bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað á ég að gera í haust?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1607
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 20:17 ]
Post subject:  Hvað á ég að gera í haust?

Sko...

Ég á við vandamál að etja. Núna á ég E21 323i sem mér þykir mjög vænt um en það er ljóst að ég get ómögulega keyrt í vetur óbreyttann (búin að prófa og hann sökkar feitt).

Þannig, fjárráð hjá mér eru verulega takmörkuð næsta árið vegna fasteignakaupa en ég þarf samt að nota bíl næsta vetur.

Hvað ætti maður að gera... Selja hvíta (mér lýst ílla á það), fá í hann LSD upp á von og óvon, og setja hann svo á nagladekk (ég þoli ekki nagla en myndi nú samt gera það, fyrir utan það að mér finnst að hann ætti að vera sumarbíll en ekki notaður í saltinu).

Eða ætti ég að kaupa algjöra druslu með honum eins og lancer á 90 þús?

Eða ætti ég að kaupa góðann bimma eins og t.d. 518 bílinn hans Sæma - eða jafnvel 528 bílinn.

Hvað finnst ykkur og eins ef þið eruð með góðar ráðleggingar þá eru allar uppástungur þegnar.

Draumurinn er að eiga hvíta þangað til hann nær fornbílatryggingu (aðeins 3 ár) og eiga svo annan eða fleiri en einn bíl með.

Author:  Haffi [ Fri 30. May 2003 20:23 ]
Post subject: 

ég kaus 518 bílinn því að mig langar í 528 bílinn :)

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 20:33 ]
Post subject: 

Hehe...mig langar líka í 528 en mest langar mig í E28 M5 eða ef ég á að vera hagsýnn í M535i....

En gamli bíllinn þinn er líka til sölu (528) held ég... hugsanlega allavega.

Author:  Haffi [ Fri 30. May 2003 20:37 ]
Post subject: 

tjah... til hvers að eiga sömu bílana tvisvar? :)

Author:  Haffi [ Fri 30. May 2003 20:39 ]
Post subject: 

Spá í að bruna núna og kíkja á 528 bílinn og setja miða í rúðuna SELDUR svo að fólk spái ekkert í því meir :twisted:

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 20:40 ]
Post subject: 

Ég var nú einu sinni mjög nálægt því að eiga sama bílinn tvisvar...

Author:  hlynurst [ Fri 30. May 2003 21:03 ]
Post subject: 

Mér finnst persónulega að þú eigir að eiga hvíta bílinn... þér finnst þessir gömlu svo flottir og þessi er líka svo vel með farinn að ég færi aldrei að nota hann í saltinu!!! Ég sagði 518 bílinn en svona eftir á að hugsa þá held ég að hann sé ekkert betri í snjónum þannig að ég breyti atkvæðinu mínu í labba. :wink:

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 21:06 ]
Post subject: 

Ég hef nefnilega smá reynslu af E28 bæði 518 og 528 og þeir eru ekki slæmir í snjó. Ég myndi alveg treysta mér til að keyra á þeim en E21 er hrikalegur.

Svo er það náttúrulega málið að það er algjör synd að nota hann yfir veturinn finnst mér.

Author:  saemi [ Fri 30. May 2003 21:12 ]
Post subject: 

Ég get alveg sagt það af reynslu að E28 518 er ekkert slæmur í snjó, en E21 320 er hrikalegur.

Ég myndi leggja 323i í vetur. Þeir eru bara ómögulegir í snjó, sama þótt þú setjir LSD í hann, þá verður hann alltaf leiðinlegur. Leggja honum barastahh.

En þá er náttúrulega hitt dæmið, hvað maður á að gera í vetur. það er nú það. Lancer á 90 þús hljómar eins og sjálfspynting :roll:

Svona er þetta bara nú, hart að vera harðfiskur :wink:

Sæmi

Author:  Haffi [ Fri 30. May 2003 21:13 ]
Post subject: 

ég man hvað E34 var góður í snjó.. eins og skriðdreki festist ekki neinstaðar :)

Author:  hlynurst [ Fri 30. May 2003 21:16 ]
Post subject: 

Þá kaupir Ingvar bara 518 bílinn og ekkert rugl! :wink:

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 21:17 ]
Post subject: 

E34 M5 er allavega besti bíll í snjó sem ég hef átt (fyrir utan tvo Subaru bíla) - það var alveg lygilegt að það stoppaði hann ekkert.

Það er nokkuð ljóst að ég verð að gera annað tveggja, leggja hvíta og kaupa aukabíl (það ætti að kosta svipað og að kaupa vetrardekk á M5) eða selja hvíta og fá mér eitthvað annað og sjá svo eftir þessum hvíta árin þar á eftir... Tvær ekki nógu fýsilegir kostir fyrir blankann mann.

Author:  O.Johnson [ Fri 30. May 2003 22:29 ]
Post subject: 

Ég banna þér að selja E21 323i 8) Hann er bara of flottur til þess að selja og láta einhvern gutta sem er nýkominn með bílpróf, þjöstnast á honum og skemma hann.

Láttu pakka honum inn með rúlluvél til þess að hann ryðgi ekki. :)

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 22:32 ]
Post subject: 

Maður myndi nú ekki selja hverjum sem er ef til þess kæmi - það eru alveg hreinar línur.

Ætli ég taki ekki bara þann pól í hæðina að kaupa bimma með honum á svona sirka 200 þús.

Author:  hlynurst [ Fri 30. May 2003 22:34 ]
Post subject: 

Við erum einmitt með plöstunarvél í vinnunni! :wink:

Ég er samt sammála... það eru ekki margir sem hugsa vel um bílana sína eins og t.d. þú og Logi (sem var fyrri eigandi ekki rétt). Ekki selja, kaupa frekar eitthvað ódýrara eins og t.d. MMC. Sá bíll fellur nánast ekkert í verði og þú selur hann kannski á sama og þú keyptir hann eftir nokkurn tíma. :twisted:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/