bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 18. Apr 2024 22:07

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 59 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 00:10 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Mér datt nú svona til gamans í hug að pósta hér hvaða bíla ég er búin að eiga og spyrja ykkur að því sama.

Ég er verulega forvitinn að sjá hvað Sveinbjörn átti marga BMW því ég er búin að gleyma því en það var eitthvað MJÖG mikið og kannski leynast hérna einhverjir fleiri MEGA nöttarar - nú eða NÖTTUR.

Allavega eru mínir hér í þessari röð.

Honda Civic 1300 DX 1989. Þessi bíll var afskaplega góður í akstri og virkaði ágætlega miðað við 1300. Hann var hinsvegar byrjaður að ryðga þegar ég var búin að eiga hann í 6 mánuði (þá var hann 3 ára!!!) þannig að ég seldi hann.

Mazda 323F GT 1990. Frábær bíll, 140 hestar og svínvirkaði og lúkkaði vel. Með áreiðanlegri bílum sem ég hef átt og var á honum í sirka 2 ár.

Subaru Legacy 1800 1990 (SSK). Eftir að hafa reynt að setja Mözduna uppí BMW 320 1990 módel og komist að því um leið að ég var 12 eigandinn af Mözdunni fór ég niður í TOYOTA umboðið og heimtaði að fá að skila bílnum þar sem þeir höfðu sagt mér að ég væri annar eigandi að bílnum fyrir utan þá - ég fékk Subaruinn í staðinn orðalaust enda vissu þeir á sig sökina. Ekki nóg með það þá var Mazdan líka tjónabíll!

Mazda 323F GT 1992. Saknaði hins svo svakalega að ég seldi súbban á topp prís enda var hann gullmoli og keypti þennan bíl í staðinn sem var algjörlega óaðfinnalegur og hefði alveg eins getað verið nýr. 133 hestöfl og með sóllúgu, ABS og álfelgum nokkuð sem hinn GT bíllinn var ekki með. Átti þennan í tvö ár líka.

Renault Laguna 2000 1995 (SSK). Yndislegur bíll og einn þægilegasti krúser sem ég hef átt. Algjör sparibaukur og fór gífurlega vel með mann. Þurfti að selja hann svo þegar ég keypti síðustu íbúð.

Mazda 626 1987 (SSK). Y5 - fyrrum bankastjórabíll. Vel með farinn og ekinn 270 þús eða álíka. Virkaði fínt og var ágætisbíll nema hann drap alltaf á sér í hringtorginu hjá Þjóðminjasafninu - mjög hvimleitt á SSK.

Alfa Romeo 156 1600 1999. Eini nýji bíllinn sem ég hef keypt. Sérpantaði hann nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann að einu undanskildu - ég átti ekki pening fyrir tveggja lítra! Þennan bíl átti ég í tvö ár og ók honum rúma 40 þús kílómetra án þess að þurfa svo mikið sem skipta um peru í honum! Óskiljanlegt hvað hann var ódýr í rekstri. Tvær ábyrgðarskoðanir og eitt sett af þokuljósum að framan (sprungu í snjónum) varallt og sumt. Meira að segja upprunaleg þurrkublöð þegar ég seldi hann. Næsti eigandi var víst ekki eins heppinn segir Ívar hér á spjallinu.

Suparu Impreza 2000 GL 1997 (SSK). Ágætis bíll eins og allir Súbbar. Fjarstart (kúl) og ekki mikið meira um það að segja.

BMW M5 1990. Draumbíllinn sem ég var búin að reyna að eignast frá því að ég var búin að eignast Ölfuna og sá eftir að hafa ekki keypt tveggja lítra bíl. Datt niður á þennan eftir talsverða leit. Besta eintakið sem ég hafði skoðað en þurfti bara smá þrif og lagfæringar til að verða góður. Algjör draumbíll og reyndist mér óaðfinnalega - ódýrari en FIAT 500 bíllinn sem bróðir minn á meira að segja! Seldi Loga bílinn þegar ég þurfti að kaupa mér stærri íbúð.

BMW 323i 1981. Núverandi bíll. Kemur verulega á óvart og ég er mjög skotinn í honum. Áhuginn hefur færst á eldri bíla síðan ég eignaðist M5 bílinn og ég get varla hugsað mér mikið yngri BMW en E34 M5 - hugsanlega E36 Sedan M3 en samt ekki alveg viss.

Næst á dagskrá er sennilega mótorhjól (á næsta ári - er of blankur núna) og svo Porsche 911 áður en ég verð fertugur![/b]

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 00:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Fyrsti bíllinn minn var Mercedes Benz 190E '85. Fyrri eigandinn var búinn að eyða fullt af peningum í hann og hugsaði mjög vel um hann. Fékk hann á fáranlegu verði því bróðir minn vann á verkstæðinu sem sprautaði bílinn, skiptu um legur í mótir, tók upp sjálfskiptinguna og setti shiftkit í hana (Damn hvað maður þrykktist í sætin þegar hann skipti um gíra 8)
Var kolsvartur, 2.0 lítra (120hö), topplúga, spoiler o.sfrv.

Átti líka Jeep Cherokee '89 limited í smá tíma (c.a mánuð) áður en hann seldist innan fjölskyldunnar

Síðan BMW 520IA '91. Fékk hann á 243 þúsund. Leit bara mjög vel út og virkilega þæginlegur bíll. Mjög eyðslugrannur.
Var 2.0 lítra, 24V 150hö. Alveg grýtmáttlaus fyrst þegar ég fékk hann en lagaðist þegar maður fór að hreinsa allt sótið úr vélinni. Mjög lítil vinna í honum og fór eiginlega aldrei með hann út í skúr að gera eitthvað. Bara setja í gang og keyra.
Seldi Daníeli (Djöfullinn) hann þegar ég keypti sjöuna af honum

Síðan á ég núverandi bíl 8)
Langflottasti og heillegasti bíll sem ég hef nokkurn tíman keyrt!!! Og þæginlegasti, allt í þessu :wink:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 00:38 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 15. Oct 2002 14:44
Posts: 589
Location: Grafarvogur
Bimmin minn svarti er fyrsti bíllinn minn og er ég búinn að eiga hann frá því seint í júni , keypti svo annan e30 fyrir 3 vikum og er að púsla þeim tvem saman...

_________________
Renault 19 '95 - bráðabirgða
BMW E-30 325i; IM-870, Farinn
BMW E-30 320i; IR-406, Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 00:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Já þú segir nokkuð. Ég er nú bara svo ungur ennþá að ég er bara á þriðja bíl en þeir voru

1999 silfurgrá VW Bora 1600cc. Keypti hann í lok janúar 2000 tæplega ársgamlan af Bílaval á Akureyri þegar ég var búinn að vera með prófið í 3,5 mánuð og misþyrma bílnum hennar mömmu nóg. Frábær bíll í alla staði ef frá er talið kraftleysið :? Eyddi engu, bara nokkuð flottur, gott að keyra, bilaði ekkert, vel búinn og bara hinn fullkomni fyrsti bíll. Ég átti þennan bíl í 2ár og hugsaði rosalega vel um hann, setti í hann magnari og hátalara ásamt því að skella 16" álfelgum á sumardekkin og bóna reglulega. Var reyndar orðinn frekar pirraður á kraftleysinu undir lokin og skipti honum uppí bimman.

1998 BMW E39 520iA með nánast öllu. Rosalega skemmtilegur bíll sem ég keypti í febrúar 2002 af B&L og reyndar sama sölumanni og seldi mér Boruna. Skemmti mér vel á þessum bíl og fékk dálítinn dópsala stympil á mig í leiðinni. Það var rosalega gaman að rúnta á honum á sumrin á 17" álfelgunum með hálfan bæinn að horfandi á eftir sér, 19ára guttanum. Setti í hann K&N síu í boxið, CD-changer, Superchips kubb og keypti undir hann dekk og felgur. Þegar fór að hausta var hann farinn að eyða dálitlu og svo þegar hann fór í insp II í nóv 2002 og í ljós kom að ýmislegt var komið á tíma og kostaði mikið þá kárnaði gamanið aðeins. Fór reyndar að fíla hann vel í byrjun árs en þegar abs skynjarinn fór og eyðslan var kominn í 14l þá fannst mér nóg um og skipti á honum og Clio'num.

2002 Renault Clio Sport 172 keyptur í febrúar 2003 af B&L og ennþá sama sölumanninum. Núverandi bíll og bara helvíti skemmtilegur. Eyðir litlu (undir 11l þegar keyrður mjög grimmt), virkar helvíti vel og bara snilld að keyra. Búinn að setja K&N kalt inntak í hann en stefni á meira með sumrinu. Stefni á að eiga í svona 2 ár og flengja hverja einustu Gti tík á landinu á þeim tíma og keppa eitthvað í AutoX og svoleiðis.

Næst er það svo E39 540, E34 M5 eða B10 BiTurbo.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 00:47 
Ég verð bara að segja Svezel að bíllinn þinn kom mér virkilega á óvart út á Granda þegar þú fórst run!!! Bjóst ekki við þessari virkni :P Það hefði verið gaman að sjá þig taka run við Audi tt og flengja hann 8)

Hvað er hann skráður mörg hö og hversu hratt 0-100???

Kveðja
Gummi


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 01:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Minn listi er einstaklega langur:

BMW 323i 1997. Frábær bíll sem ég er endalaus ánægður með.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 01:08 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 22:19
Posts: 164
Location: Mosó
fyrsti bíllinn minn var gulur mmc colt elsta lookið ´81 árg. átti svo '82 eða '83 árg. líka, sá bíll var með nýjum framljósum (nýrra look en sama boddý) sá bíll var svartur með skærgrænum aukahlutum...

renault 11 '85 grænn var næsti bíll sem ég keypti ódýrt af mömmu og pabba... mæli ekki með gömlum renault.......

svo kom bmwinn 323i '82 6cyl mjög skemmtilegur á sínum tíma áður en hann fór að ryðga niður...svartur með skær appelsínugulum aukahlutum.

svo kom jeep cherokee ´88 breyttur fyrir 35" dekk gullfallegur jeppi sem mér tókst að velta og gera allan beyglaðan.....:(
á einnig óbreyttann svoleiðis sem er stráheill...

Davið Dekkjakall..
mosó.

_________________
Dabbi Xeron
BMW 323i '82 E21 (Seldur)
Jeep Cherokee Laredo 38" Blár(Heitir Blámi)
Colt '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 01:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Fyrsti minn var eiginlega '88 Daihatsu Charade 1.0. Skipti honum með eldri bróður mínum. Snilldar bíll, var ótrúlega lítið viðhald, nánast framleiddi bensín og gekk alltaf einsog klukka, þegar mar var búinn að koma honum í gang. Var stundum smá barátta á köldum morgun en heppnaðist alltaf. Var líka skemmtilegt að hurðirnar áttu til að frjósa þannig að það var ansi erfitt að opna og þegar það tókst var ekki hægt að loka aftur. Man eftir skemmtilegum morgnum þegar ég þurfti að fara inn um farþegahurðina því hin var frosin, síðan lokaðist hún ekki, þannig að ég þurfti að teygja mig yfir og halda í hurðina meðan bíllin hitnaði og hurðin þiðnaði. :)

'96 Honda Civic 1.4, keypti hann nýjann. Var á honum í um tvö ár. Fínn bíll, keyptann áður en hann varð flavor of the year og annar hver maður keypti svona. Klikkaði ekkert en frekar kraftlítill.

'97 VW Golf GL 1.6. Fínn bíll og ágætis kraftur, þurfti ekkert að gera nema venjulegt viðhald, átti hann í um ár.

'97 VW Golf GTi 2.0 16v. Mjög skemmtilegur bíll, afmælisútgáfa og ansi sprækur, skráður 150 hestöfl. Ég skipti um gorma og dempara, setti Koni Sport í staðinn. Setti líka kubb og púst. Hafði mjög gaman að honum, flottur og gaman að keyra, lá eins og klessa með ansi stífri fjöðrun og 215/40/16 dekkjum. Átti hann í rúmt ár þegar ég fékk M5 delluna og varð bara að eignast svoleiðis.

'91 BMW M5. Núverandi bíll. Alger draumabíll í alla staði :D

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 01:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Ég er nú bara búinn að eiga tvo (og á ennþá).

Sá fyrri er Mercury Capri 5.0 1983, keypti hann sumarið '96 , eftir að hafa leikið mér á bílum pabba & mömmu í 3 ár. Þá var hann 3,8 V6, brúnn að lit, á 14" stálfelgum og vita máttlaus. Á sex ára tímabili hef ég breitt honum talsvert,97' keipti ég 15" Mustang GT felgur, '99 fór ofan í húddið 5.0 V8 og 4 gíra sjálfskipting (eftir að gamla vél bræddi ventla og sjálfskipting brotnaði), '00 lét ég sprauta hann hjá B.Á. Bílverk, setti ég nýtt afturdrif með diskabremsum, betrumbætti fjöðrunarkerfið og síðan í fyrra skipti ég um framsæti og lét Recaro stóla í hann. Einn skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt (fyrir utan Renault Clio 16V 1800 sem frændi minn átti).

Svona leit hann út:
Image
Svona lítur hann út:
Image

Í júní í fyrra keipti ég minn annan bíl, BMW 850, það var svona ást við fyrstu sýn(ég hafði séð svona bíl árg. '90-'91 til sölu í B&L notuðum bílum innan um allar Lödurnar árið 1992-93, minnir að hann hafi kostað þá 9 millur), ég sá hann á bíll.is og bara féll flatur fyrir honum, það liðu ekki tvær vikur þá var ég kominn á gripinn. hann var frekar "sjúskaður" þegar ég fékk hann, Þurfti t.d. að fjarlægja lakk glæru sem hafði verð sprautað á miðstokkinn og mælaborðið, festa hluta af innréttingu eftir græjuísettningu (Eins og þið vitið allir þá var hann sýningarbíll á Sportbílasýninguni í Höllini 1999, og vann víst einhverja græjukepni þar). Stefin á kubba einhvertíman á næatuni. Það er yndislegt að keira hann.

P.S. Já þessir ógeðslegu Janspeed DTM stútar viðbjóður fara undan honum brátt.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Last edited by Dr. E31 on Mon 07. Apr 2003 02:32, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 02:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Nettur kaggi :)


Last edited by Kull on Mon 07. Apr 2003 02:56, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 02:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Hva, koma þær ekki?

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 09:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Anonymous wrote:
Ég verð bara að segja Svezel að bíllinn þinn kom mér virkilega á óvart út á Granda þegar þú fórst run!!! Bjóst ekki við þessari virkni :P Það hefði verið gaman að sjá þig taka run við Audi tt og flengja hann 8)

Hvað er hann skráður mörg hö og hversu hratt 0-100???

Kveðja
Gummi


Hann er skráður 172hö og 6.9 0-100 en ég hugsa að ég geti náð betri tíma en það.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 10:40 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þegar ég fékk bílprófið þá átti pabbi Audi 80 Quattro svo ég sá litla ástæðu til að kaupa mér bíl. Audiinn var með þvílíkt grip og með ABS gerði að verkum að hann læstist eins og hræddur kettlingur við jörðina. Ég hugsaði lítið um bílakaup fyrstu mánuðina á bílprófi mínu þar til pabbi fékk Lödu Samara í skiptum fyrir Audiinn. :roll: Þá fór ég að hugsa minn gang.

Ég keypti mér þá VW Golf GTi 16v mk2. Það var mjög góður bíll sem ég átti í rúmlega 2 ár. Lá eins og klessa og enginn leið, sama hvað ég reyndi, að fá bílinn til að renna til í beygjum. En vandamálið við bílinn var leiðindar rafmagnsbilanir og ekki nógu stíft boddý sem gerði það að verkum að MJÖG stífir dempararnir gátu orðið aðeins of óþægilegir. En mjög snöggur bíll, rúm 900 kg, enda létt tjúnaður og grjóthörð fjöðrunin gaf góða aksturseiginleika. 8)

Ég seldi Golfinn fyrir rúmu ári síðan og fékk í skiptum leiðinlegasta bíl sem ég hef ekið, Galant '89 ssk. Ég hugsaði mér að þessi bíll yrði alger sparibaukur. Maðurinn sem keypti Golfinn hafði greinilega fengið Galantinn í skiptum og bara átt hann í nokkrar vikur, en Galantinn var alger gullmoli ekinn 110 þ og í toppstandi. Ég fattaði það síðan þegar ég keyrði heim að þessi bíll væri of leiðinlegur, skít með það þótt hann bili ekki neitt, þennan bíl vildi ég ekki, svo ég brunaði upp í DV og setti auglýsingu og seldi Galantinn í sömu viku.

Um þetta leyti var ég svona kominn með áhuga á meira solid bílum, eins og BMW og Benz. Hafði alltaf haft áhuga á VAG bílum, sérstaklega Golf GTi og Audi, en sá áhugi var smám saman að dvína. Mk2 Golf GTi var of rugged, en mk3 ekki nógu rugged og mk4 vart þess verður að vera GTi fannst mér. Mig langaði í VW Corrado en þeir voru mjög sjaldgæfir og ég vildi ekki sjá G60 vélina.

Fór aðeins að pæla í C-línu Benz eftir að ég keyrði frábærar nýlegan C240, en fannst þeir vera alltof dýrir, en frétti frá leigubílstjóra um lítillega tjónaðann C200 sem eigandinn þurfti að losna við. Ég, sem kann lítið á bíla, talaði við kunningja úr barnaskóla sem vinnur á réttingarverkstæði um þetta, hvort hann gæti hjálpað mér með Benzinn, hann hélt það nú og við komumst að góðu samkomulagi um að hann mundi hjálpa mér með þetta. Ég fór og athugaði bílinn sem var klesstur að framan en mun minna heldur en ég hélt auk þess sem flestir varahlutirnir fylgdu með. Það var alveg hægt að keyra bílinn, bara með engu húddi og engum hlutum að framan, og keyrði hann mjög vel, mikill cruiser og mjög solid, og vel búinn. Flottur, samlitaður silfurlitaður, Elegance týpan, gríðarlega þægilegur og kraftmikill, séstaklega af 2 l 4 cyl vél að vera, en sú vél var þó 136 hö og togaði mjög mikið. Kaupin gengu auðveldlega fyrir sér og við náðum að koma bílnum á götuna fljótlega, þrátt fyrir að þetta hafi kostað 25-30 % meira en ég hafði áætlað.

Á þessum tíma, í sumar í fyrra, voru mín kynni af BMW frekar slæm, e21 bíll frænku minnar sem var örugglega mesta drasl sem ég vissi um, bilaði furðulega oft þann stutta tíma sem hún átti bílinn. :? Ég hafði aldrei keyrt BMW, móðurbróðir minn átti gullfallegan e23 í útlöndum sem var frábær bíll og það var gaman að rúnta þar á 230 km hraða. Sá bíll var nokkurn veginn vandræðalaus. Hann keypti seinna e32 735 minnir mig frekar en 730, og sá bíll var algjört drasl sem bilaði eins og hann fengi borgað fyrir það. :( En hvort tveggja mjög solid bílar, en útlitið heillaði mig ekki nógu mikið auk þess sem bilanirnar voru ekkert til að heilla mig. BMW áhuginn var lítill sem enginn.

Einhvern tímann í byrjun sumars sá ég auglýsingu í DV þar sem auglýstur var BMW fyrir lítinn pening, og þótt ég hafði ekki áhuga á kaupum, þá var ég forvitinn og ég dreif mig þangað ásamt félaga mínum til að sjá að þetta væri 2,5 milljón króna e39 523. En ÞVÍLÍKUR BÍLL engu að síður!! Ég heillaðist algjörlega af bílnum, allt við hann var frábært, en alls ekkert um of. Sportlegur, flottur, þægilegur, kraftmikill, hljóðlátur, vandaður, þvílíkt fjölhæfur og hæfileikaríkur bíll og allt unaðslegt við hann. Allt í einu var ég ekkert ánægður með Benzinn þegar ég settist inn í hann. BMW áhuginn var kominn til að vera. Verst að ég var skítblankur og mundi byrja í háskólanum um haustið, svo ég sá ekki fram á að eiga Benzinn lengi. Salan gekk furðuvel á Benzinum, enda allt við hann frábært til endursölu. Ég held að Propane eigi þennan e39 523 núna. Blár, sjálfskiptur, mjög vel búinn, leður en ekki viðarklæðning, ekinn 120-130 þ, og var í eigu fyrirtækis. Ég man þessar 15 mín í þeim bíl eins og það hafi gerst rétt áðan. 8)

Þar sem ég nennti ekki að vinna með skólanum þá keypti ég mér í ágúst sparibauk, Mözdu 323 4 dyra 92-93. Sá bíll hef átt síðan og bíll sem mig langar ekki til að eiga lengur, en hann kann ekkert að bila og það er auðvitað jákvætt. :)

Spurning hvað ég kaupi mér næst. Ég efast um að það verði BMW strax, en til þess þá verða e34 og e36 að heilla mig meira, e38, e39 og e46 eru of dýrir. :? Ég er ekki alveg kominn yfir bilanasögurnar af BMW ættingja minna, en það breytir því ekki að aksturseiginleikar BMW eru þeir bestu sem ég hef prófað, þess vegna er ég hér. :wink: Ég er jafnvel að spá í öðrum Galant, hvers fáranlegt sem það hljómar, en núna V6 árgerð 97-98. Einnig eru Benz C að lækka í verði, mig langar samt ekki aftur í 4 cylendra Benz C-línu, en ég gæti alveg hugsað mér C240, líka C230K eða C280. :wink: Ég hef alltaf reynt að vera á góðum bíl á sumrin. Núna er ég að leita mér að verðugum sumarbíl, og BMW gæti alveg verið sá bíll. En ef ég ætla að fá mér BMW, þá verður það að vera e38 eða e39, ég er ekki svo hrifinn af BMW að ég er tilbúinn að taka hvaða BMW sem er. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 10:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 30. Mar 2003 14:52
Posts: 11
Location: Kópavogur
Fyrsti bílinn sem ég keypti var BMW 518i 1987 árgerð ekinn 110 þús km,
Síðan Nissan Sunny 1,6 SR árgerð 1993, Svo Daihatsu Charede sem ég tók uppí hann, Síðan Nissan Sunny 2,0 GTi með R húddi, Síðan missti ég prófið, Keypti ég VW Bjalla 1971 Fjólublár með spoiler Kitti, Síðan átti ég Pontiac Sunfire, Svo átti ég Pontiac Firebird Trans Am með 350 LT1 6 gíra beinskiptur mjög góður bíll, Toyota Carina 1990, Suzuki Sidekick 33", Nissan Primera 1997, Renault Clio,
BMW 325 sem ég á núna
Það getur vel verið að það vanti einhverja bíla sem ég hef gleymt að telja upp


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Mínir Bílar
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 11:08 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Minn fyrsti bíll var Mazda 323 1.3 vél "85 árg., keypti hann á 20.þúsund, því konan sem átti hann ætlaði að kaupa sér ísskáp, stuttu síðar klessti ég bílinn, í rétti auðvitað, og VÍS greiddi bílinn út 80.þúsund :D

Eftir Mözduna fékk ég mér Fiat Uno 60s, með 1100cc vél, 5-dyra, með rafmagni í rúðum og samlæsingum, einn með öllu :roll:

Ég eygnaðist Fiat x1/9, alvöru sportara, ég keypti hann bara útaf felgunum sem pössuðu undir rauða unoinn, ég var að pæla í að gera hann upp, en hann var beond uppgerðar. og þurfti að láta hann frá mér :cry:

Ámeðan ég átti hann fann ég annan Fiat, Fiat uno 45s,með 900cc keðjumótor, 85" ekinn 35000.og á original dekkjunum!!! . Búinn að vera inni skúr allt sitt líf.. Keypti hann á 30.þús. og gengur enn, kominn í 60.þús. km.

Eftir að ég seldi rauða unoinn, og lét pabba hafa gamla 45s unoinn, fékk ég gefins VW Jettu,með 1600cc vél með brotna pústgrein, maður sem ég þekki lagaði það fyrir mig fyrir frekar lítið, en samt var pínu prumpuhljóð í bílnum, sagði bara að þetta væri remusinn. :wink: , ég seldi hann á 60.þúsund.

Næsti bíll var Bmw 316i "89. rauður mað skottspoiler og koppum, svaka flottur, féll fyrir honum þegar ég sá hann, en pabbi var svo á móti Bmw að hann vildi ekki að ég myndi kaupa hann, (bilanatíðnir, sagði hann) en ég talaði hann til 8) og fékk eitt stk. 316i, mikið var gert í breytingar. felgur og kubbur solleiðis, eins og sést á myndum á samkomu linknum..

Ég fann á mínu net brölti Fiat Uno Turbo i.e og sá að hann var til sölu, ég varð að fá svona bíl... allan tíman sem ég hefur mig langað í svona rakettu, og viti menn, ég fór og keyti hann.+ fékk FULLT að varahlutum með, eins og annan kassa, aðra´turbínu, vél, rúður, miðstöðvar, topplúgu og lalala.: segjum bara nóg af dótaríi...

Ég setti rauða bmw'inn uppí BMW 325i, "92, svartan, og borgaði hnetur á milli :wink: ég er á honum núna, og er nokkuð ánægður með kraftinn í honum, allt annað en 316i bílinn. :twisted:

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Last edited by flamatron on Mon 07. Apr 2003 13:02, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 59 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group