bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ZX-174
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1604
Page 1 of 1

Author:  ValliFudd [ Fri 30. May 2003 02:26 ]
Post subject:  ZX-174

Mig minnir þetta vera númerið á bíl sem ég átti fyrir einhverjum árum.. Þetta er 318i '92.. fyrsti bíllinn..:) Mér fannst eins og mig hliti að vera að dreyma þegar ég ók um göturnar á honum fyrst.. Horfði á BMW merkið í miðju stýrinu og hugsaði "VÁ! ÉG Á BMW!" Aldrei liðið eins vel á allri minni ævi...:) Hann var með topplúgu, spoiler, þokuljósum og þessu helsta.. En svo fór hann að bila... og bila og bila.. þangað til ég gafst upp.. Pæling mín var nú bara sú hvort einhver hérna í þessum yndislega klúbb ætti hann núna?

Valli
p.s. ég á 2 bíla.. báðir þýskir.. en hvorugur BMW samt..:)
Golf '01 sem er til sölu by the way..
og
Porsche 924 '78 sem gæti svossum líka verið til sölu fyrir rétt verð..:)

Author:  bebecar [ Fri 30. May 2003 08:27 ]
Post subject: 

Og afhverju fór hann að bila og bila og bila?

Author:  ValliFudd [ Fri 30. May 2003 22:21 ]
Post subject: 

ég er ekki alveg klár á því.. kominn tími á mikið... fór út á land vikuna sem ég keypti hann, og var 17 ára krakkaskítur og ákvað að botna greyið... pústið þoldi ekki 6800 snúninga í langan tíma. Því kúturinn sprakk í tvennt.. Opnaðist alveg..:) Með tilheyrandi látum..:) Svo fór bensíndælan og hitt og þetta... Fór í eitt skiptið með hann upp í B&L og bað um viðgerð að andvirði 90 þús.. var nýbúinn að fá útborgað.. Þeir gerðu við hann fyrir 92 þús og sögðu mér að þetta hefði verið svona 1/4 af því sem væri að honum.. Fljótlega eftir það seldi ég hann.. Ég hafði ekkert efni á svona dóti.. Svo ég fékk mér Benz.. og þá fór náttúrulega skiptingin í honum og svona hitt og þetta..:) Það fór rúm milljón í viðgerðir á 1 ári...:/ Stundum lendir maður á gott eintak.. og stundum MJÖÖÖÖG SLÆMT...
Valli

Author:  hlynurst [ Fri 30. May 2003 22:24 ]
Post subject: 

Djöfull ertu búinn að vera óheppinn með þýskarann. :?

Author:  Heizzi [ Fri 30. May 2003 22:29 ]
Post subject: 

Jækz :shock: Milljón í viðgerðir, bara á benzanum þá, eða báðum? Hvenig Benz var þetta annars?

Author:  Haffi [ Fri 30. May 2003 22:51 ]
Post subject: 

92 þús í bimmann og 908 þús í benzinn.. það meikar fínt sense hjá mér :)

Author:  ValliFudd [ Fri 30. May 2003 22:59 ]
Post subject: 

ég átti bimmann í hálft ár og bensann í 8 mán.. þetta skiptist svona jafnt þar á milli.. svo á ég golf núna.. keypti hann nýjan og er búinn að eiga hann í næstum 2 ár.. það er búið að skipta um allt tengt tölvunni í honum oftar en einu sinni.. og bara alllllt.. búinn að fara með hann svona 6-8 sinnum í ábyrgðarviðgerð.. hann dó um daginn.. tók viku að laga hann... svo á ég porsche.. hann hefur ekki farið í gang í hálft ár.. búið að reyna allt.... ég er farinn að hallast að því að þýskir bílar eigi bara ekki að vera í minni eign..:/
Valli

Author:  Benzari [ Fri 30. May 2003 23:03 ]
Post subject: 

:shock: :shock: :shock: ValliFudd!!! Ertu ekki að grínast??? Ég held svei mér þá að þú ættir bara að vera á reiðhjóli, bílar hafa greinilega eitthvað á móti þér.

Author:  Gunni [ Fri 30. May 2003 23:04 ]
Post subject: 

valli ekki gleyma plymmanum (þótt hann sé ekki þýskur) sem var næstum dotinn í sundur :mrgreen:

Author:  ValliFudd [ Fri 30. May 2003 23:09 ]
Post subject: 

svo átti ég einu sinni Hondu Prelude.. þegar ég var hvað fátækastur.. á eftir bmw-benz ævintýrinu.. hann var fastur í 1. gír.. hehe.. topp speed var um 60 km.. en hann var geðveikt fljótur í 60 samt.. hehe

Author:  Benzari [ Fri 30. May 2003 23:18 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
. svo á ég golf núna.. keypti hann nýjan og er búinn að eiga hann í næstum 2 ár.. það er búið að skipta um allt tengt tölvunni í honum oftar en einu sinni.. og bara alllllt.. búinn að fara með hann svona 6-8 sinnum í ábyrgðarviðgerð.. hann dó um daginn.. tók viku að laga hann... Valli


Kunningi minn á einmitt sömu týpu af Golf('00 eða '01) og hann var leeeeengi á verkstæði í vetur, spurði hann nú ekki hvað vandamálið var en maður hefur heyrt að það hafi verið mikið vesen með IV Golfinn fyrstu árin.

Author:  ValliFudd [ Fri 30. May 2003 23:22 ]
Post subject: 

Heizzi wrote:
Hvenig Benz var þetta annars?


Þetta var nú bara saklaus 260E árg '90... NY-832...
Valli

Author:  hlynurst [ Sat 31. May 2003 10:01 ]
Post subject: 

Þetta er ótrúlegt... ég tek undir það að þú ætti bara að kaupa þér reiðhjól til að losna við þetta. Ekki samt þýskt reiðhjól. :roll:

Author:  benzboy [ Tue 03. Jun 2003 19:42 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
92 þús í bimmann og 908 þús í benzinn.. það meikar fínt sense hjá mér :)


Ef þú vilt viðbrögð þá meikar þetta aðallega nonsense hjá mér :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/