrið á dekkjunum. Það eru á felgunum mjög heil Pirelli PZero Nero dekk.

Felgurnar voru spottaðar á AK yfir Bíladagana undir demantssvörtum E32 BMW, líklega 730/735. Engar filmur voru í bílnum. Dökkhærður strákur líklega á milli 23-26 var á bílnum, grannur með úfinn lubba og í vinnuúlpu. Hann sást á aðalgötunni framhjá glerártorgi og síðan við lúgu á Ak-Inn.

Ef einhver veit hver var á þessum bíl eða veit eitthvað um málið vinsamlegast hafðu samband við mig ASAP hér, PM eða meil
Hérna eru myndir af felgunum:

Image
Image
Image
Image

Author:  ///M [ Wed 21. Jun 2006 23:58 ]
Post subject: 

var ekki einhver að rugla við bílinn hans sigga shark, hann passar við þessa lýsingu...en stal ekki felgunum.....bara hugdetta :)

Author:  siggir [ Wed 21. Jun 2006 23:59 ]
Post subject: 

Þetta er náttúrulega það ómerkilegasta í heimi. Svona fólk gerir mig svo reiðann :evil: Ég vona innilega að felgurnar finnist og að dúddinn verði tekinn og hengdur upp í ljósastaur á pungnum og hárið á honum verði fínlega fléttað utan um þessar baskets.

URGUR :!:

Author:  Geirinn [ Thu 22. Jun 2006 00:01 ]
Post subject: 

siggir wrote:
Þetta er náttúrulega það ómerkilegasta í heimi. Svona fólk gerir mig svo reiðann :evil: Ég vona innilega að felgurnar finnist og að dúddinn verði tekinn og hengdur upp í ljósastaur á pungnum og hárið á honum verði fínlega fléttað utan um þessar baskets.

URGUR :!:


Ég vona að þetta finnist... og ég trúi að það gæti gerst. Hér eru mjög mörg athugul augu sem hjálpast að þegar svona kemur upp.

Author:  saemi [ Thu 22. Jun 2006 00:05 ]
Post subject: 

///M wrote:
var ekki einhver að rugla við bílinn hans sigga shark, hann passar við þessa lýsingu...en stal ekki felgunum.....bara hugdetta :)


Ég tek undir þetta. Hann er ekki á svona dekkjum, en hann er á svörtum 735i bíl með gardínu í afturglugga, ílöngu "schnitzer" pústi og eins felgum.

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Jun 2006 00:10 ]
Post subject: 

saemi wrote:
///M wrote:
var ekki einhver að rugla við bílinn hans sigga shark, hann passar við þessa lýsingu...en stal ekki felgunum.....bara hugdetta :)


Ég tek undir þetta. Hann er ekki á svona dekkjum, en hann er á svörtum 735i bíl með gardínu í afturglugga, ílöngu "schnitzer" pústi og eins felgum.
Ekki hann.
Sá aðili sem sá felgurnar þekkir Sigga þannig að það getur ekki verið. Plús það að sá bíll var á eins dekkjum og voru á felgunum mínum.

Author:  saemi [ Thu 22. Jun 2006 00:40 ]
Post subject: 

Þá er það ekki Siggi. Bara að fá það á hreint :)

Vonandi að þessi gaur finnist, þetta er ekki hægt svona lagað :?

Author:  Hannsi [ Thu 22. Jun 2006 01:21 ]
Post subject: 

sá bíllinn man eftir því því að mig langaði að kaupa mér svona felgur undir fimmuna mína :P

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Jun 2006 09:01 ]
Post subject: 

Síðan getur náttúrulega vel verið að þessi á AK hafi bara fyrir algjöra tilviljun verið með eins dekk á eins felgum og að það séu ekki mínar felgur. Þannig að ef einhver sér svona felgur undir einhverjum bíl þá má sá hinn sami endilega taka niður númerið á bílnum og koma því til mín, ég mun þá athuga hvort það séu mínar felgur.

Ég er tilbúinn til þess að borga þeim pening sem getur bent mér á felgurnar eða þjófinn! Og ef þjófurinn er kominn með samviskubit eða sér að það er vonlaust að nota/selja þessar felgur þá skal ég með glöðu geði þiggja felgurnar aftur og þá sleppi ég því að kæra. Hann má þá skilja felgurnar einhversstaðar eftir og senda mér sms í gegnum netið hvar þær eru.

Einnig ef einhver hér vinnur hjá Orkunni, Hróa Hetti eða Bónus í kóp og veit hvaða hluta af planinu öryggismyndavélarnar hjá þeim ná þá má sá hinn sami endilega hafa samband. Ég á reyndar eftir að tala við þessi fyrirtæki sjálfur en það er ekki verra að hafa einhvern starfsmann með manni í því :)

Author:  arnibjorn [ Thu 22. Jun 2006 11:07 ]
Post subject: 

!"#$%&$/$/$/$(%(&%#&%"$&%($

:evil:

Ég er farinn út að leita :wink:

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Jun 2006 11:13 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
!"#$%&$/$/$/$(%(&%#&%"$&%($

:evil:

Ég er farinn út að leita :wink:
;) Ég bíð með seðlana

Author:  IngiSig [ Thu 22. Jun 2006 12:28 ]
Post subject: 

"undir demantssvörtum E32 BMW, líklega 730/735"

Hvernig er það, er hægt að fá print out hjá bifreiðaskrá yfir alla E32 BMW 730/35 á landinu??
Það eru nú líklega ekki margir demantssvartir á landinu.

Grunar að helvítis þjófurinn sé að lesa þetta.

Author:  grutur [ Thu 22. Jun 2006 15:51 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Síðan getur náttúrulega vel verið að þessi á AK hafi bara fyrir algjöra tilviljun verið með eins dekk á eins felgum og að það séu ekki mínar felgur. Þannig að ef einhver sér svona felgur undir einhverjum bíl þá má sá hinn sami endilega taka niður númerið á bílnum og koma því til mín, ég mun þá athuga hvort það séu mínar felgur.

Ég er tilbúinn til þess að borga þeim pening sem getur bent mér á felgurnar eða þjófinn! Og ef þjófurinn er kominn með samviskubit eða sér að það er vonlaust að nota/selja þessar felgur þá skal ég með glöðu geði þiggja felgurnar aftur og þá sleppi ég því að kæra. Hann má þá skilja felgurnar einhversstaðar eftir og senda mér sms í gegnum netið hvar þær eru.

Einnig ef einhver hér vinnur hjá Orkunni, Hróa Hetti eða Bónus í kóp og veit hvaða hluta af planinu öryggismyndavélarnar hjá þeim ná þá má sá hinn sami endilega hafa samband. Ég á reyndar eftir að tala við þessi fyrirtæki sjálfur en það er ekki verra að hafa einhvern starfsmann með manni í því :)


Ef voru myndavélar þarna þá mundi ég núh notfæra mér það strax gætir jafnvel fundið ut nr. eða eitthvað sérstakt á bílnum :wink: (ég á samt ervitt með að trúa að náunginn eigi heima út á landi þar sem hann jú tók eftir felgunum þarna) 8)

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Jun 2006 16:14 ]
Post subject: 

grutur wrote:
Djofullinn wrote:
Síðan getur náttúrulega vel verið að þessi á AK hafi bara fyrir algjöra tilviljun verið með eins dekk á eins felgum og að það séu ekki mínar felgur. Þannig að ef einhver sér svona felgur undir einhverjum bíl þá má sá hinn sami endilega taka niður númerið á bílnum og koma því til mín, ég mun þá athuga hvort það séu mínar felgur.

Ég er tilbúinn til þess að borga þeim pening sem getur bent mér á felgurnar eða þjófinn! Og ef þjófurinn er kominn með samviskubit eða sér að það er vonlaust að nota/selja þessar felgur þá skal ég með glöðu geði þiggja felgurnar aftur og þá sleppi ég því að kæra. Hann má þá skilja felgurnar einhversstaðar eftir og senda mér sms í gegnum netið hvar þær eru.

Einnig ef einhver hér vinnur hjá Orkunni, Hróa Hetti eða Bónus í kóp og veit hvaða hluta af planinu öryggismyndavélarnar hjá þeim ná þá má sá hinn sami endilega hafa samband. Ég á reyndar eftir að tala við þessi fyrirtæki sjálfur en það er ekki verra að hafa einhvern starfsmann með manni í því :)


Ef voru myndavélar þarna þá mundi ég núh notfæra mér það strax gætir jafnvel fundið ut nr. eða eitthvað sérstakt á bílnum :wink: (ég á samt ervitt með að trúa að náunginn eigi heima út á landi þar sem hann jú tók eftir felgunum þarna) 8)
Einmitt, finnst líklegt að þetta sé einhver á höfuðborgarsvæðinu.

Author:  bebecar [ Thu 22. Jun 2006 18:19 ]
Post subject: 

Þú ert nú aldeilis óstressaður yfir þessu maður :wink: Ég hef augun opin þó ég sé ekki mikið úti við þessa dagana.

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/