bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
100 series vs 300 series, hvað finnst mönnum?? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15753 |
Page 1 of 2 |
Author: | Giz [ Fri 26. May 2006 11:02 ] |
Post subject: | 100 series vs 300 series, hvað finnst mönnum?? |
Hi Jæja, þar sem ég er búinn að gera alla fjöskyldumeðlimi og aðra í kringum mig geðveika ætla ég að gera ykkur smá geðveika líka. Þannig er að við erum að kaupa nýjann bíl, og varð BMW fyrir valinu að hluta til vegna þess að þeir bjóða besta dílinn fyrir okkur. Taka skal fram að bílinn kemur ekki til með að verða á Íslandi. Það sem ég vil fá frá ykkur, er endilega ef einhver hefur konkret upplifun af viðkomandi bílum, sem eigandi eða prufukeyrslu osfr., eða bara hvað mönnum finnst almennt flottara. Um er annarsvegar að ræða 120d M Sport sem yðri tekinn í Japan Red, með flestum aukahlutum, s.s. Xenon, sóllúgu osfr. Hinsvegar er um að ræða e90 30 bíl í þremur útfærslum, 320d M Sport, 320si eða 325i M Sport. Við keyrum ekki mikið og nánast ekkert innanbæjar og hugsum okkur að eiga viðkomandi bíl í svo sem 4-5 ár allavega. Í þessu dæmi er 120d ódýrastur, fylgt eftir af 320si, 320d og 325i. Það munar í reynd um 4500 euro á 120d og 325i þannig að það er ekki peningamunurinn sem er að bögga okkur. 120 bíllinn yrði nákvæmlega svona: ![]() ![]() ![]() ![]() meðan e90 bílinn sama hvað útgáfa af honum yrði um að ræða yrði meira og minna svona einnig í Japan Red: ![]() ![]() 100 bílinn yrði líklegast tekinn með gráu leðri en 300 með þessari geggjuðu að mínu mati alcantra/leður innréttingu að ofan. Málið er við fílum minni bíla betur en stærri per se, og erum bara 2. Hinsvegar er verðmunurinn það lítill að mér finnst soldið blóðugt að fara í 100 bílinn þegar maður fær þónokkuð mikið meiri bíl í e90, en vissulega soldið mikið meira fullorðins bíl, sem við erum mikið á móti. Sum sé mikið dilemma, endilega nota þenna fína föstudag í að ausa úr skálum visku sinnar og redda málinu handa okkur. Sólarkveðja G |
Author: | Arnarf [ Fri 26. May 2006 11:09 ] |
Post subject: | |
Án þess samt að hafa prufað hvorugan bílinn tæki ég þristinn án spurningar. Ég er bara svo ekki að fýla lúkkið á ásnum Er það kannski bara ég? |
Author: | Djofullinn [ Fri 26. May 2006 11:24 ] |
Post subject: | |
Mér þykir E90 bíllinn töluvert flottari og tæki hann hiklaust 320d |
Author: | Danni [ Fri 26. May 2006 11:24 ] |
Post subject: | |
E90 for the win! |
Author: | íbbi_ [ Fri 26. May 2006 11:27 ] |
Post subject: | |
ég tæki E90 325, diesell bíllin er eflaust mjög skemmtilegur en ég held að 325 bíllin sé einfaldlega skemmtilegastur, ég er búinn að keyra tvo ása og líkaði mjög vel, finnst þeir hinsvegar svo ótrúlega þröngir að innan að það er hálfgert djók, og líka eiginlega of dýr |
Author: | bimmer [ Fri 26. May 2006 12:02 ] |
Post subject: | |
Ef verðmunurinn er ekki að vefjast fyrir þér þá er þristurinn málið. |
Author: | Jss [ Fri 26. May 2006 12:27 ] |
Post subject: | |
Ég myndi hiklaust taka E90 bílinn, ert einfaldlega að fá mikið meiri bíl. Hef keyrt báða bíla nokkuð, 120d bíllinn er reyndar mjög skemmtilegur en E90 er bara klassa, eða tveimur, ofar. |
Author: | bjahja [ Fri 26. May 2006 12:31 ] |
Post subject: | |
Já, verð eiginlega að vera sammála með að 325 sé málið (eða bíða eftir 335ci ![]() En ásinn finnst mér samt virkilega flottur bíll og öðruvísi. |
Author: | Fjarki [ Fri 26. May 2006 12:48 ] |
Post subject: | |
Engin spurning, þristurinn yrði fyrir valinu.!!!! |
Author: | IngiSig [ Fri 26. May 2006 12:50 ] |
Post subject: | |
Berðu saman 120d og 320d, ég skoðaði þessa tvo þegar ég var að kaupa mér BMW. Eitt sem ég tók strax eftir; 120d var mun sprækari enda er hann tæpum 400kgs léttari en 320d. Ég fékk mér 320d einfaldlega fannst mér hann flottari(grand) og síðan fékk Birgitta Haukdal sér 120d!!! |
Author: | Schulii [ Fri 26. May 2006 14:11 ] |
Post subject: | |
Ég verð að vera sammála um að þristurinn ætti að verða fyrir valinu. Líka eins og þú segir að þið mynduð ekkert vera í innanbæjarakstri. Þá held ég að þristurinn sé skemmtilegri á langkeyrslum því ásinn er held ég með það concept að vera innanbæjarbílll. Hann er ekki skilst mér með varadekk heldur svokölluð "run-flat"dekk sem geta keyrt einhverja kílómetra þó að það sé sprungið sem á að geta reddað manni ef maður er innanbæjar til að komast á næsta dekkjaverkstæði. |
Author: | bebecar [ Fri 26. May 2006 14:28 ] |
Post subject: | |
IngiSig wrote: Berðu saman 120d og 320d, ég skoðaði þessa tvo þegar ég var að kaupa mér BMW. Eitt sem ég tók strax eftir; 120d var mun sprækari enda er hann tæpum 400kgs léttari en 320d. Ég fékk mér 320d einfaldlega fannst mér hann flottari(grand) og síðan fékk Birgitta Haukdal sér 120d!!!
Djö Gísli - þar fór það ![]() Ég veit hreinlega ekki, við erum búnir að ræða þetta fram og tilbaka og t.d. þá nú ekki fráleitt að skoða þá bara 325i fyrst að þið keyrið lítið. Held að dísel forsendan sé alltaf miðuð við talsverðan akstur ekki satt? Svo er ansi lítill munur á milli 325i og 320SI í hestöflum allavega, en alveg haugur af góðum búnaði í SI bílnum, þannig að ég myndi velja hann frekar, auk þess sem hann er ansi spes. Valið að mínu mati stendur því á milli dísel annarsvegar og 320SI hinsvegar. |
Author: | Svezel [ Fri 26. May 2006 14:32 ] |
Post subject: | |
320si hljómar ansi vel í mínum eyrum (sporting potential?) og ef keyrslan er aðallega utanbæjar þá hlýtur þristurinn að slá ásnum rækilega við. ég var allaveganna ekki að fíla ásinn sem neinn sérstakan utanbæjarbíl á þessum reynsluakstri sem ég tók |
Author: | Jss [ Fri 26. May 2006 14:49 ] |
Post subject: | |
Schulii wrote: Ég verð að vera sammála um að þristurinn ætti að verða fyrir valinu. Líka eins og þú segir að þið mynduð ekkert vera í innanbæjarakstri. Þá held ég að þristurinn sé skemmtilegri á langkeyrslum því ásinn er held ég með það concept að vera innanbæjarbílll. Hann er ekki skilst mér með varadekk heldur svokölluð "run-flat"dekk sem geta keyrt einhverja kílómetra þó að það sé sprungið sem á að geta reddað manni ef maður er innanbæjar til að komast á næsta dekkjaverkstæði.
Þristurinn er líka á Run-Flat dekkjum. |
Author: | Schulii [ Fri 26. May 2006 14:54 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: Schulii wrote: Ég verð að vera sammála um að þristurinn ætti að verða fyrir valinu. Líka eins og þú segir að þið mynduð ekkert vera í innanbæjarakstri. Þá held ég að þristurinn sé skemmtilegri á langkeyrslum því ásinn er held ég með það concept að vera innanbæjarbílll. Hann er ekki skilst mér með varadekk heldur svokölluð "run-flat"dekk sem geta keyrt einhverja kílómetra þó að það sé sprungið sem á að geta reddað manni ef maður er innanbæjar til að komast á næsta dekkjaverkstæði. Þristurinn er líka á Run-Flat dekkjum. ok, en er hann ekki með varadekk? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |